Bókasafnið - 01.05.2013, Page 4

Bókasafnið - 01.05.2013, Page 4
4   Það hefur verið til umræðu í stjórn Upplýsingar og staðið til í nokkur ár að koma á ritrýni í Bókasafninu, að minnsta kosti einhverjum hluta þess (Eva Sóley Sigurðardóttir, 2010; Sigrún Klara Hannesdóttir, 2009). Eitt af fyrstu verkefnum ritnefndar sem starfaði árin 2009-2012 undir ritstjórn Einars Ólafssonar var að móta reglur og leiðbeiningar um ritrýni, ætlaðar bæði ritrýnum og höfundum fræðigreina.1 Í kjölfarið kallaði ritnefnd eftir efni á tölvupóstlista Skruddu og Bókarinnar og bauð upp á ritrýni fræðigreina í fyrsta sinn. Ritnefnd barst ein grein sem var ritrýnd, er birtist í 35. árgangi Bókasafnsins og byggðist hún á lokaverkefni til MLIS gráðu (Steinvör Haraldsdóttir, 2010, 2011). Ritrýni (e. peer review) er þekkt innan háskólasamfélagsins þar sem síauknar kröfur eru gerðar til akademískra háskóla- manna um að skrifa greinar í ritrýnd fræðitímarit. Upphaflega var það dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, sem vakti máls á mikilvægi ritrýndra greina fyrir akademíska starfsmenn í tölvuskeyti á póstlista Bókarinnar 9. ágúst 2012. Sama dag hafði ritnefnd kallað eftir efni samkvæmt venju á Skruddu og Bókinni og boðið upp á ritrýni fræðilegra greina. Svarpóstur kom frá Jóhönnu stuttu síðar þar sem hún bað ritnefnd/rit- stjóra um að útskýra nánar hvað fælist í ritrýni Bókasafnsins og hvort hún miðaðist við stigamatskerfi opinberra háskóla. Í 1. Þær voru síðast endurskoðaðar í sept/okt. 2012 og eru aðgengilegar á vefsíðu Bókasafnsins á vefslóðinni http://upplysing.is/Default.asp? Page=446 þessari grein verður reynt að varpa ljósi á hvað felst í ritrýni og gildi hennar og hvernig ritnefnd Bókasafnsins hefur hugsað sér að vinna að eflingu hennar. Leitast verður við að svara spurningu Jóhönnu í síðari hluta greinarinnar. Ekki er víst að allir átti sig á hvað felst í ritrýni og er því við hæfi að byrja á að skýra það hugtak. Ekki er hægt að fjalla um ritrýni nema í samhengi við fræðitímarit og fræðigreinar. Þess vegna verður gerð grein fyrir helstu tegundum fræðitímarita og einkennum þeirra. Þá tekur við umfjöllun um stöðu Bóka- safnsins með hliðsjón af Matskerfi opinberra háskóla (Mats- kerfisnefnd Háskóla Íslands, 2011) og könnun sem tímaritið tók þátt í. Að lokum verður greint frá stefnu ritnefndar um rit- rýni. Ritrýni: skilgreining – tilgangur – hlutverk Í grundvallaratriðum gengur ritrýni út á að fá einn eða fleiri sérfræðinga, fræðimenn eða kennara á fræðasviði greinarhöf- undar til að fara ítarlega yfir rannsóknargrein og gera efnis- legar og faglegar athugasemdir. Slík ritrýni er notuð til að tryggja að rannsóknargrein teljist hæf til birtingar í tímariti eða öðru vísindariti. Í henni felst ákveðin gæðastjórnun (e. quality control), ferli sem fer af stað þar sem skorið er úr um hvaða efni fer í blaðið og hvað ekki (Hames, 2007; Rakel Ýr Guðmundsdóttir, 2012). Anna María Sverrisdóttir lauk BA-námi í íslensku og ensku við Háskóla Íslands 1995 og útskrifaðist með MLIS-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði við sama skóla sumarið 2011. Hún hefur unnið á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni frá 1999. Ritrýni og gildi hennar Staða Bókasafnsins með hliðsjón af Matskerfi opinberra háskóla

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.