Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Arnar Birgisson opnar í dag kl. 17
myndlistarsýninguna Nafnlaus í
Gallery Orange, Ármúla 6. Arnar
tjáir sína innri orku með litum og
hreyfingu og fer það hvernig hann
gengur gagnvart striganum, hvort
sem hann er úr lérefti eða öðru, allt-
af eftir dagsformi og ástandi síðustu
daga, eins og segir í tilkynningu.
„Ástand hans hefur verið nokkuð
stöðugt síðustu misseri.
En þótt samfélagið fái ekki að
skína í gegnum myndlistina fær
túlkun og tilfinning listamannsins
ávallt að koma í gegn, hvort sem hún
sé komin frá nær eða fjærtilfinn-
ingum listmanninum unga.
Viðfangsefni Arnars er því alltaf
lífið sjálft og hvort sem hugmyndin
sé raunveruleg eður ei er á endanum
túlkunin skilin eftir hjá áhorfand-
anum á því augnabliki,“ segir enn
fremur. Arnar er í myndlistarnámi
við Listaháskóla Íslands og er sýn-
ingin í Gallery Orange fjórða einka-
sýning hans. Sýningin verður opin
alla virka daga frá kl. 9-17. Dj Ghozt
mun leika tónlist fyrir gesti á opnun-
inni í dag.
Nafnlaus í Gallery Orange
Nafnlaus Eitt verka Arnars Birgis-
sonar í Gallery Orange.
Sýningin Brotlending eftir ljós-
myndarann Dominik Smialowski
verður opnuð í Skotinu í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur í dag kl. 14. Sýn-
ingin byggist á vísindaskáldsögu-
legum söguþræði og á henni má sjá
sviðsettar senur með flugmanni í að-
alhlutverki, týndum og örvingluðum
eftir að hafa brotlent á ókunnum
slóðum, eins og segir í tilkynningu.
Þótt hann viti að staða hans sé von-
laus leiti hann leiða til að komast aft-
ur til baka.
Myndirnar eru sagðar búa yfir
sterku myndmáli þar sem söguþráð-
urinn er skýr án þess að texti komi
við sögu og að í þeim minni margt á
kvikmyndir á borð við 2001: A Space
Odyssey eftir Stanley Kubrick og
Moon eftir Duncan Jones þar sem
einni persónu sé fylgt út í gegnum
myndina.
Smialowski er Pólverji og hefur
hlotið verðlaun í mörgum ljós-
myndasamkeppnum og vinnur sem
ljósmyndari fyrir fjölmörg ólík fyr-
irtæki.
Brotlending í Skotinu
Flugmaður Ljósmynd eftir Dominik
Smialowski á Brotlendingu.
Sviðslistahátíðin MÓTÍF verður
haldin í fyrsta sinn frá og með deg-
inum í dag til 6. júní. Sviðslista-
nemar við Listaháskóla Íslands
standa fyrir hátíðinni sem fer fram á
Sölvhólsgötu 13 og er þetta framtak
til að minnka bilið á milli skólans og
atvinnulífsins sem og að gefa nem-
endum tækifæri til að koma verkum
sínum og hugmyndum á framfæri,
skv. tilkynningu.
Af einstökum viðburðum má
nefna útskriftarverk dansara,
#PRIVATE PUSSY, sem verður
endursýnt á morgun kl. 21 vegna
fjölda áskorana. Þá verður einnig
boðið upp á skemmtidagskrá fyrir
börn og glæsilegt kaffihús verður
starfrækt meðan á sýningum stend-
ur.
Frekari upplýsingar um viðburði
og dagskrá má finna á facebooksíðu
hátíðarinnar með því að slá inn leit-
arorðin MÓTÍF Sviðslistahátíð.
MÓTÍF í fyrsta sinn
Svífandi Kynningarmynd fyrir
sviðslistahátíðina MÓTÍF.
Tomorrowland 12
Casey er venjuleg stelpa
sem finnur nælu sem leiðir
hana í framtíðarheim þar
sem gáfaðasta fólk heims
reynir að bæta framtíð
mannkyns.
Metacritic 60/100
IMDB 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 17.20,
Sambíóin Akureyri 17.30
Spy 12
Susan Cooper er hógvær
starfsmaður CIA; hún vinnur
í greiningardeildinni en er í
rauninni hugmyndasmiður-
inn á bak við hættulegustu
verkefni stofnunarinnar.
Metacritic 84/100
IMDB 7,4/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 17.25,
20.00, 22.35
Smárabíó 17.15, 20.00,
20.00, 22.40, 22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflvík 20.00
Good Kill 16
Metacritic 65/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.55
Spooks 16
Þegar hryðjuverkamaður
sleppur úr haldi við hefð-
bundna fangaflutninga geng-
ur Will Crombie til liðs við
M15-leyniþjónustuna þar sem
Harry Pearce ræður ríkjum.
IMDB 6,8/10
Smárabíó 20.00, 22.20
Háskólabíó 22.10
Hot Pursuit 12
Vanhæf lögreglukona þarf að
vernda ekkju eiturlyfjasala
fyrir glæpamönnum og
spilltum löggum.
Metacritic 49/100
IMDB 3,2/10
Sambíóin Kringlunni 18.00,
20.00
Avengers: Age of
Ultron 12
Þegar Tony Stark reynir að
endurvekja gamalt friðar-
gæsluverkefni fara hlutirnir
úrskeiðis og það er undir
Hefnendunum komið að
stöðva áætlanir hins illa Ul-
trons.
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
20.00.
Bakk Tveir æskuvinir ákveða að
bakka hringinn í kringum Ís-
land til styrktar langveikum
börnum. Bönnuð yngri en
sjö ára.
Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 17.30, 20.00,
22.10
Pitch Perfect 2 12
Stúlkurnar í sönghópnum
The Barden Bellas eru
mættar aftur.
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 7,2/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 20.00, 22.30
Borgarbíó Akureyri 22.00
Paul Blart:
Mall Cop 2 IMDB 4,0/10
Smárabíó 17.45
Child 44 16
Morgunblaðið bmnnn
IMDB 5,8/10
Sambíóin Kringlunni 22.00
Loksins heim Metacritic 48/100
IMDB 6,7/10
Smárabíó 15.30, 17.45
Ástríkur á
Goðabakka IMDB 7,0/10
Smárabíó 15.30
Fúsi 10
Fúsi er liðlega fertugur og
býr einn með móður sinni.
Líf hans er í afar föstum
skorðum og fátt kemur á
óvart.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 64/100
IMDB 7,7/10
Háskólabíó 17.30, 20.00
Bíó Paradís 18.00
Girlhood
Bíó Paradís 17.45
The New Girlfriend
Bíó Paradís 20.00, 22.15
Still Alice
Bíó Paradís 18.00, 22.00
What We Do in the
Shadows
Bíó Paradís 22.00
París norðursins
Bíó Paradís 22.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Eftir að heimurinn hefur gengið í gegn-
um mikla eyðileggingu er hið mannlega
ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi
býr Max, fámáll og fáskiptinn bardaga-
maður.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 88/100
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Mad Max: Fury Road 16
Bræðurnir Gummi og Kiddi eru sauðfjárbændur á sjötugsaldri sem
hafa ekki talast við áratugum saman.
Morgunblaðið bbbbm
Laugarásbíó 18.00
Smárabíó 15.30, 15.30,
17.45, 20.00, 22.10
Háskólabíó 17.30, 20.00,
22.10
Borgarbíó Akureyri 17.40,
20.00
Hrútar 12
VÍKKAÐU HRINGINN
Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina
í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir
áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið.
Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér
fyrir einn af áskrifendum okkar.
Allir áskrifendur Morgunblaðsins
eru með í áskriftarleiknum.
Fylgstu með þegar við drögum út
vinningshafann þann 17. júlí.
Jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníuríki og þarf
þyrluflugmaðurinn Ray að bjarga dóttur
sinni.
Metacritic 43/100
IMDB 6,7/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 18.30,
20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20
San Andreas 12