Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 12
12 bókasafnið 37. árg. 2013 fer stöðugt vaxandi. Meira er um að efni sé gefið út af tíma- bundnu og afmörkuðu tilefni, til dæmis vegna sérstaks átaks eða verkefnis. Þá er ekki talið útgefið stafrænt efni á vegum frjálsra félagasamtaka, einkafyrirtækja, einstaklinga né heldur rafbækur sem sífellt fjölgar. Þó svo að til sé færsla um ofan- greint smárit og tengill yfir í PDF-skrá á léni stjórnarráðsins brunnur.stjr.is er ekki víst að hann verði ávallt við lýði. Þar liggur hundurinn grafinn. Hvernig ber að tryggja varanlega varðveislu rafræns efnis? Til þess að ráða bót á þessu vanda- máli notar Rafhlaðan DSpace-hugbúnaðinn sem er hannaður einmitt í þeim tilgangi, sem varanlegt varðveislusafnskerfi. Í nóvember í 2012 kom út þriðja útgáfan af DSpace. Þá var áratugur liðinn frá því að fyrsta útgáfan leit dagsins ljós (Baudoin og Branschofsky, 2004). Tilefni þess að Tækni- háskólinn í Massachusetts (MIT) og sérfræðingar hjá Hewlett Packard, upplýsingatæknirisanum, hófu sameiginlega að þróa DSpace voru samtöl Ann J. Wolpert, yfirmanns bókasafns skólans, og starfsmanna skólans þar sem einn hafði á orði að ævistarf hans væri geymt í tölvupóstum hans (Baudoin og Branschofsky, 2004, bls. 32). Wolpert skildi strax að nauðsyn væri á að þróa stafrænt varðveislusafn sem myndi standast tímans tönn bæði með tillit til þess að breytingar væru tíðar bæði á hugbúnaði og vélbúnaði og að bókfræðileg vinna væri tíma- og mannaflsfrek. DSpace notar Dublin Core Metadata Initiative (DCMI), Library Application Profile (LAP), opinn staðal fyrir lýsigögn ætluðum verkefnum tengdum bókasöfnum.9 Dublin Core er alþjóðlegt verkefni um opna staðla fyrir stafræn lýsigögn. Í dag nota yfir 1400 varðveislusöfn stofnana DSpace- hugbúnaðinn.10 Höfundi er kunnugt um þrjá íslenska vefi sem keyra Dspace, en það eru Skemman, Rafhlaðan og Hirslan.11 Hlaðin Skemma DSpace-kerfið er einnig notað fyrir Skemmuna sem er sam- starfsverkefni íslenskra háskóla. Upphaflega var það Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi forstöðumaður upplýsingasviðs Há- skólans á Akureyri, sem fékk þá hugmynd að koma á laggirnar rafrænu varðveislusafni eftir heimsókn til Tækniháskólans í Virginíu í Bandaríkjunum (e. Virginia Tech University) haustið 2002. Fyrst stóð til að nota ETD-kerfi tækniháskólans en um þetta leyti var DSpace í örri þróun og vel af því látið og því var ákveð- ið að nota DSpace. Á tímabilinu 2006 til 2009 var Skemman hýst hjá Kennaraháskóla Íslands, sem var sameinað Háskóla Íslands sem Menntavísindasvið hans árið 2008. Í febrúar 2008 samþykkti Háskólaráð Háskóla Íslands einróma erindi um raf- ræn skil og varðveislu lokaritgerða nemenda til Landsbóka- safns Íslands - Háskólabókasafns. Sama vor tók safnið svo við hýsingu og rekstri Skemmunnar. Nú (febrúar 2013) eru hýst 13.034 verk á Skemmunni, meira en tveir þriðju þess efnis er frá Háskóla Íslands og er meiri hluti þeirra í opnum aðgangi (Áslaug Agnarsdóttir og Björn Þorgilsson, 2012). Opinn aðgangur Opinn aðgangur er í anda nútímalegra krafna um gegnsæi. Hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni hefur Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri og umsjónarmaður Skemmunnar, haft það verkefni að vinna að framgangi opins aðgangs auk þess að sitja í verkefnisstjórn Skemmunnar: Með hugtakinu „opinn aðgangur“ er átt við það að afrakst- ur vísindastarfs, sem kostaður er af opinberu fé, er aðgengi- legur öllum á veraldarvefnum. Þar er fyrst og fremst um að ræða rannsóknir sem unnar eru af fræðimönnum og sér- fræðingum, meðal annars akademískum starfsmönnum háskóla, og þeim sem hljóta styrki úr opinberum rann- sóknar- eða samkeppnissjóðum. Opinn aðgangur að vís- indalegu efni er mikið hagsmunamál allra sem stunda ein- hvers konar rannsóknir eða almenna upplýsingaleit, ekki síst háskóla- og fræðimanna. Helsti tilgangur opins að- gangs er að miðla þekkingu en höfundarréttur breytist hvorki né skerðist (Áslaug Agnarsdóttir og Björn Þorgils- son, 2012, bls. 2). Um sama leyti og Áslaug og Björn sömdu skýrsluna sem vitn- að er í hér að ofan, sumarið 2012, voru stór skref tekin víða erlendis til stuðnings við opinn aðgang.12 Í júní 2012 kom út hin svonefnda Finch-skýrsla á vegum breskra yfirvalda um það hvernig mætti auka aðgengi að rannsóknarniðurstöðum. Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að leggja ætti áherslu á opinn aðgang, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem rannsóknir væru fjármagnaðar af skattfé og að þróunin í átt að opnum aðgangi væri umfangsmikið breytingaskeið sem Bretland ætti að taka opnum örmum (Finch, o.fl., 2012, bls. 7). Aðeins þremur dögum eftir birtingu Finch-skýrslunnar samþykkti Vísinda- og tækniráð Danmerkur að skilyrða fjárveitingar til vísindarannsókna við birtingu niðurstaðna í opnum aðgangi (Ministeriet for Forskning, Innovation og Videregående Udd- annelse, 2012). Í júlí sama ár beindi framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (skammstafað ESB) því til aðildarríkja sinna að setja sér stefnu um opinn aðgang (Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, 2012). Styrkir næsta rannsóknarverk- efnis ESB, Horizon 2020, sem hleypt verður af stokkunum 2014, verða skilyrtir við birtingu rannsóknarniðurstaðna í opnum aðgangi. Í skýrslu sem Þjóðbókasafn Bretlands og SAGE útgáfurisinn unnu í sameiningu um þýðingu opins aðgangs fyrir rannsóknarbókasöfn var áætlað að hlutfall fræðigreina í opnum aðgangi myndi hækka í 15-50% á næstu tíu árum (Harris, 2012). Í Svíþjóð er rætt um að árið 2013 verði 9. Sjá http://dublincore.org/documents/library-application-profile/ 10. Sjá http://www.dspace.org/whos-using-dspace 11. Sjá http://www.skemman.is, http://www.rafhladan.is og http://www.hirsla.lsh.is/lsh/. 12. Sjá t.d. https://www.openaire.eu/ á vegum ESB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.