Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 56

Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 56
56 bókasafnið 37. árg. 2013 En það voru ekki bara húsnæðimálin, sem Anna fékk í fang- ið sem deildarstjóri og síðan borgarbókavörður, heldur einnig tæknimálin, tölvuvæðingin. Þar var Anna í fararbroddi. Hún sat í stjórn Landskerfi s bókasafna frá 2002 til haustsins 2012 og beitti sér mjög fyrir því að bókasöfn landsins tækju í notkun eitt sameiginlegt bókasafnskerfi , Gegni. Einnig sat hún í stjórn Landsaðgangsins hvar.is sem er ekki síður merkilegt verkefni á sviði upplýsingafræða. Þegar tækifæri bauðst til að fara í meistaranám í fj arnámi skráði Anna sig til náms við Háskólann í Aberystwyth í Wales og þaðan lauk hún prófi í stjórnun 1995. Ritgerð hennar fj allaði um ákvarðanatöku og hvernig nýta má upplýsingar til að undirbyggja ákvarðanir. Anna tók virkan þátt í félags- og fræðslustarfi stéttarinnar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Bókavarðafélag Íslands og Félag bókasafnsfræðinga og síðar í sameinuðu félagi, Upplýsingu, en þar var hún gerð að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins vorið 2012. Um árabil sinnti hún kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Ís- lands og átti sæti í ýmsum nefndum og starfshópum varðandi starfsemi og þróun á vettvangi bókasafns- og upplýsinga- fræða. Hún sat í stjórn Landsbókasafns Íslands - Háskólabóka- safns 1997 til 1998 og var varamaður í stjórn safnsins um árabil. Sem borgarbókavörður hafði Anna mikil tengsl við almenn- ingsbókasöfn erlendis, einkum á Norðurlöndum, og fylgdist vel með þróun og nýjungum í starfsemi þeirra. Á árunum 2010 til 2012 tók Borgarbókasafnið ásamt Amtsbókasafninu á Akur- eyri og Bókasafni Kópavogs þátt í samstarfsverkefni bókasafna á öllum Norðurlöndum sem kallað var Next Library eða Nordic Camps, verkefni sem að mörgu leyti var í anda Önnu, djarft og lífl egt hugarfl æði. Þetta var liður í hugmyndavinnu um þróun almenningsbókasafnanna til framtíðar. Það er nærtækt að líta á hinar öru tæknibreytingar við framsetningu lesefnis, svo sem rafbókavæðinguna, sem ógn við bókasöfnin. En þegar bóka- safnið er orðið að lifandi upplýsinga- og menningarmiðstöð býr það ekki við þá ógn. Á þeirri vegferð skildi Anna við Borgar- bókasafn Reykjavíkur. Anna var í fararbroddi á vegferð almenningsbókasafnanna til nýrra tíma þegar hún veiktist. Hún var á miðri leið og hélt áfram svo lengi sem heilsan leyfði. Vegna veikinda lét hún af störfum sem borgarbókavörður 1. september 2012. Hún lést tveim mánuðum seinna, 30. nóvember. Einar Ólafsson Mun erfi ðara en maður gæti haldið. Bara að vera, í augnablikinu, núinu ósnortin af væntingum, laus við fi ngraför annarra. Tær eins og glerrúða hleypi birtunni í gegn, nýt ylsins. Ingunn V. Sigmarsdóttir Vera Minning

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.