Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 55

Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 55
55 bókasafnið 37. árg. 2013 Anna Torfadóttir var fædd í Reykjavík 25. janúar 1949. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og almennri bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1976 og meistaragráðu í stjórnun frá Uni- versity of Wales, Aberystwyth, árið 1995. Fyrstu tvö árin eftir að hún lauk prófi í bókasafnsfræði starfaði hún á Amtsbóka- safninu á Akureyri. Í viðtali sem birtist við hana í Bókasafninu vorið 2012 sagði hún: „Það var mikil gæfa fyrir mig að lenda einmitt þar, sannkallað háskólanám, því Amtsbókasafnið var og er blanda af rannsóknarbókasafni og almenningsbóka- safni“. Í nóvember 1978 hóf Anna störf í Bústaðasafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur en tók svo 1. júní 1979 við stöðu deild- arstjóra í aðalsafni, sem þá var í Þingholtsstræti 29a. Í fyrr- nefndu viðtali lýsti hún því hvernig tímarnir voru að breytast. Ungir bókasafnsfræðingar voru að taka við grónum stofnun- um, í Bústaðasafni var mikil gróska, starfsmenn í yngri kant- inum og útibússtjórar höfðu verið þrír ungir bókasafnsfræð- ingar. Í aðalsafni var allt í fastari skorðum, „þannig að það var erfi tt fyrir mig að koma inn, rétt orðin þrítug, og fara að hrófl a við“, segir hún í viðtalinu. Eftir á að hyggja, sagði hún, var þetta „ef til vill erfi ðasta árið á mínum vinnuferli“. En ung kona var þá orðin borgarbókavörður, Elfa-Björk Gunnars- dóttir, og hjá henni fékk Anna góðan stuðning. Það má segja að húsnæðismálin hafi löngum staðið þróun Borgarbókasafns fyrir þrifum, ekki síst í fallega húsinu við Þingholtsstræti þar sem aðalsafnið var til húsa. Þegar skriður komst á málið um miðjan tíunda áratuginn kom það í hlut Önnu að hafa umsjón með því ásamt þáverandi borgarbóka- verði Þórdísi Þorvaldsdóttur. Anna tók svo við starfi borgar- bókavarðar í ársbyrjun 1998 en þá var hafi n vinna við að breyta húsinu að Tryggvagötu 15, sem fékk nafnið Grófarhús, í bókasafn í sambýli við Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Þar lagði hún áherslu á að saman færi hentug útfærsla og fallegt útlit. Hún var ákafl ega stolt af listaverkun- um sem fl éttað var inn í innréttingarnar á fyrstu hæð hússins. „Ég hef alltaf talið að myndlist eigi að vera sem víðast í um- hverfi nu“ sagði hún. Og í samræmi við það hafði hún frum- kvæði að því að listamenn voru fengnir til að skreyta nýja bókabílinn sem var tekinn í notkun árið 2001 og sögubílinn Æringja sem rann af stað árið 2007. Og útlán á listaverkum hófust í Artótekinu sem tók til starfa árið 2004. Reykjavík varð ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Anna sýndi því verkefni mikinn áhuga og eitt afsprengi þess sem enn lifi r er bókmenntavefur Borgarbókasafns, bok- menntir.is, „ein af skrautfj öðrunum okkar“ eins og Anna orð- aði það sjálf. Og Borgarbókasafn tók mikinn þátt í metnaðar- fullu umsóknarferli sem leiddi til þess að Reykjavík var út- nefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011. „Ég hef stundum sagt að almenningsbókasafn væri starfs- mennirnir, safnkosturinn og húsnæðið eða rýmið í þessari röð“ sagði Anna í áðurnefndu viðtali. Og átti reyndar ekki bara við rýmið innan veggja bókasafnsins, „við lítum æ meir á alla borgina sem almenningsrými þar sem Borgarbókasafn er mótandi og tekur þátt“. Og undir hennar stjórn fór Borgar- bókasafnið í útrás, fyrirmyndarútrás ef svo má segja, sögubíll- inn Æringi geysist nú um alla borg, starfsmenn bókasafnsins leiða fólk í bókmenntagöngur um stræti borgarinnar, inn í kirkjugarða og krár og í skólum og leikskólum hófust menn- ingarmót á vegum bókasafnins. Inni á söfnunum er barna- starf, ritsmiðjur, fj ölskyldumorgnar, leshringir, prjónaklúbbar, söguhringir kvenna og svo mætti áfram telja, sumt með gamlar rætur svo sem barnastarfi ð, annað nýtt. Anna hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, laus við yfi rborðsmennsku. Hún var stjórnsöm en um leið var henni lagið að láta starfs- fólkið hafa frumkvæði, þannig að uppbygging og þróun Borgarbókasafns að undanförnu og æ fj ölbreyttari starfsemi þess var ekki bara hennar verk, þetta var og er verk okkar allra starfsmanna safnsins. Og svo er Borgarbókasafnið ekki bara eitt safn með útibúum heldur samanstendur það af sex söfn- um, það er í senn bókasafn og bókasöfn sem felur í sér jafnt samræmi sem fj ölbreytni. Minning Anna Torfadóttir 1949-2012  

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.