Morgunblaðið - 04.06.2015, Page 28

Morgunblaðið - 04.06.2015, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 ✝ Stefán SölviFjeldsted fædd- ist 30. apríl 2013. Hann lést 28. maí 2015. Foreldrar Stef- áns Sölva eru Hjörtur Fjeldsted, f. 13. nóvember 1980, og Hulda Ósk Karlsdóttir, f. 3. mars 1980. Systkini Stefáns Sölva eru Amelía Rún Fjeldsted, f. 4. júní 2004, og Hjörtur Karl Fjeldsted, f. 23. júní 2009. Foreldrar Hjart- ar eru Hjörtur Fjeldsted, f. 18. desember 1957, og Marta Haralds- dóttir, f. 29. maí 1954. Foreldrar Huldu Óskar eru Áslaug Torfadóttir, f. 3. janúar 1939, og Karl Sigurjónsson, f. 8. mars 1936. Útför Stefáns Sölva fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 4. júní 2015, kl. 15. Elsku litli fallegi strákurinn okkar. Það eru engin orð til yfir það hversu mikið mamma og pabbi sakna þín. Litli Stebbalingurinn okkar sem barðist eins og hetja við sinn sjúkdóm alveg fram á síðustu stundu, síðustu mánuðir voru þér svo erfiðir, litli líkaminn þoldi bara ekki meir. Þú kenndir okkur svo margt um lífið og snertir hjörtu allra sem fengu að kynn- ast þér. Þú ert og verður alltaf litla hetjan okkar. Þótt hjartað okkar sé brotið núna þá brosum við í hjartanu við tilhugsunina að þér líði vel núna, frjáls frá öllum veik- indum, hlaupandi um með öllum hinum englabörnunum. Takk fyrir að velja okkur sem foreldra, elsku fallegi engillinn okkar. Minningar um duglega ofur- hetju munu alltaf hvíla í hjörtum okkar. Mamma og pabbi. Elsku Stefán Sölvi, litli fallegi og yndislegi bróðir okkar. Við er- um mjög leið yfir því að þú sért farinn frá okkur en þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta okkar. Okkur fannst alltaf jafn gott að koma heim og knúsa þig og kyssa en ekki getum við gert það núna. Þegar við hugsum til baka sjáum við allar góðu stundirnar okkar saman. Verst var að við gátum ekki farið eitthvert öll saman og skemmt okkur af því að þú barð- ist við erfið veikindi. Þú ert verndarengill okkar og við hugs- um alltaf um þig. Við erum afar þakklát fyrir að hafa átt þig sem bróður. Kveðja, systkini þín, Amelía Rún og Hjörtur Karl. Elsku litli fallegi drengurinn okkar hefur nú lokið sínu lífs- hlaupi aðeins tveggja ára gamall. Í minningunni er svo stutt síðan börnin okkar þau Hjörtur og Hulda sögðu okkur að þau ættu von á þriðja barninu og við fengj- um þar með sjötta barnabarnið. Hugleiðingarnar um hvort kynið væri í vændum og hverjum það líktist voru viðraðar. En svo kom draumurinn um litlu brothættu hrísluna í garðin- um hjá okkur og litla hríslan laufgaðist ekki. Mikill var léttirinn þegar litli fallegi drengurinn fæddist, svo fallegur og heilbrigður að sjá, en fljótlega kom í ljós að það var eitthvað að og fallegi drengurinn okkar dafnaði ekki. Nú voru það ekki hugleiðingar um hvort hann yrði fótboltastrákur eða hvort hann ætti eftir að renna sér á skíðum, heldur kom vonin um að hann myndi ná að halda höfði og ganga, en minnstu vonirnar runnu í sandinn og við horfðum upp á þegar blik augnanna dofn- aði og fallega brosið sem hann hafði gefið okkur hvarf. Brostu til barnsins litla, sem bugast við táraský, Það brosir aftur með opnum vörum og augu þess ljóma á ný. (Magnús frá Skógi á Rauðasandi) Það hefur verið erfitt að fylgj- ast með veikindum Stefáns Sölva og að geta ekki haft vonina um bata til að styðja sig við, en við er- um svo þakklát að hafa fengið hann inn í líf okkar og að fá að vera amma hans og afi. Elsku litli strákurinn okkar var alla tíð um- vafinn svo mikilli ást og kærleik, það var aðdáunarvert að horfa á þau Hjört og Huldu og systkinin þau Amelíu Rún og Hjört Karl annast hann af allri sinni alúð og ást. Og svo var það fólkið í kring- um þau og allt samfélagið hér á Suðurnesjum, stuðningsforeldr- arnir þau Heiða og Balli og þeirra börn sem önnuðust hann og færðu honum alla sína ást og kærleika. Allir vinirnir sem studdu við bakið á þeim og voru ætíð til staðar á þessum erfiða tíma og erum við þeim þakklát fyrir það. Litli kúturinn okkar dvaldi mikið á Barnaspítala Hringsins og Rjóðrinu og fékk þar alla bestu umönnun sem völ er á hjá því yndislega fólki sem þar starf- ar. Það er svo sárt að þurfa að kveðja elsku fallega drenginn okkar, við hefðum viljað fá að sjá fyrstu sporin, fyrstu orðin og svo margt fleira, en við verðum að sætta okkur við ákvörðun drott- ins og trúa því að nú sé hann á betri stað og umvafinn ást og kærleika eins og alls staðar þar sem hann kom. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Megir þú hvíla í friði, elsku hjartans fallegi Stefán Sölvi, og takk fyrir að fá að vera hluti af lífi þínu. Þú verður ætíð litli fallegi strákurinn okkar. Marta amma og Hjörtur afi. Elsku fallegi engillinn okkar. Nú ertu farinn héðan eftir þína stuttu og erfiðu dvöl. Meirihlut- inn af lífi þínu var hörð barátta og háðuð þið fjölskyldan þín harða orrustu alveg til síðustu stundar. Því miður varstu orðinn þreyttur og vildir fá að hvíla þig þar sem baráttan var orðin hörð og erfið. Við munum alltaf minnast þess hversu mikil hetja þú varst og fjölskyldan sem þú hafðir í kring- um þig. Við verðum nú líka að minnast á allt yndislega fólkið sem aðstoðaði mömmu þína og pabba þegar þau þurftu á því að halda. Þegar við sögðum henni Rúnu Maríu frænku þinni frá því að þú værir floginn burt til engl- anna sagði hún við okkur að lítil börn gætu ekki dáið því þau ættu eftir að verða fullorðin. En sú er nú raunin ekki, við fæðumst og vitum ekki hversu langan tíma við fáum hér. Þinn tími var stutt- ur og hefðum við viljað hafa þig lengur hjá okkur en því fáum við ekki ráðið. Það sem þú hefur kennt okkur er það að ekkert líf er sjálfgefið og við eigum að rækta okkur og þá sem við elsk- um því við vitum aldrei hvenær okkar tími er liðinn hér. Eins og svo oft hefur verið sagt varst þú svo heppinn með foreldra og systkini þín sem stóðu sig eins og hetjur í baráttunni þinni og hafa þau vaxið og þroskast og komið út sem sterkari einstaklingar og orðið að samheldnari fjölskyldu. Elsku Stefán Sölvi okkar, við munum minnast þín með kær- leika og söknuði. Megi guð geyma þig, elsku litli kútur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Hjörtur, Hulda, Amelía Rún og Hjörtur Karl, megi guð styrkja ykkur og jafnframt færa ykkur kærleik á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðja Bjarki, Guðmunda og dætur. Elsku Stefán Sölvi okkar. Það var gott að hafa þig hjá okkur. Þú ert fallegasti strákurinn sem við höfum séð og núna ertu fallegasti engillinn okkar. Við elskum þig, besti vinur okkar. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Hulda, Hjörtur, Amelía Rún, Hjörtur Karl og fjölskyldur. Minningar um hetjuna okkar eiga stóran stað í hjarta okkar. Ó, sofðu, blessað barnið frítt, þú blundar vært og rótt. Þig vængir engla vefja blítt og vindar anda hljótt. Af hjarta syngja hjarðmenn þér til heiðurs vögguljóð sem tér: Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt, sofðu rótt. (Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergsson) Heiða, Baldur (Balli), Alexander Breki, Katrín Ýr og Olgeir Aron. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Hulda, Hjörtur, Amelía Rún, Hjörtur Karl og stórfjölskylda. Minning um góð- an dreng lifir í hjörtum okkar. Með kærleikskveðju frá æsku- vinkonum Huldu, Ásdís, Heiða, Hildur, Hilma, Hjördís, Margrét Arna, María, Ólína og Sigrún. Fimmtudagurinn 28. maí. Versti dagur sem við höfum upp- lifað. Þetta er dagurinn sem ég vissi að myndi koma og kveið svo fyrir honum. Ég hélt bara að þessi dagur kæmi ekki strax. Dagurinn sem þú fórst til Guðs. Við fórum til þín á miðviku- dagskvöldinu, þetta leit ekki vel út, en við vonuðum. Vonin er svo sterk. Símtalið sem kom á fimmtudagsmorgun. Við að fara að bruna inn á Barnaspítala til þín, en svo kemur annað símtal strax eftir hitt um að þú værir farinn. Höggið sem kom. Lítill tveggja ára strákur, farinn til Guðs. Ég hélt að við hefðum meiri tíma, meiri tíma til að koma að heimsækja þig, meiri tíma til að spjalla og syngja fyrir þig. Ég vildi ekki að þú færir, en þú varst orðinn svo veikur og ég var eig- ingjörn og vildi hafa þig hér hjá okkur áfram. Ég vildi að ég hefði heimsótt þig oftar. Nú hef ég ekki tækifæri til þess. Jökull Elí fann gamlar snudd- ur hér heima um daginn og einn skó. Hann ætlaði að gefa þér það. Nú hefur hann ekki tækifæri til þess. Hann skilur þetta ekki. Þú ert uppi í skýjunum, rétt hjá tunglinu og verður stjarna þegar það verður dimmt. Það finnst honum mjög spennandi og sagð- ist vilja fara þangað líka til að hitta þig. Svona er þetta einfalt hjá fjögurra ára frænda þínum. Ég vildi að þetta væri svona ein- falt hjá okkur hinum. Mig er búið að dreyma þig frá því að þú fórst. Ég er alltaf að hugsa um þig, elsku engillinn minn. Mamma þín og pabbi eru svo ótrúlega dugleg. Þau taka sorginni af svo miklu æðruleysi. Ég trúi að nú getir þú hlaupið um og leikið þér, ekkert þjáður. Sért bara venjulegur tveggja ára strákur uppi hjá Guði. Á þessum stutta tíma þínum á jörðinni hef- ur þú snert svo marga og kennt manni svo mikið. Þú fékkst okkur til að horfa svo öðruvísi á lífið. Við vorum heppin að fá að vera hluti af þínu lífi, þínu stutta lífi. Þú gafst okkur svo mikið. Það hefur verið tekið vel á móti þér þarna uppi. Lóa frænka þín, Bússi afi og fleiri hafa beðið eftir þér við hlið- ið og passa þig. Hvíldu í friði, elsku fallegi Stefán Sölvi. Þú ert fallegasti engillinn á himninum. Þangað til næst, við elskum þig og minning þín er í hjörtum okkar. Anna Björk, Elí Már og Jökull Elí. Stefán Sölvi Fjeldsted HINSTA KVEÐJA Það er sárt að þurfa að kveðja þig, litli fallegi frændi. En nú vitum við að þér líður betur og ert um- vafinn öllum þeim kærleik, ást og hlýju sem þú naust hér hjá okkur í þessu lífi Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Elsku Hjörtur, Hulda, Amelía Rún, Hjörtur Karl og aðrir aðstandendur, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Minningin um litla fallega engilinn okkar lifir. Helga og Guðmundur (Gummi). Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar SIGRÚN HELGADÓTTIR, Sólheimum 42, Reykjavík, lést fimmtudaginn 28. maí. Útförin fer fram föstudaginn 5. júní kl. 11 frá Langholtskirkju. . Hannes Pálsson, Guðrún Hannesdóttir, Þorbjörn Broddason, Kristín Hannesdóttir, Nicholas Groves-Raines, Halla Hannesdóttir, Vífill Magnússon, Páll H. Hannesson, Liv Jorunn Seljevoll, Pétur H. Hannesson, Erla Dís Axelsdóttir og fjölskyldur. Elsku maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, SIGURÐUR KONRÁÐ KONRÁÐSSON, Noregi, lést á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló sunnudaginn 31. maí. . Else Marie Pedersen, Sigríður Sigurðardóttir, Eiríkur Ingimagnsson, Kjartan B. Sigurðsson, Unnur Erla Malmquist, Birgir Sigurðsson, Hildur Loftsdóttir, Sigdís Haukåssveen, Ove Haukåssveen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MAGDALENA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, áður að Laugarbraut 23, Akranesi, lést þriðjudaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 5. júní kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Höfða. . Friðrik Vignir Stefánsson, Svanhildur Bogadóttir, Anna María Friðriksdóttir, Guðni Leifur Friðriksson, Stefán Jón Friðriksson, Rósa Dís Friðriksdóttir, Berglind Magnúsdóttir Frost, Hulda Magnúsdóttir, Jóhanna V. Ríkharðsdóttir, Kristín H. Ríkharðsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, VALA INGIMARSDÓTTIR, Einimel 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans. . Bjarni Þórður Bjarnason, Bryndís Líf Bjarnadóttir, Ingimar Stefán Bjarnason, Ingimar Jóhannsson, Lillý Valgerður Oddsdóttir, Oddný Ingimarsdóttir, Thorsteinn Jóhannesson, Oddur Ingimarsson, Soffía Valgarðsdóttir, Davíð Ólafur Ingimarsson. Elskuleg móðir okkar, ÁGÚSTA MARGRÉT VIGNISDÓTTIR, áður til heimilis að Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn 31. maí. Útför fer fram frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð. Fyrir hönd annarra aðstandenda, . Vignir Þorbjörnsson, Ólafur Björn Þorbjörnsson, Örn Þór Þorbjörnsson, Guðjón Hermann Þorbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.