Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 4

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 4
4   Það hefur verið til umræðu í stjórn Upplýsingar og staðið til í nokkur ár að koma á ritrýni í Bókasafninu, að minnsta kosti einhverjum hluta þess (Eva Sóley Sigurðardóttir, 2010; Sigrún Klara Hannesdóttir, 2009). Eitt af fyrstu verkefnum ritnefndar sem starfaði árin 2009-2012 undir ritstjórn Einars Ólafssonar var að móta reglur og leiðbeiningar um ritrýni, ætlaðar bæði ritrýnum og höfundum fræðigreina.1 Í kjölfarið kallaði ritnefnd eftir efni á tölvupóstlista Skruddu og Bókarinnar og bauð upp á ritrýni fræðigreina í fyrsta sinn. Ritnefnd barst ein grein sem var ritrýnd, er birtist í 35. árgangi Bókasafnsins og byggðist hún á lokaverkefni til MLIS gráðu (Steinvör Haraldsdóttir, 2010, 2011). Ritrýni (e. peer review) er þekkt innan háskólasamfélagsins þar sem síauknar kröfur eru gerðar til akademískra háskóla- manna um að skrifa greinar í ritrýnd fræðitímarit. Upphaflega var það dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, sem vakti máls á mikilvægi ritrýndra greina fyrir akademíska starfsmenn í tölvuskeyti á póstlista Bókarinnar 9. ágúst 2012. Sama dag hafði ritnefnd kallað eftir efni samkvæmt venju á Skruddu og Bókinni og boðið upp á ritrýni fræðilegra greina. Svarpóstur kom frá Jóhönnu stuttu síðar þar sem hún bað ritnefnd/rit- stjóra um að útskýra nánar hvað fælist í ritrýni Bókasafnsins og hvort hún miðaðist við stigamatskerfi opinberra háskóla. Í 1. Þær voru síðast endurskoðaðar í sept/okt. 2012 og eru aðgengilegar á vefsíðu Bókasafnsins á vefslóðinni http://upplysing.is/Default.asp? Page=446 þessari grein verður reynt að varpa ljósi á hvað felst í ritrýni og gildi hennar og hvernig ritnefnd Bókasafnsins hefur hugsað sér að vinna að eflingu hennar. Leitast verður við að svara spurningu Jóhönnu í síðari hluta greinarinnar. Ekki er víst að allir átti sig á hvað felst í ritrýni og er því við hæfi að byrja á að skýra það hugtak. Ekki er hægt að fjalla um ritrýni nema í samhengi við fræðitímarit og fræðigreinar. Þess vegna verður gerð grein fyrir helstu tegundum fræðitímarita og einkennum þeirra. Þá tekur við umfjöllun um stöðu Bóka- safnsins með hliðsjón af Matskerfi opinberra háskóla (Mats- kerfisnefnd Háskóla Íslands, 2011) og könnun sem tímaritið tók þátt í. Að lokum verður greint frá stefnu ritnefndar um rit- rýni. Ritrýni: skilgreining – tilgangur – hlutverk Í grundvallaratriðum gengur ritrýni út á að fá einn eða fleiri sérfræðinga, fræðimenn eða kennara á fræðasviði greinarhöf- undar til að fara ítarlega yfir rannsóknargrein og gera efnis- legar og faglegar athugasemdir. Slík ritrýni er notuð til að tryggja að rannsóknargrein teljist hæf til birtingar í tímariti eða öðru vísindariti. Í henni felst ákveðin gæðastjórnun (e. quality control), ferli sem fer af stað þar sem skorið er úr um hvaða efni fer í blaðið og hvað ekki (Hames, 2007; Rakel Ýr Guðmundsdóttir, 2012). Anna María Sverrisdóttir lauk BA-námi í íslensku og ensku við Háskóla Íslands 1995 og útskrifaðist með MLIS-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði við sama skóla sumarið 2011. Hún hefur unnið á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni frá 1999. Ritrýni og gildi hennar Staða Bókasafnsins með hliðsjón af Matskerfi opinberra háskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.