Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 33
33
bókasafnið 37. árg. 2013
Þau verk sem ég ræði um eru því ekki munaðarlaus í þeim
skilningi að enginn eigi réttinn á þeim heldur frekar að enginn
fari með forsjá þeirra. Erfingjar vita jafnvel ekki einu sinni af
þeim. Þannig geta verk orðið föst í limbói höfundaréttar.
Í bók sinni Ást er þjófnaður sem fjallar um höfundarétt
nefnir Eiríkur Örn Norðdahl (2011) töluna 92% sem fjölda
munaðarlausra verka. Hann segir líka, og ég tek heilshugar
undir með honum:
Þessar bækur, sem enginn kærir sig um, ætti að vera hægt
að gefa út ókeypis – eða fyrir sama og ekki neitt – en þær
koma ekki út vegna þess [að] ímyndaðir (frekar en raun-
verulegir) fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Þegar um er
að ræða raunverulega fjárhagslega hagsmuni snýst þetta
síðan yfirleitt annars vegar um tittlingaskít og hins vegar
um fáránlegar upphæðir. Meðal þess sem að baki liggur
er spurningin um hvort að nýr útgefandi öðlist þá sjálf-
krafa höfundarrétt á munaðarlausu verkinu við útgáfu
– endaleysa, vitleysa, þvæla, jájá, en svona er heimurinn
samt. (bls. 102-103).
Sæmdarréttur og aðlögun stafræns texta
Þeir sem vinna að stafræningu (nýyrði sem ég heyrði fyrst frá
Erni Hrafnkelssyni sviðsstjóra varðveislu og stafrænnar endur-
gerðar hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni) texta
þurfa líka að líta til sæmdarréttarákvæðis (2. mgr. 4. gr.) höf-
undalaga nr. 73/1972, sem ólíkt útgáfuréttinum rennur aldrei
út (53. gr.). Ef sá sem stundar stafræningu breytir höfundasér-
kennum eða brýtur gegn höfundaheiðri má ráðherra krefjast
málshöfðunar ef þessi brot ganga gegn „almennri menn-
ingarvernd“. Sá sem vill til dæmis aðlaga texta stafsetningu
eða málfari samtíma síns þarf því að spyrja sig hvort það brjóti
gegn höfundaheiðri eða sérkennum. Við vitum til dæmis að
stafsetning Halldórs Laxness er höfundasérkenni en hvað með
aðra höfunda? Þetta er erfitt að meta og þarf að athuga vel.
Reyndar er uppruni hins ótímabundna sæmdarréttar tengdur
nóbelsskáldinu órjúfanlegum böndum.
Árið 1941 fréttist að Halldór Laxness og Ragnar í Smára
ætluðu að gefa út Íslendingasögur með samtímastafsetningu.
Jónas frá Hriflu (1941) brást hart við þeim fréttum með grein
sinni „Fornbókmenntirnar í svaðið“ í Tímanum þar sem hann
ræddi um væntanlega útgáfu og lagasetningu:
Væntanlega sér Alþingi það, sem nú kemur saman, sóma
sinn í því að verja fornbókmenntir þjóðarinnar, með því
að gera það að skilyrði, að stór fjármunaleg viðurlög, ef
ekki þrælkunarvinna, liggi við því að gefa út fornrit þjóð-
arinnar, nema með heimild stjórnarráðsins (bls. 402).
Jónas náði sínu fram og á Alþingi voru samþykkt lög nr.
127/1941, sem kváðu annars vegar á um rétt ríkisins til þess að
stjórna hverjir mættu gefa út bókmenntaverk frá því fyrir árið
1400 og hins vegar um að sæmdarréttur höfunda yrði gerður
eilífur þannig að ekki mátti breyta texta „ef svo er háttað, að
menning eða tunga þjóðarinnar bíði tjón af. Eigi má heldur
sleppa kafla úr riti nema þess sé greinilega getið í útgáfunni”.
Reyndar var refsingin ekki jafn harkaleg og sú sem Jónas hafði
stungið upp á í grein sinni (Haraldur Guðnason, 1979).
Ragnar og Halldór héldu sínu striki og í formála sínum að
Hrafnkelssögu Freysgoða (1942) svarar Halldór Laxness Jónasi:
Hrafnkatla er hér með örfáum undantekningum prentuð
samkv. hinni sígildu útgáfu Konráðs Gíslasonar Kaup-
mannahöfn 1847, og færð til lögboðinnar stafsetningar
íslenska ríkisins í sérstakri minningu um stjórnarskrár-
brot það sem þjóðfífli íslendinga tókst að fá Alþingi til að
drýgja í fyrra með setningu skoplaga þeirra gegn prent-
frelsi á Íslandi þar sem íslendingum var gert að skyldu að
nota danska 19. aldar stafsetningu kennda við Wimmer á
íslenskum fornritum.
Eftir útgáfu Hrafnkötlu var höfðað mál á hendur þeim félög-
unum ásamt prentaranum Stefáni Ögmundssyni. Eftir að
hafa verið dæmdir sekir í lögreglurétti var sýknað í Hæstarétti
(Hrd. 1943, bls. 237 (118/1942)). Í fyrsta lagi töldust lögin um
einkarétt ríkisins til að stjórna útgáfu fornbókamennta brjóta
gegn prentfrelsi og í öðru lagi taldist breytingin sem gerð var
á sögunni (þ.m.t. stafsetningu) ekki hafa verið þess eðlis að
hún bryti gegn fyrrnefndu ákvæði. Raunar skilaði einn dóm-
ari, Gissur Bergsteinsson, sératkvæði og taldi að einkaréttar-
ákvæðið bryti ekki gegn prentfrelsi og vildi því dæma þre-
menningana seka samkvæmt því. Rétt er að hafa í huga, eins
og Einar Arnórsson (1953) benti á í umfjöllun sinni um málið,
að dómurinn nefndi hvergi að greinin um sæmdarrétt og höft
við breytingu á texta gengu gegn þágildandi ákvæðum um
prentfrelsi í stjórnarskrá. Dómurinn úrskurðaði þvert á móti
að útgáfan hefði ekki brotið gegn þeirri lagagrein þó hún hafi
upprunalega átt að koma í veg fyrir þessa útgáfu.
Sú klausa sem í dag er um menningarvernd er augljóslega
nátengd því máli sem hér hefur verið reifað. Með vísan í þetta
dómafordæmi verður því ekki séð að einföld aðlögun á staf-
setningu til nútímamáls geti talist brot á lögum. Heimildin til
málshöfðunar sem er bundin ráðherra en ekki afkomendum,
eins og réttindi sem fyrnast 70 árum eftir dauða höfundar er
einnig mjög þröng (Páll Sigurðsson, 1994).
Frumleiki og sjálfstæði verks
Það er annað mál frá fimmta áratug síðustu aldar sem upplýsir
okkur aðeins um eðli höfundaréttar. Þar fór Guðni Jónsson
fram á greiðslur vegna endurútgáfu Bókaverzlunar Sigurðar
Kristjánssonar á fornritum sem hann hafði búið til prentunar.
Dómurinn (Hrd. 1950, bls. 353 (124/1947)), sem Páll Sigurðs-
son (1994) telur hafa fullt fordæmisgildi, gefur okkur viðmið
til þess að meta vernd höfundalaga á útgáfum á verkum utan
höfundalaga. Samkvæmt dómnum voru textar meginmáls að
mestu byggðir á fyrri útgáfum en Guðni hafði þó prófarkalesið
þær. Guðni taldist ekki eiga tilkall til þess texta. Nafnaskrár
töldust ekki vera sjálfstæð og frumleg verk og því ekki varðar
með höfundalögum. Hið sama átti við um vísnaskýringar. Í
fyrsta lagi vegna þess að þær voru oftast byggðar á eldri skýr-
ingum, í öðru lagi vegna þess að þær sem Guðni hafði sjálfur
samið töldust vera í svo nánum tengslum við meginmálið og