Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 2
Baldvin Björnsson, forstöðumaður Íslendingaset-
ursins í Danmörku, ætlar að kæra íslensk hjón fyrir meiðyrði
og að bera á hann rangar sakir. Hann segir að mannorði sínu
hafi verið rústað í frétt Stöðvar 2 á dögunum.
Föstudagur 27. Febrúar 20092 Fréttir
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Davíð í árásarham
Viðtal Sigmars Guð-
mundssonar við Davíð
Oddsson í Kastljósi
Sjónvarpsins vakti gríð-
arlega athygli. Davíð
sagðist þar hafa ítrekað
varað við hruninu og að hann
hefði komið upplýsingum á
framfæri við lögreglu um vafa-
söm hlutafjárviðskipti Kaup-
þings við sjeik frá Katar. Davíð
gagnrýndi Kastljósið harð-
lega í viðtalinu og var ósáttur
við gagnrýnar spurningar. Þá
sagðist hann efast um að skoðanakannanir, sem sýna að
76 til 90 prósent þjóðarinnar styðja hann ekki sem seðlabankastjóra,
hafi nokkurn tímann verið framkvæmdar. „Þessi skoðanakönnun sem
þarna var nefnd líka, sem Baugsmiðlarnir birtu, ég veit nú ekki hvort
hún hefur einhvern tímann átt sér stað.“ Hann sagði líka að hundruð
eignarhaldsfélaga hefðu fengið sérmeðferð og tengdust mörg þjóð-
þekktum mönnum og stjórnmálamönnum.
farsímar og stjörnuspeki
Þorsteinn Kragh sagðist sak-
laus af umfangsmiklu fíkni-
efnasmygli en saksóknari
sagði sönnunargögn gegn
honum duga til sakfelling-
ar. Þannig var til dæmis bent
á að síminn sem hollenski smyglarinn
Jacob Van Hinte hringdi í virðist hafa
verið í fórum Þorsteins allan tímann,
þeir höfðu hist áður og ýmsar teng-
ingar væru þeirra á milli. Þorsteinn
kannaðist ekkert við þetta. Hann gat
heldur ekki útskýrt nema sem tilvilj-
un að PIN-númerið að síma hans og
símanum sem Van Hinte hringdi í væri
nákvæmlega það sama og mjög líkt
notendanafni Þorsteins í SKYPE. Aðspurður hvort einhver sem hann
þekkti og væri oft í kringum gæti átt símann sem Van Hinte hringdi
í sagðist Þorsteinn oft taka puttalinga upp í bíl sinn á leið til vinnu á
Laugarvatni.
glæsibílar auðmanna
Glæsilegir eðalvagnar af
öllum stærðum og gerð-
um eru vandlega geymdir
í vöktuðum bílakjallara
í Faxafeni í Reykjavík.
Einkahlutafélagið Hlíðasmári 6 er
eigandi kjallarans en eini stjórnar-
maður þess fyrirtækis er Hannes Þór
Smárason. Eðalvagnarnir eru metnir
á hundruð milljóna króna en sam-
kvæmt heimildum DV eru eigend-
ur þeirra sumir af útrásarvíkingum
landsins, þeirra á meðal Hannes og
Þorsteinn M. Jónsson. Bílakjallar-
inn er feikistór, eða um tólf hundruð
fermetrar, en samkvæmt fasteigna-
skrá er eigandi hans einkahlutafé-
lagið Hlíðasmári 6. Þegar Hlíðasmára 6 er flett upp í
hlutafélagaskrá kemur í ljós að Hannes Þór Smárason er eini stjórnar-
maðurinn en Hannes er fyrrverandi forstjóri FL Group.
2
3
1
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjUdagUr 24. febrúar 2009 dagblaðið vísir 34. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
MYrTi ÓLÉTTa
STjúPMÓðUr
frÉTTir
Farsími og leyninúmer tengja Þorstein Kragh við smygl:
ÓTRÚLEG
FRÁSÖGN
ÞORSTEINS
VíSar á PUTTaferðaLang,
heSTahVíSLara og STjörnUSPeki
hoLLenSki SMYgLarinn Með
„SaMViSkUbiT“ Vegna þorSTeinS
ekki borga ef þú erT í MikLUM erfiðLeikUM
ný Lög: SkULdin feLLd niðUr efTir TVö ár
„ViTLeYSa“ að
borga af LánUM
Varárna
bYrLað Skor-
dýraeiTUr?
VaraSaMT
að Leigja
íbúð
neYTendUr
afbrýðiSeMi eLLefU
ára drengS
dULarfULL MengUn
SkeMMir SaLTfiSk bakSLag í úTfLUTningi og íMYnd íSLenSkrar VörU
frÉTTir
riTSkoðUn
á kafLa UM
föðUr
kjarTanS
erLenT
frÉTTir
agS bíðUr
arfTaka
daVíðS
frÉTTir
neYTendUr
lúxusbílar
auðmanna
faldir í
kjallara
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
fimmtudagur 26. febrúar 2009 dagblaðið vísir 36. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
fréttir
daVÍÐ afgreiddur Í dag
neytendurÞaÐ Sem
daVÍÐ
SagÐi eKKi
Í KaStLJÓSinu
„dótakassi“ útrásarvíkinganna í faxafeni:
fréttir
fréttir
SKULDAÞRÆLKUN
EÐA LANDFLÓTTI
heimiLin eru Í fJötrum
Logi LiStmáLari
„ég á aLdrei eftir aÐ haLda Sýningu“
fÓLK
bubbi:
fÓLK
nýfÆdda
dÓttirin
„yndiSLeg“
KauPa
eKKi
ÍSLenSKan fiSK
breSKar VerSLanir
mÓtmÆLa hVaLVeiÐum
cataLina
grunuÐ um
manSaL
fréttir
fox orÐin
einhLeyP
SViÐSLJÓS
hanneS SmáraSon er
StJÓrnarformaÐur bÍLageymSLunnar
M
YN
d
Ú
r
sa
FN
i
Miðvikudagur 25. febrúar 20092
Fréttir
S: „ enn finnst þér þú njóta trausts sem seðla-
bankastjóri, bæði hjá stjórnvöldum og úti í
samfélaginu?“
D: „Ja, ég vona það. ef maður hefur staðið sig
sæmilega þá ætti maður að njóta trausts, ég vona
það. Það er reyndar ekki mitt að dæma um það en
ég verð ekki var við annað. Spursmálið er þetta.
Það er sagt að Seðlabankinn sé rúinn trausti. Það
er afskaplega auðvelt að segja þetta. Ég get sagt
að þú sért rúinn trausti og sagt svo ekkert meira
um það. Þú myndir örugglega segja af þér og
hlaupa út er það ekki?“
S: „Ég gæti nú vísað í dálítið hatramma umræðu
gagnvart Seðlabankanum og traustinu á honum.
Þú gætir nú kannski ekki gert það sama um mig.“
D: „Jú, jú, þú hefur oft verið gagnrýndur...“
S: „Þú ert að skauta samt svolítið léttilega yfir alla
gagnrýnina og allan ófriðinn sem hefur verið um
Seðlabankann þannig að maður veltir því fyrir sér,
ert þú ekki að líta svolítið á að davíð Oddsson sé
stærri en Seðlabankinn?“
D: „Nei, nei. Ég er ekki að gera það. Ég er bara að
reyna að svara þér. Þú bendir hér á mig með alls
konar fullyrðingum og nöfnum sem eiga að sýna
fram á að ég og Seðlabankinn höfum gerst sekir
um eitthvert ódæði. Þannig er það ekki. Það eru
lög í gangi í þinginu til að reka þennan eina mann
og láta félaga hans fara með honum í fallinu. er
nema furða að ég reyni að svara þér? Þú ert varla
á móti því?“
S: „Það eru margir sem segja að þú berir mikla
ábyrgð á því að fjármálakerfi heillar þjóðar sé
hrunið?“
D: „enn einu sinni segirðu þetta. Þetta er nú ekki
mjög fagleg umræða, Sigmar góður. Þú bara
fullyrðir þetta. eigum við ekki að sjá hvað út úr
rannsókninni kemur...“
S: „Þú ert þá að segja okkur það að Sjálfstæð-
isflokkurinn og forsætisráðherra hafi brugðist
gjörsamlega?
D: „einhvern tímann var sagt við svona borð,
hvort það sé ekki nokkur leið að fá umræðuna
upp á örlítið hærra plan heldur en þetta. Ég er
að útskýra það sem ég er að gera hér. Þá skalt þú
endilega draga það upp að í því felist ásökun mín í
garð allra annarra.“
D: „Ég hélt reyndar að við ætluðum að tala um
málin sem nú eru uppi, þú sagðir mér það áður en
við byrjuðum. Þú ert í sama þætti og ég var fyrir
fjórum mánuðum.“
S: „er það þá þinn skilningur að heilt yfir hafi
Seðlabankinn ekki gert nein mistök, hvorki í
aðdraganda bankahrunsins né eftir á?“
D: „Það hef ég ekki sagt. Þú ert að leggja mér orð
í munn með það. Sjálfsagt hafa allir gert einhver
mistök.“
D: „Þið fréttamenn ættuð kannski að viðurkenna
ykkar mistök. Þið ræðið málin ekki neitt efnislega.“
S: „Þannig að þetta frumvarp snýst um að koma
þér frá?“
D: „Þú sagðir það nú áðan. Má ég ekki
hafa það eftir þér, ekki verri manni,
þó ég styðjist ekki við neitt annað
en það?“
S: „Nei, ég spyr þig.“
D: „Nei, ég tek undir með þér...“
S: „Nei, ég var ekki að fullyrða
neitt um það.“
D: „Nú, þú gerðir það við
mig áðan frammi, fyrir-
gefðu, ég leiðrétti það.“
S: „Ég spurði þig davíð,
ég fullyrti það ekki.“
Sigmar Guðmundsson
„Þú hefur oft verið gagnrýndur“
„Ég tek ekkert mark á því“
Davíð Oddsson efast um að skoð-
anakannanir, sem sýna að 76 til 90
prósent þjóðarinnar styðja hann
ekki sem seðlabankastjóra, hafi
nokkurn tímann verið framkvæmd-
ar. „Þessi skoðanakönnun sem
þarna var nefnd líka, sem Baugs-
miðlarnir birtu, ég veit nú ekki hvort
hún hefur einhvern tímann átt sér
stað,“ sagði Davíð í viðtali við Sig-
mar Guðmundsson í Kastljósinu í
gærkvöldi.
Þrjár kannanir
Stöð 2 birti könnun 28. október 2008,
þar sem kom fram að 90% styddu
ekki Davíð Oddsson sem seðla-
bankastjóra. Hringt var í 800 manns.
Þá hefur markaðsrannsóknafyr-
irtækið MMR gert tvær kannanir á
trausti til Davíðs. Í fyrri könnuninni
í desember sögðust 78% bera lít-
ið traust til Davíðs, en 9,8 prósent
treystu honum. Í seinni könnuninni
í febrúar sögðust 75,9% treysta Dav-
íð lítið, en 10,5 prósent studdu hann
mikið. Davíð mældist þar með lang-
minnst traust þeirra sem spurt var
um. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra mældist þar með mest
traust, eða 58,5%, en 19,3 prósent
studdu hana ekki.
Viðkomandi kannanir hafa verið
birtar í flestum fjölmiðlum, en Davíð
efaðist í gær um að þær hefðu raun-
verulega verið gerðar.
MMR tengist ekki Baugi
Þótt Sigmar svaraði Davíð því að
hann teldi kannanirnar vera tvær
sagðist Davíð ekki taka mark á því.
„Báðar á vegum Baugsmiðlanna og
ég tek ekkert mark á því, satt best
að segja. Þeir hafa verið, eins og Eg-
ill Helgason benti á, í grímulausri
herferð og við þekkjum það þannig
að mér finnst það nú vondur grund-
völlur.“
Ólafur Þór Gylfason, fram-
kvæmdastjóri MMR, segir fyrirtæk-
ið ekki tengjast Baugi á neinn hátt.
Hann telur að Davíð hafi ekki átt við
þær kannanir sem MMR hefur fram-
kvæmt. „Ég man ekki eftir því að
hann hafi talað um kannanirnar um
traust heldur voru kannanirnar sem
hann vísaði til þess efnis að hann
ætti að hætta sem seðlabankastjóri.
Við höfum ekki gert slíka könnun,“
segir hann en bætir við að MMR
hafi gert kannanir á trausti til áber-
andi aðila í samfélaginu, sérstaklega
í stjórnsýslunni og viðskiptalífinu.
„En við höfum ekki gert könnun á
því hvort hann eigi að fara frá,“ segir
Ólafur Þór .
Sigmar segir Davíð hafa
rangt eftir sér
Davíð svaraði fjölmörgum spurn-
ingum Sigmars Guðmundssonar um
vantraust með gagnrýni á Sigmar.
Meðal annars sagði Davíð að fjöl-
margir hefðu gagnrýnt Sigmar sjálf-
an, en hann hefði þó ekki „sagt af
sér“, en það er orðalag sem notað er
um embættis- og stjórnmálamenn.
Þá sagði Davíð að Sigmar hefði fullyrt
við hann fyrir útsendingu að frum-
varp ríkisstjórnarinnar um breyt-
ingar á Seðlabanka Íslands væri sett
fram til höfuðs Davíð. Í samtali við
DV ber Sigmar það til baka.
„Nei. Það er bara algjörlega
rangt,“ segir Sigmar og leggur þunga
áherslu á orð sín. „Við vorum nokk-
ur þarna baksviðs og við spurðum
hann: Er þetta frumvarp þá bara til
að koma þér frá?“
Hann segist ekkert hafa rætt það
mál frekar við Davíð. „Það var mjög
einkennilegt að hann skyldi nota
þetta í viðtalinu því hann fór rangt
með mín orð.“
Spurður út í hvort ítrekuð gagn-
rýni Davíðs á hann í viðtalinu hafi
verið aðför að honum sem fjöl-
miðlamanni segist Sigmar ekki vilja
hafa skoðun á því. „Fólk verður bara
að dæma það sjálft hvað því fannst.
Ég ætla ekkert að hafa skoðun á því.
Það er þá hans upplifun en auðvit-
að er það ekkert þannig. Ég spyr út
frá þeirri gagnrýni sem verið hefur
í þjóðfélaginu.“ Hvort ásökun Dav-
íðs í beinni útsendingu, um að Sig-
mar teldi frumvarpi ríkisstjórnar-
innar stefnt sérstaklega gegn Davíð,
sé „smjörklípa“ segir Sigmar: „Aðrir
verða að dæma um það.“
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri
Kastljóss, hafnar gagnrýni Davíðs á
Sigmar. „Menn verða að hafa það í
huga, þegar fjölmiðlamenn spyrja
spurninga, að þeir eru ekki að end-
urspegla sínar skoðanir heldur
spyrja spurninga sem þjóðin vill svör
við. Þetta snýst ekki um prívat skoð-
anir Sigmars eða nokkurs í Kastljósi,“
segir hann.
Þórhallur viðurkennir mistök
Viðtal Kastljóssins við Davíð
hófst á gagnrýni þess síðarnefnda
á kynningu Þórhalls Gunnarsson-
ar ritstjóra. Þórhallur sagði Davíð
hafa þráfaldlega neitað að yfirgefa
Seðlabankann. „Í þessari kynningu
er sagt að ég hafi þráfaldlega neit-
að að hverfa úr Seðlabankanum. Ég
hef svarað því einu sinni í bréfi. Það
er ágætt að hafa það bara rétt,“ sagði
Davíð og hafnaði því jafnframt að
hann hefði „skapað ófrið um Seðla-
bankann“.
Þórhallur Gunnarsson viður-
kennir í samtali við DV að kynningin
hafi verið orðum aukin.
„Það er rétt hjá honum að það sem
ég sagði var að hann hefði þráfald-
lega neitað því að yfirgefa bankann.
Það er orðum aukið því hann sendi
þetta bréf til Jóhönnu einu sinni og
því smá segja að ég hafi aukið þetta
dálítið hressilega. Það var því ekki
rétt af mér að nota þetta orðalag.“
Sprengingar við heimilið?
Davíð sagði í gær að „áróðursher-
ferð“ hefði verið beint gegn hon-
um og að verið væri að „eyðileggja“
Seðlabankann. Hann sagði að fólk
hefði sprengt sprengjur við heimili
hans til að halda fyrir honum vöku
og útbíað það í eggjum, vegna þess
hvernig hann hefði verið svertur fyr-
ir störf sín í Seðlabankanum. Dav-
íð sagði að Seðlabankinn og hann
hefðu verið bornir þungum sökum
og óverðskulduðum. „Þú ert búinn
að vera að reyna að sverta bankann
minn og mig,“ sagði hann meðal
annars um spurningar Sigmars.
Vísar á bug áliti hagfræðinga
Davíð vísaði einnig á bug áliti fjölda
hagfræðinga um ítrekuð mistök
Seðlabankans á meðan hann hefur
verið seðlabankastjóri. Þar er um að
ræða Þorvald Gylfason, Ólaf Ísleifs-
son, Ágúst Einarsson, Jónas Haralz,
Guðmund Ólafsson, Þórólf Matthí-
asson, Jón Daníelsson, Gylfa Zoega,
Richard Portes, Robert Wade, auk
ýmissa erlendra fjölmiðla. Hann
hafnaði vantrausti almennings og
sérfræðinga.
„Hvernig sjáum við það hvort
Seðlabankinn sé rúinn trausti eða
ekki?“ spurði Davíð.
Hann sagði að sumir gagnrýn-
enda bankans vildu vera í Seðla-
bankanum og mátti skilja af orðum
hans að það hefði eitthvað að gera
með gagnrýni þeirra. Áður hafði
hann sagt að einn þeirra, Richard
Portes, hefði lofsungið bankana
meðan þeir greiddu honum þókn-
anir en hefði gagnrýnt Seðlabank-
ann eftir að bankarnir hrundu og
greiðslurnar til hans stöðvuðust.
Davíð sagði að Seðlabankinn
hefði komið í veg fyrir það í banka-
hruninu að allt færi í kaldakol. Þetta
sagði hann að hefði gerst vegna
þess að Seðlabankinn hefði ákveð-
ið að tryggja peningagreiðslur þegar
bankarnir hrundu.
Auk þess sagðist Davíð hafa full-
yrt á ríkisstjórnarfundi 30. septemb-
er að bankakerfið á Íslandi myndi
falla á tveimur til þremur vikum.
Þar var þess ekki getið að ríkið yfir-
tók Glitni daginn áður, undir hand-
leiðslu Davíðs.
Langar ekki í stjórnmál
Davíð sagðist í þættinum vonast til
þess að geta haldið áfram störfum í
Seðlabankanum, þrátt fyrir augljós-
an ásetning ríkisstjórnarinnar um að
koma honum frá. Hann kvaðst ekki
hafa löngun til að snúa aftur í pólit-
ík.
„Mig langar ekkert í pólitík,“
sagði Davíð í viðtali við Sigmar Guð-
mundsson í Kastljósinu. „Ég hef ver-
ið í henni áður og sinnti henni ágæt-
Davíð Oddsson
Þórhall Gunnarsson
Sigmar Guðmundsson
„Við vorum nokkur
þarna baksviðs og við
spurðum hann: Er þetta
frumvarp þá bara til að
koma þér frá?“
Davíð yfirgefur RÚV Hann hló
þegar blaðamaður dv spurði hann
spurninga eftir kastljóssviðtalið, en
svaraði þeim ekki.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Viðurkennir mistök Þórhallur
gunnarsson segir kynningu sína hafa
verið orðum aukna.
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 3
Fréttir
Starfsmaður Smyril Line á Íslandi,
sem rekur ferjuna Norrænu, var
kallaður til sem vitni í aðalmeð-
ferð fíkniefnamálsins gegn Þor-
steini Kragh og Jacob Van Hinte
í gær. Hann sagði að ekki hefði
nein bókun verið skráð um að
25 húsbílar myndu koma hér
til lands í byrjun júlí 2007, eins
og frásögn sakborninga
fyrir dómi daginn áður
hljóðaði.
Lögmaður Þor-
steins benti á að það
skipti ekki máli þar
sem komið hefði fram
að bæði Þorsteinn
og Jacob hefðu verið
gabbaðir í því sam-
bandi. Það lægi ljóst
fyrir að Jacob hefði
verið sendur á fölsk-
um forsendum á
húsbíl með Nor-
rænu til Íslands,
trúandi því að á
þriðja tug húsbíla
kæmu með hon-
um. Eldri mað-
ur sem hefur séð
um tjaldsvæð-
ið á Laugarvatni
kannaðist ekki
heldur við yfirvof-
andi komu hús-
bílanna 25.
Jacob eini
húsbíla-
maðurinn
Þorsteinn sagði
fyrir dómi í fyrra-
dag að hann hefði fengið
símtal frá ferðaskrifstofu
úti þar sem hann var
beðinn um að aðstoða
húsbílahóp við komuna
til landsins og leiðbeina
honum á Laugarvatn.
Hann hefði séð fram á
mikil viðskipti þar sem hann rekur
gufubað á Laugarvatni. Þegar ferjan
kom í höfn var Jacob eini húsbíla-
maðurinn.
Þorsteinn kveðst hafa spurt hvar
restin af hópnum væri. Það
svar sem hann fékk frá
Jacobi var á þá leið að
þau myndu skila sér.
Þeir fóru á Djúpavog
þar sem þeir borðuðu
hádegismat saman. Eftir
það segir Þorsteinn að
hann hafi neitað
að fara lengra
nema restin
skilaði sér. Þar
skildu leiðir
þeirra.
Sá eini
sem gat
staðfest
þessa sögu
upp að ein-
hverju marki
var bróðir Þorsteins,
Sveinn Kragh, sem
sagði fyrir dómara
að Þorsteinn hefði
sagt við sig að
hann hefði farið
að ná í hópinn
og komið mjög
pirraður til baka
þegar ljóst var að
keyrslan á Seyðisfjörð
var fýluferð. Jacob
Van Hinte sagði fyrir
dómi í fyrradag að Þor-
steinn væri saklaus af
innflutningi gríðarlegs
magns fíkniefna ásamt
honum. Hann sagðist
hafa samviskubit yfir því
að greina rangt frá þegar
hann ásakaði Þorstein.
Húsbíllinn heimili
Jacobs
Sigríður Elsa Kjartansdóttir,
saksóknari í málinu, fer fram
á að minnsta kosti 10 ára
fangelsi yfir tvímenning-
unum því smyglið hafi ver-
ið vel undirbúið. Þeir félagar hafi
skipulagt smyglið í marga mánuði
og látið útbúa húsbíl einungis til
að smygla efnunum inn í landið.
Enn fremur benti hún á að magnið
væri gríðarlega mikið en fundurinn
er stærsti sinnar tegundar á Íslandi.
Hún sagði að Þorsteinn hefði verið
bendlaður við fíkniefnaviðskipti í
mörg ár og að lögreglan hefði fengið
nafnlausar ábendingar um að Þor-
steinn væri að selja fíkniefni. Sigríð-
ur saksóknari benti á að Þorsteinn
hefði hlotið fjögurra og hálfs mán-
aðar dóm árið 1985 fyrir að flytja inn
1 kíló af hassi ásamt ónafngreindri
konu. Konan var með hassið innan-
klæða er hún kom frá Amsterdam í
gegnum Lúxemborg.
Verjandi Jacobs fer fram á að
hann fái ekki lengri fangelsisdóm
en 6 til 7 ár, þar sem hann hafi ekki
vitað af kókaíninu í bifreiðinni. Þá
ætti ekki að gera húsbíl hans upp-
tækan, því hann væri lögheimili
hans og það eina sem hann ætti.
Eins og áminning um jólin?
Helgi Jóhannesson, verjandi Þor-
steins Kragh, fer fram á að Þor-
steinn verði sýknaður alfarið af
ákærunni. Allar hugmyndir lögregl-
unnar um farsímann sem á að hafa
verið notaður við fíkniefnaviðskipt-
in væru byggðar á líkindareikningi
og ekki væri hægt að sanna að Þor-
steinn hefði átt umræddan síma.
Um áminningu í síma Þorsteins um
það leyti sem Jacob kom til lands-
ins spurði Helgi hver, sem ætti von á
200 kílóum af hassi hingað til lands,
myndi setja það í „reminder“ á sím-
anum sínum. Hann líkti því við að
láta minna sig á jólin. Og ef Þor-
steinn hefði ætlað að flytja inn slíkt
magn fíkniefna hefði hann líklega
valið síðastan af öllum mann sem
væri eftirlýstur af Interpol.
Þorsteini Kragh Jacob Van Hinte
GABBAÐIR Í
HÚSBÍLAFERÐ
Þegar ferjan kom í
höfn var Jacob eini
húsbílamaðurinn.
Boði logason
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
Þorsteinn Kragh
Ákærður fyrir að hafa
skipulagt smygl á 200
kílóum af hassi og
tæpum 1,5 kílóum af
kókaíni.
Vissi ekki af kókaíninu
Jacob van Hinte viðurkennir að hafa
flutt 200 kíló af hassi til landsins og átt
að fá fyrir það 40 þúsund evrur.
AR Í
lega. Mér finnst
pólitíkin á
óskaplega lágu
plani. Það er
enginn að tala
kjark í fólkið í
landinu,“ sagði
Davíð og gagn-
rýndi stjórn-
málamenn harð-
lega fyrir að leiða
ekki landsmenn til
bjartsýni.
Sigmar sagði á
móti að Dav-
íð gæti
ekki fullyrt að „engin“ væri að standa
sig með þessum hætti. Það þótti
Davíð gagnrýnivert af hálfu Sigmars.
„Þetta er óskaplega skrítið, þetta
viðmót sem ég mæti hérna hjá þér,“
sagði hann og kvað dapurlegt hvern-
ig umræðan hefði þróast hérlend-
is gagnvart Seðlabankanum. „Meira
að segja sæmilegir menn eru haldnir
þessum hlutum og kaupa þá,“ sagði
hann og benti á Sigmar.
Davíð hló
Blaðamaður DV spurði Davíð spurn-
inga eftir Kastljóssviðtalið, þegar
hann gekk út úr Útvarpshúsinu við
Efstaleiti. Davíð hafði gagnrýnt Sig-
mar Guðmundsson spyril ítrekað
fyrir spurningar hans.
Fannst þér Sigmar vera dóna-
legur? spurði blaðamaður, en Dav-
íð svaraði því ekki og gekk orða-
laust áfram.
Davíð sakaði „Baugsmiðla”
einnig um að hafa birt vafasama
skoðanakönnun um vantraust
gegn honum. Finnst þér Baugs-
miðlar vera að leggja þig í ein-
elti? spurði blaðamaður einnig.
Því svaraði Davíð ekki, en hló
án þess að honum stykki bros
og benti á blaðamann áður en
hann steig upp í bifreið sína,
sem einkabílstjóri ók á brott.
sigmar guðmundsson gagnrýndur
ítrekað af davíð vegna spurninga sem
hann færði fram.
Kaldur á Krana
Geri tilboð í hópa og fyrirtæki
Faxafeni 12 l S: 551 3540
LAND-ROVER EIGENDUR
ÞAÐ ER ENGINN SKORTUR Á VARAHLUTUM
Í LAND-ROVER HJÁ OKKUR
Seljum Brakeworld hemlaklossa í margar gerðir bifreiða
Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi
Símar: 587-1280 849-5740
mannorðinu
alveg rústað
Baldvin Björnsson, forstöðumað-
ur Íslendingasetursins í Danmörku,
segist vera í sjokki yfir ásökunum ís-
lenskra hjóna sem hafa sakað hann
um að hafa haft af þeim aleiguna þar
ytra og nýtt sér neyð þeirra. Baldvin
rekur Íslendingasetrið sem býður
fólki sem hyggst flytja til Danmerk-
ur í atvinnuleit, gistingu og jafnframt
hjálp við að aðlagast dönsku samfé-
lagi.
Í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 22.
febrúar sögðu Valdimar Ágúst Em-
ilsson og eiginkona hans frá því að
þau hafi selt aleigu sína á Íslandi og
flutt til Danmerkur með 900 þúsund
krónur, alla þá peninga hafi Bald-
vin Björnsson haft af þeim og því
hafi þau snúið aftur til Íslands með
tvær hendur tómar. Baldvin hefur nú
sjálfur snúið vörn í sókn og hefur birt
gögn málsins á vefsíðu Íslendinga-
setursins. Þannig telur Baldvin að
hann geti hreinsað mannorð sitt aft-
ur, en hann segir umfjöllun Stöðvar
2 vera mannorðsmorð. Hann ætlar
jafnframt að kæra fjölskylduna fyrir
að bera á hann rangar sakir og meið-
yrði.
Leigðu of dýrt hús
Baldvin segir það af og frá að hann
hafi svikið hjónin. „Ég sendi Valdi-
mari bréf á meðan hann var enn á
Íslandi, þar gerði ég honum grein
fyrir öllu og hvað hlutirnir myndu
kosta. Ég reiknaði út verðið fyrir
átta manna fjölskyldu og gerði hon-
um tilboð í gistingu fyrir allan hóp-
inn. Ég reyndi að súmmera það upp
hvaða útgjöldum hann ætti von á og
þetta samþykkti hann allt.“
Baldvin segir fjölskylduna hafa
dvalið í 16 daga á Íslendingasetr-
inu og fyrir það hafi hann rukkað
þau um 10 þúsund danskar krónur
fyrir vikugistingu með uppihaldi og
akstri, annar reikningur upp á 5 þús-
und danskar krónur, sem samsvarar
tæpum 100 þúsund krónum á nú-
gildandi gengi, hafi verið fyrir seinni
vikuna sem fólkið dvaldi á Íslands-
setrinu.
Fjölskyldan vildi að sögn Bald-
vins komast í betra húsnæði og hún-
hefði þegar fundið sér hús á netinu
sem var til leigu. „Þetta er stórt hús
og að mínu áliti mjög dýrt en þau
vilja bara endilega leigja þetta hús.
Svo þegar átti að ganga frá leigu-
samningi þurftu þau að borga þrjá
mánuði fyrir fram sem þau höfðu
svo alls ekkert efni á,“ segir hann og
vísar í samning sem hann og Valdi-
mar gerðu sín á milli þar sem kveðið
var á um að fjölskyldan hefði kynnt
sér ástand hússins og að Íslandssetr-
ið hefði ekki frekari aðkomu að mál-
um er vörðuðu það. „Í samningnum
stendur skýrt að það sé eldavél en
ekki ofn í húsinu, ég eyddi klukku-
stund í að fara yfir samninginn með
þeim. Ennfremur kemur skýrt fram
að vegna þess að iðnaðarmenn voru
að vinna við húsið þyrftu þau ekki að
borga leigu fyrir febrúar.“
Úr þessu húsi var fjölskyldunni
svo bjargað, soltinni og peninga-
lausri, tveimur dögum eftir að þau
fluttu inn
400 þúsund króna millifærsla
Vegna fjárhagsörðugleika fjölskyld-
unnar og erfiðleika við að millifæra
fé á milli landa, segist Baldvin hafa
boðið fjölskyldunni að leggja 400
þúsund krónur inn á íslenskan reikn-
ing sinn, sem samsvarar tæpum 20
þúsund dönskum krónum. Hann
notaði svo danskan reikning sinn til
þess að greiða fyrir leiguna á húsinu
sem fjölskyldan ákvað að leigja, sam-
tals tæpar 10 þúsund danskar krón-
ur. Hann segir að rúmar 5 þúsund
danskar krónur hafi farið í reikning
fyrir 16 daga gistingu fyrir 8 manna
hópinn á Íslandssetrinu og um það
bil 5 þúsund danskar krónur sem
eftir voru hafi hann endurgreitt fjöl-
skyldunni í reiðufé. Fyrir þessu liggja
kvittanir og gögn á vefsíðu hans iz-
land.dk. Hann segir það því alrangt
að hann hafi haft aleiguna af fólkinu
eins og það sakaði hann um.
„Engin atvinnumiðlun“
Í viðtalinu á Stöð 2 á dögunum sakaði
fjölskyldan Baldvin um að hafa lofað
því að næga vinnu væri að fá í bæn-
um, það hefði hins vegar ekki staðist.
Baldvin hafnar þessu alfarið. „Ég hef
í öllum tilfellum útskýrt fyrir fólki að
Íslandssetrið er ekki atvinnumiðlun,
við getum reynt að hjálpa fólki að
útvega því vinnu. Flestir sem hing-
að koma eru einir á ferð, þeir koma
hingað á undan fjölskyldu sinni til
þess að skoða með vinnu og hvaða
möguleikar eru í boði. Það er fárán-
legt að að halda því fram að ég hafi
lofað fólkinu vinnu, því ég er engin
atvinnumiðlun. Ég bendi fólki á að
það geti byrjað að sækja um vinnu í
gegnum atvinnumiðlunarheimasíð-
ur. Ég hef aldrei sagt það við nokkurn
aðila að við útvegum fólki vinnu.“
Miður sín
Baldvin segist vera miður sín yfir
málinu öllu. „Svona meðferð er
óréttlát. Ég veit hreinlega ekki hvort
Íslandssetrið verði opið fyrir Íslend-
ingana í framtíðinni, þegar mann-
orði manns er gjörsamlega rústað.
Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi
ekki bara að snúa mér að fólki sem er
heiðarlegt.“
Hann segist aldrei hafa tekið
neina þóknun fyrir þjónustu sem
hann hafi innt af hendi fyrir fjöl-
skylduna, fyrir utan tæpar tvö þús-
und krónur vegna millifærslunn-
ar. „Ég hefði varla getað gert neitt
meira, ég var næstum því í fullu
starfi fyrir þetta fólk.“
Baldvin segist hafa sent frétta-
stjóra Stöðvar 2 bréf eftir umfjöllun-
ina um málið. „Mér finnst eðlilegt að
þetta verði tekið til skoðunar, en það
hefur ekki komið neitt frá þeim sem
heitir að biðjast velvirðingar.“
vaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Baldvin Björnsson „Þetta er stórt hús og að
mínu áliti mjög dýrt, en þau vilja bara endilega
leigja þetta hús. svo þegar átti að ganga frá,
leigusamningi þurftu þau að borga þrjá mánuði
fyrirfram sem þau höfðu svo alls ekkert efni á.“