Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 13
13
bókasafnið 37. árg. 2013
ef til vill árið sem hætt verði að spyrja hvers vegna taka ætti
upp stefnu um opinn aðgang og þess í stað byrjað að velta því
fyrir sér hvernig megi framkvæma hana (Kronman, 2012).
Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti opins aðgangs. Meðal
þeirra er Harald von Hielmcrone hjá Ríkis- og háskólabóka-
safni Danmerkur sem telur viðskiptamódel opins aðgangs
ekki ganga upp, enda sé það í raun kostnaðarsamara fyrir
samfélagið en núverandi kerfi.
Opinn aðgangur á Íslandi
Í stefnu Vísinda- og tækniráðs Íslands 2010-2012 er sérstakur
kafli um mikilvægi opins aðgangs þar sem lögð er áhersla á
gott aðgengi og skilvirka nýtingu á rannsóknum sem hljóta
opinbera styrki. Í henni er einnig hvatt til almennrar vitundar-
vakningar innan vísinda- og nýsköpunarsamfélagins um mik-
ilvægi opins aðgangs að rannsóknarniðurstöðum (Forsætis-
ráðuneytið, 2009, bls. 18).
Í maí 2011 var stefna Háskólans á Bifröst um opinn aðgang
samþykkt til þriggja ára. Samkvæmt henni skulu starfsmenn
skólans birta vinnu sína í opnum aðgangi.13 Á vegum háskól-
ans kemur þegar út Tímarit um félagsvísindi í opnum aðgangi.
Hinn 12. september 2012 undirritaði Ingibjörg Steinunn
Sverrisdóttir landsbókavörður, Berlínaryfirlýsinguna um op-
inn aðgang fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabóka-
safns, sem bættist þar með í hóp rúmlega 400 æðri mennta-
stofnana víðsvegar að sem hafa skrifað undir. Frá og með
janúar 2013 tók gildi stefna Rannsóknarmiðstöðvar Íslands
(Rannís) um opinn aðgang að rannsóknarverkefnum sem
stofnunin styrkir.14
Í lok árs 2012 voru lög nr. 149/2012 um breytingu á lögum
um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sett,
en í málsl. e. 10. gr. segir:
Niðurstöður rannsókna, sem kostaðar eru með styrkjum úr
sjóðum er falla undir lög þessi, skulu birtar í opnum að-
gangi og vera öllum tiltækar nema um annað sé samið.
Styrkþegar skulu í öllum ritsmíðum sínum um niðurstöður
rannsókna geta um þátt sjóðanna í viðkomandi verki.
Höfundi þessarar greinar er kunnugt um að unnið sé að því
innan Háskóla Íslands að móta opinbera stefnu um opinn að-
gang en að drög að slíkri stefnu hafi mætt nokkurri mótstöðu,
meðal annars vegna höfundarréttarmála. Slíkt er þó í mörgum
tilfellum á misskilningi byggt enda snýst opinn aðgangur ekki
um opin afnot.
Litið til framtíðar
Titill þessarar greinar er tæknivæðing þekkingar, en hér í lok
hennar hefur umfjöllunin beinst að opnum aðgangi. Það að
deila rannsóknarniðurstöðum og gögnum með opnum hætti
þarf á engan hátt að skemma fyrir hagsmunum rannsakenda,
hvorki í fræðilegu né viðskiptalegu tilliti. Óútskýrð hækkun
áskriftargjalda vísinda- og fræðitímarita undanfarin ár og ára-
tugi er talin ein helsta orsök þróunar opins aðgangs.15 Höf-
undur þessarar greinar telur þá túlkun vera of þrönga nauð-
hyggjutúlkun. Líklegra er að opinn aðgangur sé einnig eðlileg
og rökrétt afleiðing hás tæknistigs á sviði upplýsingatækni.
Gerðar hafa verið tilraunir með að kenna börnum á grunn-
skólaaldri forritun. Það er vel því tölva er verkfæri, og rétt eins
og að læra að beita hamri er nauðsynlegt þeim sem vilja
smíða, er grunnþekking á virkni forrita nauðsynleg hverjum
þeim sem vill fóta sig af öryggi í heimi upplýsinganna á 21.
öldinni. Hvað myndu þessi börn sýsla?
Gagnagnóttin, hið gífurlega framboð af gögnum mun hafa
það í för með sér að smíðuð verða verkfæri (forrit), til þess að
greina þessi gögn. DSpace-kerfið býður í dag upp á varðveislu
gagnanna og skráningu til framtíðar. Ekki er erfitt að sjá fyrir
sér viðbætur við DSpace sem leyfa umfangsmikla gagna-
vinnslu (e. data mining). Líklegt er að slíkar viðbætur verði
framkvæmanlegar ef gögnin eru þegar geymd með skipu-
legum hætti samkvæmt opnum staðli (DCMI-LAP).
Abstract:
The technological development of knowledge
Rapid progress in the field of information technology has re-
volutionised society at large. Consequently, many indicators
suggest that the field of library and information science is set
on a pathway converging with that of computer programm-
ing. In this paper some of the computer systems in use at the
National and University Library of Iceland and elsewhere are
introduced. In parallel with this technological development
we are witnessing a growing movement around Open Access
(OA). Leading institutions worldwide are embracing OA. In
this paper it is argued moreover that these two distinct, deve-
lopments are closely related and in fact mutually reinforce
each other.
Heimildir
Áslaug Agnarsdóttir og Björn Þorgilsson. (2012). Skemman og Opinn að-
gangur: Skýrsla um skil nemenda við Háskóla Íslands í Skemmuna vetur-
inn 2010-2011 og hlutfall ritgerða í opnum aðgangi. Sótt af http://hdl.
handle.net/1946/12628
Baudoin, P. og Branschofsky, M. (2004). Implementing an Institutional
Repository: The DSpace Experience at MIT. Science & Technology
Libraries. 24 ( 1/2), 31-45. Sótt af http://hdl.handle.net/1721.1/26699
Boyd, Dana og Crawford, Kate. (2011). Six Provocations for Big Data.
Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu: „A Decade in Internet Time: Symposium
on the Dynamics of the Internet and Society” 21. september 2011.
Sótt af http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=1926431
Davis, E. (2004). TechGnosis: Myth, Magic & Mysticism in the Age of Inform-
ation. London: Five Star.
13. Sjá http://www.bifrost.is/islenska/um-haskolann/stefna-og-hlutverk/opinn-adgangur/
14. Sjá http://www.rannis.is/sjodir/opinn-adgangur/
15. Sjá http://www.costofknowledge.com