Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 3

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 3
bókasafnið 37. árg. 2013Efnisyfirlit 4 Anna María Sverrisdóttir Ritrýni og gildi hennar: staða Bókasafnsins með hliðsjón af Matskerfi opinberra háskóla. 10 Hrafn H. Malmquist Tæknivæðing þekkingar 15 Ingibjörg S. Sverrisdóttir Bókasafnalög 2012 – eitt bókasafnakerfi 18 Hrafn A. Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir Um rafbækur og bókasöfn 22 Sólveig Þorsteinsdóttir Sérfræðibókasöfn á breyttum tímum 28 Þorvaldur Bragason Landræn gögn á Íslandi: um skort á heildstæðri varðveislu- stefnu og þverfaglegu námi 32 Óli Gneisti Sóleyjarson Stafræn endurgerð texta: höfundaréttur og lýðvistun 36 Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar WikiLeaks og frelsi til upplýsinga: rannsókn á umfjöllun þriggja íslenskra fréttavefmiðla um WikiLeaks 42 Jónella Sigurjónsdóttir Skjalastjórn frá sjónarhóli almennra starfsmanna 48 Þóra Sigríður Ingólfsdóttir Flökkusögur og fúlar kellur - Þekkir þú ekki einhvern sem getur svindlað fyrir þig? 50 Dóróthea J. Siglaugsdóttir Á bókasafninu slær hjarta skólans 52 Kristján Sigurjónsson - Bækur og líf Bókahlátur 54 Kristín Indriðadóttir Minningarorð um Kristínu Gústafsdóttur 55 Einar Ólafsson Minningarorð um Önnu Torfadótur 57 Afgreiðslutími bókasafna Frá ritstjóra Nú sem áður birtist í Bókasafninu efni af margvíslegu tagi: frumsamin ljóð, almennar greinar, flökkusaga úr nútímanum, pistill um Bókasafn Tækniskólans, bókaumfjöllun sem kitlar hláturtaugarnar og að síðustu tvær greinar sem byggjast á lokaverkefnum nemenda í bókasafns- og upplýsingafræði. Önnur þeirra er byggð á BA-rannsókn á umfjöllun þriggja íslenskra fréttavefmiðla um hin umdeildu WikiLeaks samtök. Hin greinin er ritrýnd og byggist á MLIS-rannsókn þar sem greint er frá viðhorfum og þörfum almennra starfsmanna til rafrænnar skjalastjórn- unar og helstu áhrifaþætti. Þetta er í annað sinn sem ritrýnd grein af þessu tagi er birt í tímaritinu frá 2011 þegar fyrst var ákveðið að birta ritrýndar greinar í bland við aðrar. Ritnefnd ætlar að halda áfram á þeirri braut sem sú fyrri lagði grunn að og stefnir að því að efla ritrýni enn frekar með því að hvetja fólk til að senda inn meira af fræðigreinum. Í því sambandi þótti ritstjóra við hæfi að skrifa grein í þetta tölublað um fræðiskrif, ritrýni og gildi hennar fyrir Bókasafnið, fagstéttina og háskólasamfélagið. Aðrar greinar í þessu blaði taka á málefnum sem hafa verið ofarlega á baugi í upplýsingamálum síðustu misserin. Þótt viðfangsefni þeirra sé um margt ólíkt má segja að rauði þráðurinn í flestum þeirra sé upplýsingatækni og hagnýting, frelsi til upplýsinga á Netinu og opið aðgengi að vísindaefni. Má þar nefna grein um varanleg varðveislusöfn rafræns efnis eins og Rafhlöðuna og hugbúnað sem styður þau, umræðuna um mikilvægi opins aðgangs fyrir vísindasamfélagið sem stuðlar meðal annars að því að allir hafi jafnan aðgang að vísindum og þekkingu þeim að kostnaðarlausu. Mörgum er hugleikið hvernig upplýsingatækni hefur haft áhrif á starfsemi bókasafna og starfsmanna þeirra. Staða sér- fræðibókasafna er rædd með hliðsjón af tæknilegum og samfélagslegum breytingum þar sem niðurskurður hefur sett sitt mark á starfsemi þeirra eftir efnahagshrunið 2008. Þá er fróðleg grein og þörf umræða um varðveislu fyrir landfræðileg gögn og gagnaöryggi á Íslandi. Raf- bækur koma einnig við sögu, bæði í tengslum við bókasöfn og stafræna endurgerð texta. Að síðustu er ein grein um aðdraganda að endur- skoðun laga um bókasöfn í landinu, en eins og flestum er kunnugt tóku ný bókasafnalög gildi í árslok 2012. Ritnefnd hefur unnið að nokkrum breytingum í útgáfumálum Upplýsingar frá því hún hóf störf síðastliðið haust. Fregnir hóf aftur göngu sína í formi bloggsíðu og vefsíða Bókasafnsins sem er rekin af Upplýsingu var endurskoðuð og uppfærð af ritnefnd. Umsjón með vefsíðunni er nú í höndum ritnefndar, sem gefur henni aukið svigrúm til að vinna í henni þegar þörf krefur. Ábendingar um það sem má betur fara eru því vel þegnar. Jafnframt er minnt á að Bókasafnið og Fregnir eru aðgengileg á Timarit.is og á vef Upplýsingar. Fyrir hönd ritnefndar langar mig að þakka öllum þeim sem lögðu til efni í blaðið svo og ónefndum ritrýni og öðrum álitsgjöfum fyrir þeirra umsagnir. Þetta er fyrsta tölublaðið sem ég ritstýri og er það von mín að lesendur verði ánægðir að loknum lestri. Anna María Sverrisdóttir Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864-6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is Veffang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja ©Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða áskilur sér rétt til að birta og geyma efni tímaritsins Bókasafnið á rafrænu formi. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni tímaritsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritnefndar. Forsíðumynd: Stærðfræðibók eftir Sigfríði Örnu Pálmarsdóttur og myndsögubók eftir Ragnheiði Ágústu Árnadóttur. Bóklistaverkin eru búin til af nemendum á Hönnunarbraut í Tækniskólanum. Verkin eru unnin í áfanga AHL213 – Myndræn tjáning og kallast pappírsbrot sem nemendur vinna undir stjórn Önnu Snædísar Sigmarsdóttur kennara. Ljósmyndin er eftir Helga Sigurbjörnsson, 2013. Bókasafnið • 37. árgangur maí 2013 • ISSN 0257-6775 Ritnefnd: Anna María Sverrisdóttir, ritstjóri: bokasafnið.timarit@gmail.com Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri: kingunnar@gmail.com Erlendur Már Antonsson, umsjón með vef Fregna og Bókasafnsins: erlendur@landsbokasafn.is Helgi Sigurbjörnsson, umsjón með vef Fregna og Bókasafnsins: helgi.sigurbjornsson@mk.is Brynhildur Jónsdóttir: kopsson@simnet.is Ólína Rakel Þorvaldsdóttir: olina@hefkapital.is Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.