Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 51
föstudagur 27. febrúar 2009 51Helgarblað Fermingartíska í 20 ár „Við höfum verið í þessu síðan fyrir Kringlu,“ segir Svava Johansen, eig- andi verslunarkeðjunnar NTC, um fermingartískuna. „Ætli við höfum ekki verið að byrja í kringum 1985,“ segir Svava en Kringlan var opn- uð árið 1987 og var verslunin 17 þá opnuð þar. Síðan er verslunin orðin partur af verslunarkeðjunni NTC og nú eru einar 18 mismunandi versl- anir. „Ég var nú ekki langt frá því að vera fermingarbarn sjálf á þessum tíma,“ segir Svava þegar hún rifar upp gamla tíma. „Í fyrstu vorum við hópur fólks sem hafði mikinn áhuga á fermingartísku og við saumuðum mikið af fötunum sjálf.“ Svava segir að í þá daga hafi það borgað sig að sauma en það sé að mestu liðin tíð. Þegar verslunin 17 stóð ein og sér var búðin mun sveigjanlegri og tók mið af því sem var að gerast í þjóðfélaginu. „Ef það voru ferming- ar vorum við með fermingarföt, svo útskriftarföt, jólaföt, skólaföt og koll af kolli. Þetta hefur breyst mikið og sérhæfingin er orðin mun meiri. Þar sem ein verslun er ætluð tilteknum hópi.“ Svava hefur haft gaman af því að vinna með fermingartískuna. Krakk- arnir sýna henni mikinn áhuga og sérstaklega stelpurnar. „Það er þó alltaf að verða meiri og meiri vakning hjá strákunum.“ Það hefur myndast hefð fyrir því hjá 17 og síð- ar NTC að fá hóp fermingarkrakka í auglýsingar eins og sjá má á mynd- unum. Hefðin er að verða yfir 20 ára gömul og er elsta myndin hér á síð- unni frá árinu 1989. Eins og sést á myndinni frá ár- inu 1991 kostuðu jakki og buxur saman 17.400 en í dag kosta jakka- föt í 17 19.000 krónur. „Þó svo að flestallt hafi hækkað undanfarið og frá þessum tíma reynum við alltaf að halda vörð um fermingartísk- una.“ Í fyrra fór NTC af stað með hönnunarkeppni í grunnskólum landsins. „Þar vorum við að hvetja unga krakka til þess að koma sínum skoðunum og hugmyndum á fram- færi. Útkoman var mjög skemmti- leg og í haust mun besta hönnunin fyrir strákaföt og stelpuföt koma í búðir,“ segir Svava að lokum. asgeir@dv.is Svava Johansen er einn helsti frumkvöðull íslenskrar fermingartísku síðustu áratugi: Svava Johansen, eigandi NTC „Í fyrstu vorum við hópur fólks sem hafði mikinn áhuga á fermingartísku og við saumuðum mikið af fötunum sjálf.“ 1989 Níundi áratug- urinn var einstakur hvað fatatísku varðar. 1996 svart og hvítt var greinilega alveg málið 96. 2009 Það hefur margt breyst á 20 árum. 1990 ennisband og slegið hár hjá stelpunum. 1995 teinóttu jakkafötin komu sterk inn og litríkir kjólar hjá stelpunum. 1991 stallur hjá strák- unum og stuttbuxur hjá stelpunum. 2008 Hárskraut hjá stelpunum og converse- skór hjá strákunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.