Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.06.2015, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 ✝ Magnús Páls-son fæddist 31.7. 1936. Hann lést 22.5. 2015. Foreldrar Magn- úsar voru Páll Magnússon, f. 1911, d. 1978, verk- stjóri í Reykjavík, ættaður af Suður- landi, og Sigríður Sæmundsdóttir, f. 1911, d. 1990, ætt- uð úr Helgafellssveit við Breiðafjörð. Magnús fæddist í Reykjavík og ólst upp í Höfðaborg við Borgartún. Magnús kvæntist 6.5. 1962 Álfheiði Sylviu Briem, f. 17.1. 1942, fyrrverandi deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg. Hún er dóttir Helga Pálssonar Briem, fyrrv. sendiherra, skattstjóra og bankastjóra, og Dorisar Briem húsmóður, sem bæði eru látin. Börn Magnúsar og Sylviu eru: Helgi Briem, f. 5.9. 1962, líffræðingur og nú kerfis- fræðingur hjá Nýherja. Hann er kvæntur Þóru Emilsdóttur, bókara hjá Reykjavíkurborg. Börn þeirra eru Kári Emil og Ægir Máni. Páll Briem, f. 2.1. 1964, húsasmíðameistari og lögregluvarðstjóri í Reykjavík. Unnusta hans er Anna G. Gunn- arsdóttir hjúkrunarfræðingur. regluvarðstjóri á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, giftur Ásgerði Ásgeirsdóttur. Hafsteinn Pálsson, f. 24.4. 1954, húsasmíðameistari í Reykjavík, giftur Jónu Bjarna- dóttur. Hann gekk í Laugarnesskóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1960, stundaði síðan nám við Vélskólann í Reykjavík og lauk þaðan rafmagnsiðn- fræðiprófi 1962. Hann stundaði tölvunám á vegum Rafmagns- veitna ríkisins í London, Read- ing, Birmingham og Manchest- er. Magnús starfaði hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1952- 56, á rafmagnsverkstæðinu Segli 1962 og hjá IBM á Íslandi – Skrifstofuvélum á árunum 1962-67. Magnús hóf störf hjá Raf- magnsveitum ríkisins árið 1967, starfaði þar í áætlunardeild 1967-82 og síðan við tölvudeild frá 1982 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs 2005. Magnús æfði og keppti í frjálsum íþróttum með Ár- manni og æfði síðan með ÍR. Hann stundaði fimleika með Ár- manni og var í sýningaflokki fé- lagsins um skeið. Síðar æfði hann júdó um tíma. Hann synti daglega næstum alla ævi og stundum tvisvar á dag. Útför Magnúsar fer fram frá Áskirkju í dag, 4. júní 2015, kl. 15. Með fyrrverandi konu sinni Bryndísi Pétursdóttur á Páll synina Magnús, Tryggva og Hauk Helga. Sonur Önnu Gunnarsdóttur er Hans Gunnar Dani- elsen. Langafabarn Magnúsar er Aníta Líf, 5 ára, dóttir Magnúsar og Jönu Katrínar Knúts- dóttur hjúkrunarfræðings. Ið- unn Doris, f. 22.8. 1966, sál- fræðingur á BUGL, gift Val- garði Guðjónssyni, sviðsstjóra hjá Staka. Börn þeirra eru Andrés Helgi, Guðjón Heiðar og Viktor Orri. Sæunn Sylvía, f. 14.10. 1970, skrifstofustjóri hjá Dale Carnegie. Maður hennar er Friðjón Hólmbertsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Börn þeirra eru Sylvia Dagmar, Hólmbert Aron og Marel Andri. Langafa- barn Magnúsar er Sæmundur Karl, 5 mánaða, sonur Sylvíu Dagmarar og Emils Þórs Jó- hannssonar. Bræður Magnúsar eru: Gunnar Emil Pálsson, pípu- lagningameistari og stýrimaður í Reykjavík, f. 14.8. 1934. Kona hans er Alda Vilhjálmsdóttir. Sæmundur Pálsson, tvíbura- bróðir, f. 31.7. 1936, fyrrver- andi húsasmíðameistari og lög- Þú hefur gefið mér svo mikið elsku pabbi minn, ást þín, hlýja og jákvæðni hefur mótað mig. Þú varst alltaf svo stoltur af mér og lést mig heyra það í hvert einasta skipti sem ég hitti þig eða talaði við þig í síma. Hugsa sér hvað það er ómetanlegt að alast upp við það! Þegar ég var lítil stelpa sagð- irðu alltaf „má ég sjá þig vá hvað þú ert orðin stór“. „Égþekkiðiek- kibara“ eða þegar ég kom úr baði þá elskaði ég að labba framhjá því ég vissi alltaf að þú segðir mér að koma og lyktaðir af hárinu á mér og sagðir „vá hvað þú ilmar fínt, þú ilmar svo fínt“. „Égþekkiðiekkibara“ og svo greiddirðu mér alltaf svona topp- inn til hliðar eins og herraklipp- ingin þín. Þegar ég var 15 ára sagði ég þér að mig langaði svo að fá vinnu í Laugarásbíói, þá sagðirðu: „Farðu í bíóið og biddu um þann sem ræður og hittu hann, það er á hreinu að þú færð vinnu þegar hann er búinn að sjá þig því þú ert svo góð, dugleg og falleg stelpa, hann getur ekki annað en ráðið þig.“ Þessi orð hafa svo oft komið upp í hugann minn í gegn- um tíðina og hafa gefið mér sjálfstraust. Yndið mitt hvað ég var mikil pabbastelpa, þegar við fórum til Spánar er ég var fjögurra ára og þú hélst á mér út um allan bæ öll kvöld og ég svaf á öxlinni þinni, aldrei varstu þreyttur eða kvart- aðir. Þú varst svo hlýr og góður og elskaðir að hafa litlu stúlkuna þína á öxlinni. Ég man góðu lykt- ina af þér og hvernig höfuðið skoppaði upp og niður á öxlinni þinni. Þú varst alltaf svo duglegur og bóngóður, í öllum boðum varstu kominn í uppvaskið, heima hjá ykkur mömmu og hjá okkur systkinunum í barnaafmælum o.þ.h. alltaf svo hjálpsamur og góður. Þú varst líka alltaf svo hlýr við mömmu, kysstir hana í tíma og ótíma og sagðir henni hvað hún væri falleg, hélst í höndina á henni. Þegar þú komst til okkar í mat varstu alltaf svo ánægður, hrósaðir mér alltaf svo mikið fyrir matinn og fyrir hvað ég ætti fallegt heimili og fjölskyldu, þú hrósaðir alltaf af einlægni og oft varð þér svo um að þú tár- aðist, alltaf skein ást og stolt úr augunum á þér. Þú sást ekki sól- ina fyrir okkur börnunum, tengdabörnum og barnabörnun- um og sást til þess að við vissum af því. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að alast upp mér þér. Ég þakka fyrir að hafa verið með ykkur á Spáni síðasta sumar þar sem þú varst hraustur og eld- hress, minnist sérstaklega kvöldsins sem við fórum fínt út að borða, fórum í fordrykk og Frið- jón manaði okkur að taka smá dansspor eitt og eitt í einu og ekki stóð á þér elskan mín og hvað þú naust þín og hafðir gam- an af þessu uppátæki, þú hlóst nú oft af honum Friðjóni mínum og hafðir húmorinn í lagi. Ég er líka svo þakklát fyrir síðasta daginn sem ég var hjá þér, þú áttir svo erfitt með að tjá þig en sagðir mér samt hvað ég væri falleg og að þú elskaðir mig og þegar þú segir það veit ég að pabbi minn er þarna og allt er í lagi. Bið góðan guð að blessa minn- ingu þína og að veita okkur öllum styrk og elsku mömmu sem ég veit að saknar þín óendanlega mikið. Hvíl í friði elsku pabbi minn. „I love you.“ Sæunn Sylvía Magnúsdóttir. „Velkomin elskan, gaman að sjá þig.“ Með þessum orðum tók Magnús á móti fólkinu sínu, með hlýju faðmlagi, væntumþykju og gleði. Þannig voru einnig mín fyrstu kynni af honum þegar ég fór með Palla heim í Austurbrún að hitta þau Sylviu. Stutt í brosið, einlægur og mikill fjölskyldumaður. Stoltur af börnunum sínum og barnabörn- um og ekki síst litlu langafabörn- unum sínum. Fylgdist grannt með öllu sem um var að vera hjá fólkinu sínu og tók þátt í gleði og sorgum. Magnús var mjög til- finningaríkur maður og glöggur á líðan annarra og veitti ríkulega samúð og skilning ef þannig var. Honum var umhugað um að öll- um liði vel. Hann var gjarnan miðpunkturinn þegar fjölskyldan kom saman og naut þess að hrósa og samgleðjast og flutti gjarnan nokkur orð við öll tilefni sem gáf- ust. Magnús var höfðingi heim að sækja og naut sín sem gestgjafi. Þau Sylvia bjuggu sér fallegt heimili sem ber listrænu auga þeirra beggja glöggt vitni. Það var gaman að ræða við Magnús um myndlist og listir almennt, hann var fagurkeri sem naut þess að búa heimilið fallegum munum. Ekki var heldur komið að tómum kofunum þegar tónlist var ann- ars vegar og hafði hann mikla ánægju af að hlusta á klassíska tónlist og sérstaklega tenóra syngja fallegar aríur. Magnús var réttsýnn maður, samviskusamur og nákvæmur í orðum og gjörðum. Ávallt vel tilhafður og mikið snyrtimenni. Smáatriðin voru engu síður mikilvæg og það sást ekki síst á viðhaldi hans á húsinu, garðinum og bílinn vildi hann alltaf hafa glansandi fínan. Það er afar sárt að kveðja en um leið er gott að minnast allrar þeirrar væntumþykju og elsku sem stafaði frá Magnúsi. Um- hyggja hans fyrir fjölskyldu sinni var takmarkalaus og sam- band hans og tvíburabróðurins, Sæma, var sérstaklega kært og náið. Barátta Magnúsar við krabba- mein sýndi glöggt sterkan per- sónuleika, hann lét engan bilbug á sér finna. Hann gafst aldrei upp, sama hversu mjög krabba- meinið herjaði á hann. Aðdáun- arverð seigla og kjarkur ein- kenndi viðhorf hans til veikinda sem að lokum engin leið var að sigra. Minningar um einstakan og yndislegan mann eiga sér vísan stað í hjarta okkar sem nú kveðja Magnús. Þær sefa sorgina og milda sáran söknuð. Hvíl í friði. Anna G. Gunnarsdóttir. Hann afi minn var ljúfur mað- ur og duglegur – traustur og ást- úðugur. Afi elskaði veislur og mannamót því þá fékk hann að knúsa og kyssa allt fólkið sitt og halda ræður, sem hann hafði sér- legt dálæti á. Hann var rafvirki og tæknifræðingur, átti glæstan feril hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins. Hann var líka frímúrari, íþróttamaður, sundlaugagestur, golfari og bridsspilari, svo ekki sé minnst á söngvari og dansari. Hann lagði metnað sinn í að vinna af dugnaði, safna og ávaxta fyrir æviárunum með Sylviu ömmu. Afi naut þess að eiga fal- lega hluti, föt og bíla. Þau byggðu saman glæsilegt hús í Austurbrúninni og lagði afi alltaf mikið kapp á það. Rétt fyrir ald- arbyrjun keyptu þau yndislega íbúð í Benalmádena á Spáni, en þar hafa þau notið sín í sólinni stóran hluta árs síðustu ár. Ég er ævinlega þakklátur fyrir hve vel fjölskyldan mín tók því þegar ég kom út úr skápnum fyr- ir tíu árum. Mér var sérlega annt um viðbrögð Magnúsar afa, sem skálaði fyrir mér í matarboði og lýsti því hvað hann væri stoltur af mér. Hann var duglegur að segja mér það alla tíð síðan. Hann end- urtók það í einni af síðustu ræð- unum sem hann hélt, við hjóna- vígslu okkar Bradleys, eiginmanns míns, þann 30. janúar á þessu ári. Þá var hann nýkom- inn heim af sjúkrahúsinu við Hringbraut eftir erfið veikindi en ræðan sem hann hélt var ein hans fallegasta og ég verð eilíflega þakklátur fyrir hana. Við í fjölskyldunni grínuðumst stundum í honum að sá sem ætti mest þegar hann dæi ynni. Hrun- ið var honum áfall, efnislega og andlega, og skuggi þess hefur markað síðustu ár hans. Þó var eins og veikindin sem hann kljáð- ist við (sem annars voru vond og erfið) hafi hjálpað afa að komast yfir þetta áfall; takast að finna aftur fótfestu sína síðustu ár æv- innar, njóta þess tíma sem hann hafði. Það er dýrmætt og öfunds- vert. Hann missti víst eitthvað veraldlegt en þegar hann dó átti hann mest. Ég hugsa, svei mér þá, að hann hafi unnið. Afa míns, Magnúsar Pálsson- ar, verður sárt saknað. Eineggja tvíburi var hann, en þó einstakur í alla staði, og þekki ég honum engan líkan. Allt frá því Emil afi minn dó fyrir 19 árum hefur Magnús verið eini afi minn. Nú á ég engan afa. Lífið verður ekki samt án hans. Blessuð sé minning hans. Kári Emil Helgason. Þann 22. maí lést bróðir minn Magnús Pálsson eftir erfið veik- indi. Magnús fæddist þann 31. júlí 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigríður Sæmundsdóttir og Páll Magnússon. Sigríður var fædd í Árnabotni inni af Hrauns- firði á Snæfellsnesi 1911, en Páll í Reykjavík sama ár. Maggi bróðir fæddist á kreppuárunum og fór fjölskyldan ekki varhluta af at- vinnuleysi, húsnæðisskorti og þeirri fátækt sem þessum tímum fylgdi. Magnús bjó að því að hafa farið í sveit á sumrin til afa Sæ- mundar og ömmu Elínar að Hraunhálsi í Helgafellssveit, en þangað fluttust þau eftir að hafa alið börnin tíu í Árnabotni. Ef- laust átti Magnús einnig margar góðar minningar frá Frakkastíg 17, þar sem Ingibjörg amma og föðurafinn Magnús bjuggu. Magnús afi var bókamaður og hafa bræðurnir Gunnar, Sæ- mundur og Magnús örugglega notið þess vel að vera þar. Fjöl- skyldan flutti í Höfðaborg um 1940. Páll faðir okkar var góður verkmaður og handlaginn og réð- ust þau hjónin í það stórvirki að byggja hús í smáíbúðahverfinu og flutti fjölskyldan í Hvamms- gerði 10 árið 1954, en þá hafði yngsti sonurinn, sá er þetta ritar, bæst í hópinn. Maggi bróðir bjó lengst bræðra minna heima í Hvamms- gerðinu og minnist ég hans við lærdóm með góða plötu á fónin- um. Hann var natinn og duglegur námsmaður, lærði rafvirkjun og fór síðar í Tækniskólann. Magn- ús var líka áhugamaður um íþróttir. Ekki þótti litla guttanum lítið til þess koma þegar Maggi fór til Rómar árið 1960 til að fylgjast með Ólympíuleikunum, en hann var liðtækur fimleika- maður sjálfur. Maggi mundi að sjálfsögðu eftir litla bróður og kom færandi hendi heim frá Róm. Litli bróðir fékk líka oft að fljóta með í bíó og þá oft á myndir sem ef til vill voru ætlaðar fyrir ögn eldri áhorfendur. Eftir að Magnús giftist Sylvíu sinni þótti mér ekki leiðinlegt að fá að passa frændsystkinin mín fjögur í Sólheimunum. Heimili þeirra bar góðum smekk vitni, var fallegt og þar var fjöldi merkilegra bóka og listmuna. Magnús og Sylvía voru höfð- ingjar heim að sækja og minn- umst við fjölskyldan góðra stunda um áramót í Austurbrún- inni. Magnús tilheyrði þeirri kyn- slóð Íslendinga sem upplifði miklar samfélagslegar breyting- ar. Það má segja að sú lífskjara- bylting sem kynslóð hans upplifði sé ekki síst fyrir tilstilli manna eins og hans sjálfs sem voru framsýnir, nýttu sér þau tæki- færi sem gáfust, voru opnir fyrir nýjum hugmyndum og tóku nú- tímanum fagnandi í stað þess að synda á móti. Með hlýju í hjarta minnist ég Magga bróður, Sylvíu og fjöl- skyldu sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hafsteinn Pálsson og fjölskylda. Magnús Pálsson Þegar ég kom fyrst að Kolbeins- staðakirkju bar þaðan veikan orgel- óm. Ég stóð við kirkjudyr og rjátl- aði eitthvað við hurðina og þegar inn kom stóð þar upp maður frá orgelinu. Hann sagði að þetta hefði svo sem ekki verið nein spilamennska til að tala um og hvort ég væri kominn til að skoða kirkjuna. Ég var ungur prestur og kynnti mig. Hann bauð mér síðan inn í bæ og ég spurði hvort hann lokaði ekki kirkjunni en sagði að þar væri engu að stela þar sem kaleikurinn dýri væri geymdur í skókassa undir rúmi meðhjálparans á næsta bæ. Sverrir Björnsson, kirkju- bóndi á Kolbeinsstöðum, var ekki allra. Með okkur tókst ágætis vinskapur sem hélst alla tíð. Hús hans stóð ætíð opið fyrir sókn- arprestinum og öðrum þeim er þurfti á því að halda vegna at- hafna í kirkjunni. Það var eins og að stíga inn í aðra veröld að koma inn til hans. Kettir skutust um á Sverrir Björnsson ✝ Sverrir Björns-son fæddist 1. júlí 1926. Hann lést 3. maí 2015. Útför Sverris fór fram 15. maí 2015. tröppunum og hann bað menn að vara sig því handriðið væri farið. Gamli Bronco-jeppinn hans stóð lengi í vari við tröppurnar, árgerð 1974. Húsið var farið að gefa sig en það stóð með dul- arfullum hætti öll stórviðri af sér. Hann bauð gestum jafnan inn í eldhúsið og hengdi bláa vinnusloppinn sinn á snaga. Í eldhúsinu var hlýtt og notalegt og ætíð nóg pláss á bekknum við vegginn. Hann var afar gestris- inn og ketilkaffið hans sterka er ógleymanlegt og athöfnin sem hann hafði í frammi við að laga það. Það snarkaði í olíufýring- unni og ketillinn sat á glóandi hellunni. Vatnið sauð og síðan hófust uppáhellingar milli ketils og könnu og hann smakkaði að síðustu og skar úr um hvort væri orðið gott. Spurði svo gestinn og svo var. Kaffið gat ekki verið betra. Síðan dró hann bakkelsi fram og var það úr ýmsum átt- um. Sumt var freðið úr kistunni en þá átti að bíða eftir að það þiðnaði því ekkert lá á. Þetta var ætíð dýrðarinnar kaffiveisla. Hann var fróður um marga hluti og var skemmtilegur viðmæl- andi, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Gjarnan kveikti hann í góðum vindli og bauð viðmælanda og síðan voru samfélagsmálin rædd og lá hann ekki á skoðunum sínum í þjóð- málunum. Hann var einyrki og meðan heilsa leyfði hélt hann bú en lengi bagaði hann fótamein. Frægt er heimareykta hangiketið hans og vorum við hjón í þeim hópi sem hann skenkti læri fyrir hver jól árum saman. Þau voru afbragð annarra og allir mærðu og spurðu hvaðan kæmi. Og aðferð- in við reykinguna var úthugsuð og hún var hans og horfin með honum yfir móðuna miklu. Eitt sinn fór ég með honum að vetr- arlagi í reykingarkofann. Þar héngu lærin uppi í rjáfrinu og öll kirfilega merkt vinum hans og vandamönnum. Minnist ég þess hve rithönd hans á hálfsviðnum merkispjöldunum var nett og skýr. Allt bar umhyggjusemi hans fyrir öðrum traustan vott í þessum reykingarkofa sem var einhvern veginn samlitur grund- inni á sumrin og ósýnilegur. Síðla hausts tók svo rólegur reykur að stíga upp úr kofanum og góðan ilm bar fyrir vit í réttri átt. Sverrir Björnsson var dreng- ur góður og það var fengur að fá að kynnast honum. Guð blessi minningu kirkju- bóndans á Kolbeinsstöðum. Hreinn S. Hákonarson, Sigríður Pétursdóttir. Þegar við systk- inin rifjum upp þær fjölmörgu samveru- stundir og góðu minningar sem við áttum með honum Steinari afa okkar, gerum við okkur grein fyrir því hversu dýrmætar þær eru. Þær munu fylgja okkur áfram út lífið. Hann kenndi okkur af nærgætni og hlýju um náttúr- una, fuglana og veðrið og átti stóran þátt í hinni sterku teng- ingu sem við öll eigum við sveit- ina okkar. Þarna fannst afa gott að vera. Þar tókum við okkar fyrstu skref í golfinu undir dyggri handleiðslu hans og eftir það varð ekki aftur snúið. Afi var Ingi Steinar Ólafsson ✝ Ingi SteinarÓlafsson fædd- ist 21. janúar 1932. Hann lést 11. maí 2015. Útför Stein- ars fór fram 22. maí 2015. kannski ekki maður margra orða en allt- af geislaði frá hon- um hlýja og kær- leikur. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá afa og alltaf lagði hann áherslu á að við systkinin værum nú góð hvert við annað. Sérstak- lega var áberandi hversu heitt hann unni eiginkonu sinni. Amma Ninna var hans stoð og stytta. Í sameiningu reistu þau sælureit fjölskyldunnar í Kjósinni og þangað mun fjölskyldan halda áfram að leita til að endurnæra sál og líkama. Við vitum að þar mun hinn góði andi og hlýja afa svífa yfir vötnum. Við kveðjum afa með söknuði en heilræðin, vísurnar og allar góðu minning- arnar geymum við í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Jón Steinar, Ninna og Jóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.