Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 28

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 28
28   Varðveislustefnu vantar fyrir landræn (landfræðileg) gögn á Íslandi. Safnageirinn og landupplýsingageirinn hafa haft lítil tengsl sín á milli og samþætting á námi þessara fagsviða á há- skólastigi hefur ekki komist á. Innan íslenskra safna virðist takmörkuð reynsla í meðferð flestra tegunda landrænna gagna annarra en hefðbundinna korta og innan landupplýs- ingageirans virðist ríkja almennt áhugaleysi á lýsigagnaskrán- ingu og grundvallargildum safnastarfs. Móta þarf stefnu og setja markmið sem tryggja gagnaöryggi og varðveislu land- rænna gagna á landsvísu um leið og veita þarf opnari aðgang að upplýsingum um gögnin á Netinu. Opinber varðveislu- stefna á þessu sviði þarf að ná yfir öll landræn gögn, hvers eðlis sem þau eru og hvar sem þau eru geymd. Þverfaglegt háskólanám til að mennta sérfræðinga sem þekkja bæði vel til safnamála og landupplýsingamála er lykilatriði til að breyta núverandi ástandi. Um landræn gögn og lýsigögn Landræn gögn gefa upplýsingar um staði eða svæði á yfir- borði jarðar og felst sérstaða gagnanna meðal annars í því að sýna má staðsetningu með staðsetningarhnitum, en það gef- ur meðal annars möguleika á leit eftir landfræðilegri legu. Landrænum gögnum má skipta í fjóra meginflokka: korta- gögn, fjarkönnunargögn (loftmyndir og gervitunglagögn), staðtengd rannsóknagögn og landræn stjórnsýslugögn, sem skiptast síðan annars vegar í gögn á hefðbundnu formi (papp- ír og filmur) og hins vegar stafræn gögn (Walford, N., 2002). Flestir þeirra sem vinna með landræn gögn fást við afmark- aða gagnaflokka. Hver flokkur er í raun mjög sértækur heimur og þeir sem vinna innan hans eru sjaldan að hugsa heildrænt um mál allra gerða og forma landrænna gagna. Því getur mikilvægt efni auðveldlega farið forgörðum af því að enginn einn aðili var sérstaklega að hugsa um samhæfingu á lands- vísu. Við skipulagningu varðveisluverkefna er mikilvægt að huga að heildarmyndinni þannig að skráningarferlið nýtist bæði vegna miðlunar á Netinu og vegna varðveislunnar. Þar er skráning lýsigagna lykilatriðið. Mynd 1. Varðveisla og vefaðgengi landrænna gagna byggist á góðri lýsigagnaskráningu. Þorvaldur Bragason er landfræðingur með meistarapróf frá Háskóla Íslands 2007 á sviði landrænnar upplýsingafræði. Hann starfaði til ársins 2005 eða í aldarfjórðung hjá Landmælingum Íslands, lengst af sem deildarstjóri fjarkönnunardeildar, en var síðasta áratuginn forstöðumaður upplýsinga- og markaðssviðs stofnunarinnar. Hann er nú verkefnisstjóri gagnamála hjá Orkustofnun. Landræn gögn á Íslandi Um skort á heildstæðri varðveislustefnu og þverfaglegu námi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.