Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Qupperneq 18
föstudagur 16. janúar 200918 Fókus
u m h e l g i n a
Einar Valur Scheving er einn af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum okkar þjóðar
og sonur hins þekkta Árna Scheving sem lést fyrir rúmu ári. Einar, sem er afar
hæfileikaríkur í djassheiminum, fer yfir á nýjan vettvang núna en hann er að taka
þátt í Eurovision í fyrsta skipti. Lag hans Fósturjörð verður flutt um helgina af
ekki ómerkari söngvara en Páli Rósinkranz.Pönkari
með prestsdrauma
myndbandsverk eftir Curver
Curver Thoroddsen sýnir tvö ný myndbandsverk eftir sig á laugardaginn í Kling
og Bang gallerí. Verkin heita untitled shaving piece og Empire/fatherhood og
vann hann þau í new York í fyrra þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin
tvö ár. sýningin mun einungis standa þennan dag og mun standa frá 18 til 20
Einnig verður sýning Baldurs geirs Bragasonar, Yfirborðskennd, opin á meðan.
aðgangur er ókeypis.
Nýtt íslenskt leikverk, Falið fylgi eft-
ir Bjarna Jónsson leikskáld, verður
frumsýnt fyrir Leikfélag Akureyrar í
Rýminu í kvöld.
Falið fylgi var samið af höfundin-
um sérstaklega fyrir leikfélagið og er
verk sem endurspeglar samtímann
eins og fólk þekkir hann í dag.
„Leikritið fjallar um manneskju,
Ellen, sem er að fara í kosningabar-
áttu sem frambjóðandi í prófkjöri.
Hún er að opna kosningaskrifstofu
og gerist verkið í raun í aðdraganda
opnunarinnar. Hún fær til sín krakka
til að vinna fyrir sig sem eru, þegar
allt kemur til alls, ekki nógu sam-
hentir. Svo aukast vandræðin þegar
dularfullur karl reynir að koma sér
niður þarna á skrifstofunni. Hann er
í raun lykillinn að sögu Ellenar og er
ekkert mjög hrifinn af því sem hún
er að gera,“ segir Bjarni Jónsson,
höfundur verksins. „Svo kemur rest-
in bara í ljós.“
Bjarni skrifaði leikritið fyrir
nokkrum mánuðum en breytti og
bætti í kjölfar efnahagshrunsins en
þá breyttist íslenskt samfélag vægast
sagt. „Það voru alveg svakaleg tíma-
mót þar og þá þurfti að endurskoða
allt. Sumt tók ég út því það passaði
ekki lengur við,“ segir Bjarni.
Leikstjórn er í höndum Jóns
Gunnars Þórðarsonar og leikarar
eru Anna Svava Knútsdóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir og Viktor Már Bjarnason
og mun Andrea Gylfadóttir sjá um
tónlistina.
Nýtt íslenskt samtímaverk, Falið fylgi, frumsýnt:
Leiftrandi húmor fyrir norðan
sýningaropnun
í 101 projeCts
Listamaðurinn Davíð Örn Halldórs-
son verður með sýningaropnun í
101 Project næstkomandi laugar-
dag. Davíð er útskrifaður frá Mynd-
listadeild LHÍ árið 2002 og hefur
unnið við óhefðbundna málaralist
síðan. Í stað málningar notar hann
skipalakk, úðabrúsalakk, tússliti
sem hann notar á fundnar tréplötur,
pappa eða beint á veggi, auk þess að
nota litrík límbönd á veggi. Verk sem
eru unnin út frá fyrirbærum frá fyrri
tímum. Davíð sýnir nú verk unnin
á árunum 2007 til 2008. Sýningin
opnuð klukkan 18 og stendur til 22.
febrúar næstkomandi.
ljósmyndir
úr lofti
Sýningin Abstrakt náttúra eftir
Thomas Graics stendur nú yfir í
Skotinu í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur. Thomas er ljósmyndari og
flugmaður sem hefur komið marg-
oft til landsins í leit að myndefni.
Ljósmyndirnar eru allar teknar
úr lofti og sýna form og mynstur
sem finna má í náttúrunni ásamt
þokukenndri birtu sem einkennir
myndirnar. Ljósmyndarinn tekur á
móti gestum og segir frá sýning-
unni á laugardaginn milli 15 og 17.
Aðgangur er ókeypis.
metsala á
kardemommu-
bæinn
Uppselt er á fyrstu 25 sýningarnar
á Kardemommubænum en enn er
mánuður þangað til leikritið verður
frumsýnt.
Verkið sem verður frumsýnt 21.
febrúar næstkomandi er í leikstjórn
Selmu Björnsdóttur og ekkert lát
virðist á vinsældum hins ástsæla
fjölskyldusöngleiks Thorbjörns
Egner. Þetta er í fimmta sinn sem
leikritið er sett upp í Þjóðleikhúsinu
en alls hafa um 160 þúsund manns
séð sýninguna í gegnum tíðina frá
árinu 1960. Hægt er að panta miða í
gegnum miðasölu Þjóðleikhússins.
kameljón í
eðli mínu
M
YN
D
H
EI
Ð
A
H
EL
G
A
D
Ó
TT
IR
Hamagangur á kosningaskrifstof-
unni falið fylgi er nýtt leikrit eftir
Bjarna jónsson og verður frumsýnt í
rýminu á akureyri í kvöld.