Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það fer bókstaflega allt í taugarnar á
þér í dag svo það reynir verulega á þolinmæði
þeirra sem í kringum þig eru. Stundum verð-
ur maður að leyfa hlutunum að hafa sinn
gang, þótt erfitt sé.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér er nauðsyn að ná tökum á fjármál-
unum en að öllu óbreyttu stefnir þar í óefni.
Þú færð óvæntar upplýsingar í þessum mán-
uði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér verða fengin ný verkefni og þótt
þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn
skaltu hefjast handa ótrauð/ur. Reyndu að
halda ró þinni hvað sem á dynur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt komast að því að hæfileikar
þínir liggja á mörgum sviðum. Ef þú ferð of
geyst í hlutina áttu á hættu að missa stuðn-
ing þeirra, sem skipta sköpum upp á fram-
haldið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það skiptir öllu máli að vera sjálfum sér
samkvæmur og reyna ekki að blekkja sjálfan
sig hvað varðar takmörk í lífinu. Haltu öllum
kvittunum til haga.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt vinnan sé skemmtileg og mikils
virði er líf eftir vinnu og þú þarft að sinna því
svo lífshamingjan blómstri. Farðu eftir eigin
hyggjuviti.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú skalt hefja vikuna á að ræða við yfir-
mann þinn. Gættu þess bara að tala ekki of
mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur lagt hart að þér til þess
að ljúka við verkefni, sem þér var falið. Ein-
hverjum er umhugað um velferð þína.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð fréttir sem hrista upp í
draumórum þínum um hvernig hlutirnir ættu
að vera eða munu verða. Haltu ró þinni, íhug-
aðu málin, taktu ákvörðun og slíttu þig
lausa/n.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú verður að láta reyna á dóm-
greind þína því það hefur ekkert upp á sig að
láta aðra stjórna lífi þínu á öllum sviðum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Listi yfir eitthvað sem má og ekki
má kemur til þinna kasta. Láttu til skarar
skríða en gættu þess þó að fara ekki of hratt
yfir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki óþolinmæðina ná tökum á
þér þótt hlutirnir gangi ekki jafnfljótt fyrir sig
og þú vilt. Einhver vill sýna þér velvilja en þú
ert eins og snúið roð í hund.
Á Leirnum á þriðjudag rifjaðiÞórir Jónsson upp góða vísu
eftir Harald Zophoníasson
Eins og gömul gróin sár
geta ýfst og rifnað,
gleði, sem var geymd um ár
getur aftur lifnað.
Þetta varð kveikjan að skemmti-
legum orðaskiptum. Helgi Zimsen
sagðist hafa rambað inn á basar í
fyrradag og rekist þar á um 90 ára
gamla bók með um 600 ára gömlum
háttalykli Lofts Guttormssonar. –
„Það var fagnaðarfundur enda
margt athyglisverðra hátta þar að
líta. Þar eru
t.d. refhvörf minni, sem ég freist-
aðist til að apa eftir og orti um tíð-
arfarið sem er nátturlega alveg sí-
gilt. Refhvörf er það þegar orðum
með gagnstæðum merkingum er
skotið saman, en í háttalyklinum
var andstæðunum troðið í fyrsta
braglið hverrar línu.
Vor leit.
Hátt, lágt reyndi að hitta.
Hér þar niður bera.
Gott illt var að glitta
greitt hægt vor í þæga.
Ljóst dult finna lysti,
leynt sjá, hitann reyna.
Fast leyst hér úr frysti
fannst týnt núna í júní.
Kristján Eiríksson kom inn á
Leirinn og sagði, að hinar ref-
hverfu vísur Lofts og Helga minntu
sig á þessa alhnepptu dróttkvæðu
vísu Hallgríms Péturssonar.
Hlýtt er, vott var,
víst blítt, síst strítt,
hýrt loft, súrt svift,
sætt skín, hætt dvín,
flest sælt, fæst fúlt,
flýr þraut, býr skraut,
lán eykst, hrun hrekst,
hryggð fjær, tryggð nær.
Refhverfan kemur hér fram
tvisvar í hverju vísuorði og svo eru
líka tvær rímhendingar í hverju
vísuorði. Öllu lengra verður líklega
ekki komist í dróttkvæðum eða eig-
um við að segja hrynhendum dýr-
leika, segir Kristján.
Þessi orðaskipti rifjuðu upp, að í
ljóðabók sinni Bí, bí og blaka orti
Jóhannes úr Kötlum háttalykil.
Þennan hátt kallar Jóhannes
„kimlabönd meiri“:
Brosa byggðir ljósar,
björt er öld í kvöld,
hárauð himintjöld. –
Sólarstöður sælar
signa jörð og fjörð.
Vættir halda vörð.
Fljóðið þögla, þýða,
þrýstir mér að sér, –
eldur um mig fer.
– Logar líf í augum,
ljóminn skín – og dvín
– aldrei, ástin mín!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet
Vísnahorn
Refhvörf og kimlabönd meiri
Í klípu
„ÞESS VEGNA BANNAÐI ÉG ÞÉR AÐ
GEFA HONUM NAFN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÍSLENSKUKENNARINN HANS SEGIR
AÐ HANN SÉ „SVALUR GAUR“.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar kaffi með létt-
mjólk hittir tvöfaldan
espresso.
Ó, ÞÚ ÁTT SVO
ERFITT LÍF
ÉG GÆTI
NOTAÐ KODDA
GETUM VIÐ ENNÞÁ FENGIÐ
MORGUNHANATILBOÐIÐ?
ÞAÐ VELTUR Á
ÝMSU, FRÚ...
ÉG SKAL SPYRJA
KOKKINN HVORT
HANN EIGI
EINHVERJA HANA
EFTIR...
Víkverji varð pínu hvumsa þegarsamstarfsmaður hans tjáði hon-
um með nokkrum æsingi í röddinni
að „þetta væri búið!“ Eftir að Vík-
verji hváði sagði samstarfsmað-
urinn: „Nú, splatterinn er hættur!“
og vísaði þar til Sepps nokkurs Blat-
ter, forseta FIFA, sem ákvað að
fagna nýju kjörtímabili með því að
segja af sér eftir einungis fjóra daga
á stólnum. Miðað við viðbrögðin er
ekki mikil eftirsjá að Blatter.
x x x
Eins og gjarnan gerist þegar mennláta af völdum hefst hávær um-
ræða um hentuga eftirmenn. Jórd-
anski prinsinn Hussein, sem vænt-
anlega er skyldmenni Husseins
konungs heitins, hefur til að mynda
sagt að hann muni bjóða sig fram á
ný. Einnig hafa kappar á borð við
Luis Figo og David Ginola gert sig
líklega. Víkverji er þó sjálfur líklega
hrifnastur af hugmyndinni um
brasilíska snillinginn Zico sem
næsta forseta knattspyrnu-
sambandsins, enda þar mættur
maður með fiðring í tánum, og með
reynslu af stjórnunarstörfum í
brasilísku íþróttahreyfingunni.
x x x
Víkverja líst hins vegar síður áuppástunguna frá forseta Vene-
súela, en sá taldi að knattspyrnu-
goðið Diego Armando Maradona
væri hinn eini rétti í forsetastólinn.
Víkverji lítur raunar á Maradona
sem langbesta knattspyrnumann
sem nokkurn tíma hefur lifað, en
hátterni hans utan vallar er ekki
beinlínis til þess að vekja traust á
Maradona sem manninum sem geti
endurreist ímynd FIFA úr ösku-
stónni.
x x x
Þið getið kallað Víkverja gamal-dags, en hann er bara ekki al-
veg sannfærður um það að maður
sem hefur orðið uppvís að kók-
aínneyslu, sem hefur skotið á blaða-
menn með loftriffli, hallað sér að
einræðisherrum og svo mætti lengi
telja sé endilega réttur maður í það
hreinsunarstarf sem nú þarf að
vinna. Jafnvel þó að markið hans
gegn Englendingum um árið hafi
verið flott. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Því getum við öruggir
sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi
mun ég óttast. Hvað geta mennirnir
gjört mér? (Hebr. 13, 6.)