Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 48

Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 48
48   Lánþegi nokkur hringdi á Hljóðbókasafnið á dögunum og sagði skrýtna sögu. Hún sagði að kunningjakona hefði hringt og beðið hana um að panta hljóðbók fyrir sig í gegnum lán- þegaskírteini hennar á Hljóðbókasafninu. Lánþegi þessi hlustar mikið á hljóðbækur enda mjög sjónskertur og heyrir eftirfarandi setningu í hvert sinn sem hún setur hljóðbók í tækið: „Þessi hljóðbók er eign Hljóðbókasafns Íslands og er eingöngu ætluð lánþegum safnsins, henni má ekki dreifa til annarra“ og er því kannski ekki skrýtið að hún tók mjög treg- lega í beiðni kunningjakonunar, sem móðgaðist dálítið. Lán- þeganum lék forvitni á að vita hvernig kunningjakonunni hefði dottið í hug að biðja um þvílíkt og annað eins og fékk það svar að henni hefði verið ráðlagt að gera það af starfs- manni bókasafns í borginni. „Þessi hljóðbók er ekki til hjá okkur en hún er til á Hljóðbókasafninu, þekkir þú ekki ein- hvern sem er lánþegi þar og getur tekið hana fyrir þig?“ Lán- þeganum brá við að heyra hvaðan hugmyndin kom og ákvað að láta Hljóðbókasafnið vita. Það gefur að skilja að starfsfólki safnsins var verulega brugðið við þetta og ræddi þetta sín á milli. Það var sammála um að þetta væri svipað og að segja við lánþega: „Ég veit að þessi bók er til á bókasafni Kópavogs, geturðu ekki bara farið og stolið henni þar?“ Fúlar kellur sem vilja ekki lána öllum Nú er það svo að Hljóðbókasafn Íslands starfar samkvæmt lögum og það er mikilvægt þótt það hljómi kannski ekki spennandi. Safnið og í raun allir mega samkvæmt 19. grein höfundalaga gera hljóðrit af bókum án þess að tala við kóng eða prest svo framarlega sem þetta er gert fyrir blinda, sjón- skerta eða aðra þá sem vegna fötlunar geta ekki lesið prentað letur. Safnið greiðir höfundum og þýðendum ákveðna upp- hæð fyrir hverja bók sem er lesin, svokallaðar bætur, en höf- undar fá engu um það ráðið hvort bækur þeirra eru lesnar eða ekki. Samkvæmt sömu grein má eingöngu lána þessi hljóðrit til þeirra sem sannanlega þurfa á þeim að halda og enginn fjárhagslegur tilgangur má búa að baki. Með þessu er verið að reyna að jafna rétt fatlaðs fólks til aðgengis. Lánþegar safnsins skila inn vottorði um sjónskerðingu, alvarlega lesblindu eða líkamlegar hamlanir sem koma í veg fyrir að þeir geti til dæm- is haldið á bók. Þetta er fólk sem getur ekki farið á venjulegt bókasafn og náð sér í bók til að lesa, þetta fólk getur ekki farið inn í bókabúð og keypt hvaða bók sem er og lesið sér til ánægju. Þetta fólk getur hlustað og Hljóðbókasafnið er eina bókasafnið á landinu sem getur komið til móts við þarfir þess sem einhverju nemur. Starfsfólk safnsins vinnur afar þakklátt starf, það er of langt mál að lýsa þeim þakklætisvottum sem borist hafa safninu en þó má nefna að lánþegar hafa arfleitt safnið að öllum eigum sínum eftir sinn dag. Það segir mikið. Stöku sinnum hefur það gerst að starfsfólk Hljóðbókasafns- ins hefur orðið fyrir hálfgerðu aðkasti og fengið að heyra að þar séu bara fúlar kellingar sem vilji ekki lána hljóðbækur til allra, svona rétt eins og það sé persónuleg ákvörðun þeirra. Því miður hefur borið á slíku viðhorfi frá starfsmönnum al- menningsbókasafna. Sem betur fer gerist það ekki oft og auðvitað eru slík viðhorf einfaldlega byggð á vanþekkingu. Ef einhverjum finnst ósanngjarnt að Hljóðbókasafnið sé ekki opið öllum finnst hinum sömu þá ef til vill líka að allir ættu að fá að nota hjólastólalyftuna upp á næstu hæð, allir ættu að mega leggja í stæði fyrir fatlaða, allir ættu að eiga rétt á að fá hvítan staf eða heyrnartæki? Þóra Sigríður Ingólfsdóttir hefur stýrt Hljóðbókasafni Íslands frá árinu 2007. Hún er með MA-gráðu í almennum bókmenntum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Kaupmannahöfn. Jafnframt hefur hún lokið diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri. Þóra starfaði áður við bókaútgáfu, ritstjórn og þýðingar og hefur setið í fjölmörgum dómnefndum vegna bókmenntaviðurkenninga í gegnum tíðina. Flökkusögur og fúlar kellur - Þekkir þú ekki einhvern sem getur svindlað fyrir þig?

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.