Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 13
13 bókasafnið 37. árg. 2013 ef til vill árið sem hætt verði að spyrja hvers vegna taka ætti upp stefnu um opinn aðgang og þess í stað byrjað að velta því fyrir sér hvernig megi framkvæma hana (Kronman, 2012). Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti opins aðgangs. Meðal þeirra er Harald von Hielmcrone hjá Ríkis- og háskólabóka- safni Danmerkur sem telur viðskiptamódel opins aðgangs ekki ganga upp, enda sé það í raun kostnaðarsamara fyrir samfélagið en núverandi kerfi. Opinn aðgangur á Íslandi Í stefnu Vísinda- og tækniráðs Íslands 2010-2012 er sérstakur kafli um mikilvægi opins aðgangs þar sem lögð er áhersla á gott aðgengi og skilvirka nýtingu á rannsóknum sem hljóta opinbera styrki. Í henni er einnig hvatt til almennrar vitundar- vakningar innan vísinda- og nýsköpunarsamfélagins um mik- ilvægi opins aðgangs að rannsóknarniðurstöðum (Forsætis- ráðuneytið, 2009, bls. 18). Í maí 2011 var stefna Háskólans á Bifröst um opinn aðgang samþykkt til þriggja ára. Samkvæmt henni skulu starfsmenn skólans birta vinnu sína í opnum aðgangi.13 Á vegum háskól- ans kemur þegar út Tímarit um félagsvísindi í opnum aðgangi. Hinn 12. september 2012 undirritaði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Berlínaryfirlýsinguna um op- inn aðgang fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabóka- safns, sem bættist þar með í hóp rúmlega 400 æðri mennta- stofnana víðsvegar að sem hafa skrifað undir. Frá og með janúar 2013 tók gildi stefna Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís) um opinn aðgang að rannsóknarverkefnum sem stofnunin styrkir.14 Í lok árs 2012 voru lög nr. 149/2012 um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sett, en í málsl. e. 10. gr. segir: Niðurstöður rannsókna, sem kostaðar eru með styrkjum úr sjóðum er falla undir lög þessi, skulu birtar í opnum að- gangi og vera öllum tiltækar nema um annað sé samið. Styrkþegar skulu í öllum ritsmíðum sínum um niðurstöður rannsókna geta um þátt sjóðanna í viðkomandi verki. Höfundi þessarar greinar er kunnugt um að unnið sé að því innan Háskóla Íslands að móta opinbera stefnu um opinn að- gang en að drög að slíkri stefnu hafi mætt nokkurri mótstöðu, meðal annars vegna höfundarréttarmála. Slíkt er þó í mörgum tilfellum á misskilningi byggt enda snýst opinn aðgangur ekki um opin afnot. Litið til framtíðar Titill þessarar greinar er tæknivæðing þekkingar, en hér í lok hennar hefur umfjöllunin beinst að opnum aðgangi. Það að deila rannsóknarniðurstöðum og gögnum með opnum hætti þarf á engan hátt að skemma fyrir hagsmunum rannsakenda, hvorki í fræðilegu né viðskiptalegu tilliti. Óútskýrð hækkun áskriftargjalda vísinda- og fræðitímarita undanfarin ár og ára- tugi er talin ein helsta orsök þróunar opins aðgangs.15 Höf- undur þessarar greinar telur þá túlkun vera of þrönga nauð- hyggjutúlkun. Líklegra er að opinn aðgangur sé einnig eðlileg og rökrétt afleiðing hás tæknistigs á sviði upplýsingatækni. Gerðar hafa verið tilraunir með að kenna börnum á grunn- skólaaldri forritun. Það er vel því tölva er verkfæri, og rétt eins og að læra að beita hamri er nauðsynlegt þeim sem vilja smíða, er grunnþekking á virkni forrita nauðsynleg hverjum þeim sem vill fóta sig af öryggi í heimi upplýsinganna á 21. öldinni. Hvað myndu þessi börn sýsla? Gagnagnóttin, hið gífurlega framboð af gögnum mun hafa það í för með sér að smíðuð verða verkfæri (forrit), til þess að greina þessi gögn. DSpace-kerfið býður í dag upp á varðveislu gagnanna og skráningu til framtíðar. Ekki er erfitt að sjá fyrir sér viðbætur við DSpace sem leyfa umfangsmikla gagna- vinnslu (e. data mining). Líklegt er að slíkar viðbætur verði framkvæmanlegar ef gögnin eru þegar geymd með skipu- legum hætti samkvæmt opnum staðli (DCMI-LAP). Abstract: The technological development of knowledge Rapid progress in the field of information technology has re- volutionised society at large. Consequently, many indicators suggest that the field of library and information science is set on a pathway converging with that of computer programm- ing. In this paper some of the computer systems in use at the National and University Library of Iceland and elsewhere are introduced. In parallel with this technological development we are witnessing a growing movement around Open Access (OA). Leading institutions worldwide are embracing OA. In this paper it is argued moreover that these two distinct, deve- lopments are closely related and in fact mutually reinforce each other. Heimildir Áslaug Agnarsdóttir og Björn Þorgilsson. (2012). Skemman og Opinn að- gangur: Skýrsla um skil nemenda við Háskóla Íslands í Skemmuna vetur- inn 2010-2011 og hlutfall ritgerða í opnum aðgangi. Sótt af http://hdl. handle.net/1946/12628 Baudoin, P. og Branschofsky, M. (2004). Implementing an Institutional Repository: The DSpace Experience at MIT. Science & Technology Libraries. 24 ( 1/2), 31-45. Sótt af http://hdl.handle.net/1721.1/26699 Boyd, Dana og Crawford, Kate. (2011). Six Provocations for Big Data. Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu: „A Decade in Internet Time: Symposium on the Dynamics of the Internet and Society” 21. september 2011. Sótt af http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=1926431 Davis, E. (2004). TechGnosis: Myth, Magic & Mysticism in the Age of Inform- ation. London: Five Star. 13. Sjá http://www.bifrost.is/islenska/um-haskolann/stefna-og-hlutverk/opinn-adgangur/ 14. Sjá http://www.rannis.is/sjodir/opinn-adgangur/ 15. Sjá http://www.costofknowledge.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.