Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 17
Föstudagur 27. Febrúar 2009 17Helgarblað
vinnu – sjónarmið sem okkur þótti
skorta á þeim tíma. Okkur þótti
hugmyndafræðin hafa þynnst út.
Eftir á að hyggja var það einna
skemmtilegast að taka þátt í
þeirri mótun. Eimreiðarhópur-
inn hafði þar einna mest áhrif,“
segir Þorsteinn í viðtalinu.
Þorsteinn útskýrði mikil-
vægi Eimreiðarhópsins á þann
hátt að krafan um aukna frjáls-
hyggju í kringum 1980 hafi í
sjálfu sér ekki verið spurning
um að færa þjóðfélagið til hægri
heldur hafi tímarnir kallað á
breytta hugsun sem lýsti sér í kröfu
um skynsamlega og markvissa
efnahagsskipan. Þorsteinn sagði að
þetta hefði átt meira við hér á landi
en annars staðar. „Við vorum í meiri
fjötrum en til að mynda Bretland og
Bandaríkin,“ sagði Þorsteinn í við-
talinu.
„Eimreiðarklíkan með öll
völd í flokknum“
Í viðtali við Pressuna árið 1989
gagnrýndi Jón Magnússon, núver-
andi þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og þáverandi varaþingmaður
flokksins, Eimreiðarhópinn harka-
lega. Jón sagði sig úr flokknum árið
1992 en gekk nýlega aftur í hann og
hefur gefið það út að hann hyggist
bjóða sig fram í komandi prófkjöri
flokksins fyrir alþingiskosningarn-
ar. Viðtalið við Jón bar yfirskrift-
ina „Eimreiðarklíkan með öll völd
í flokknum“ og var viðtalið kallað
„pólitískt uppgjör Jóns Magnús-
sonar, varaþingmanns Sjálfstæðis-
flokksins.“ Hann sagði í viðtalinu að
Eimreiðarklíkan væri kominn með
öll völdin í flokknum. „Ég tel að það
hafi verið að þróast ákveðnir hlut-
ir í Sjálfstæðisflokknum að valda-
pýramídinn hafi verið að þrengj-
ast verulega. Það er eftirtektarvert
að ákveðinn hópur manna, sem ég
kalla Eimreiðarhópinn, er í raun
kominn meira og minna í allar lyk-
ilstöður í flokkskerfinu.“
Í viðtalinu segir Jón að Eimreið-
arhópurinn hafi náð völdum því
meðlimir hans hafi staðið saman
um að ná þeim. Jón segist ekki vera
í nokkrum vafa um að valdamesti
maður flokksins á þessum tíma hafi
verið Davíð Oddsson og sá næst-
valdamesti Kjartan Gunnarsson en
svo væri spurning um hvor kæmi
þar á eftir, Þorsteinn Pálsson eða
Björn Bjarnason.
Aðspurður hvort Eimreiðarklík-
an hittist reglulega til að leggja á
ráðin sagði Jón. „Nei, svona klíkur
sem myndast í stjórnmálum hittast
ekkert á einhverju kaffihúsi og ræða
málin. En hitt er annað mál að þetta
eru menn sem tengst hafa á vegferð
sinni og þeir eru í miklu meira og
betra sambandi hver við annan en
við aðra flokksmenn. Þeir standa
saman - á því er enginn vafi. Það
sem ég er að benda á er að t.d. Frið-
rik Sophusson kemur úr allt öðr-
um jarðvegi en þessir menn. Á
sínum tíma kom Gunnar Thor-
oddsen úr öðrum jarðvegi en
Geir Hallgrímsson og Albert Guð-
mundsson úr enn öðrum jarð-
vegi. Sjálfstæðisflokkurinn náði að
verða mjög sterkur flokkur vegna
þess að hann bar
gæfu til að virða
mismunandi
sjónarmið,
mismun-
andi
mann-
gerð-
ir og áherslur. Mér hefur hins veg-
ar virst það vera upp á síðkastið að
flokkurinn sé að þrengjast. Hann
hefur verið að lokast og með stöðugt
takmarkaðri hætti eru stjórnendur
flokksins tilbúnir að þola gagnrýni.“
Jón sagði í viðtalinu að það að
Davíð Oddsson væri orðinn vara-
formaður í flokknum væri stimpill
á þessa þrengingu valda í flokknum.
Jón sagði að þeir menn sem hefðu
stutt Friðrik Sophusson en ekki
Björn Bjarnason í formannskjöri
Sambands ungra sjálfstæðismanna
árið 1973 hefði smátt og smátt verið
ýtt í burtu eða þeir ekki fengið tæki-
færi í flokknum og þeir misst áhug-
ann.
Aukin hægristefna
Eimreiðarhópsins
Í leiðara í dagblaðinu Degi í vikunni
eftir viðtalið við Jón birtist í Press-
unni ræðir ritstjórinn Bragi Berg-
mann um það. Þar segir Bragi:
„Þær fullyrðingar, sem Jón
Magnússon, varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, setur fram í fyrr-
nefndu Pressuviðtali, eru umhugs-
unarverðar fyrir þá fjölmörgu sem
fram til þessa hafa fylgt Sjálfstæð-
isflokknum að málum. Fullyrðing-
ar Jóns eru enn ein staðfesting þess
að eðli Sjálfstæðisflokksins er smám
saman að breytast. „Mildari” öflin
í flokknum, sem menn eins og t.d.
Albert Guðmundsson, Friðrik Sop-
husson og Jón Magnússon hafa ver-
ið persónugervingar fyrir, eiga eng-
an fulltrúa í forystusveit flokksins í
dag. Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki
lengur inn á miðjuna í litrófi stjórn-
málanna. Hann stendur einangrað-
ur lengst út á hægri vængnum.“
Jón um uppgjörið
innan flokksins
Jón Magnússon segir í samtali við
DV að um það leyti sem viðtalið við
hann birtist hafi verið að eiga sér
stað uppgjör á milli tveggja ólíkra
afla innan Sjálfstæðisflokksins.
„Þetta var ákveðinn hópur sem tók
völdin í flokknum“ segir Jón. Hann
segist hafa litið svo á að hug-
myndafræðilegur ágrein-
ingur hafi komið upp
innan flokksins á milli
nýfrjálshyggjumanna
í flokknum og frjáls-
lyndra manna. Hann
segist hafa metið
það sem svo að tími
frjálslyndra manna í
Sjálfstæðisflokknum
hafi verið lokið og því
hafi hann sagt sig úr
honum nokkrum árum
eftir að viðtalið birtist.
Stjórnlyndi Eimreið-
arhópsins
Sumir töldu þó að Eimreið-
arhópurinn hefði með
tímanum vikið
frá frjáls-
hyggjuhugmyndum sínum og yfir til
stjórnlyndis. Jónas Kristjánsson, rit-
stjóri DV sagði eftirfarandi orð um
Eimreiðarhópinn í leiðara árið 1991.
„Broslegt er, að svokallaður Eimreið-
arhópur, sem setti frjálshyggju fram
á kerfisbundinn hátt fyrir tveimur
áratugum, hefur nú tvístrast á leið
til stjórnlyndis”, svo notað sé orð-
færi frjálshyggjumanna. Sumir Eim-
reiðarmanna eru orðnir kerfiskarlar
stjórnlyndis. Örlög þessara manna
hafa meðal annars falizt í að verða
fyrirgreiðsluþingmenn landbún-
aðarkjördæma eða forstjórar ein-
okunarstofnana í útflutningsgrein-
um. Sannast þar, að langar setur við
kjötkatla þjóðfélagsins draga úr lyst
manna á breytingum á þjóðfélag-
inu. Sjálfstæðisflokkurinn sem heild
er miklu fremur stjórnlyndisflokkur
en frjálshyggjuflokkur. Sterkari rótin
að meiði hans er gamli Íhaldsflokk-
urinn, þar sem kerfiskarlar voru
fjölmennir. Samfara stjórnlyndi rík-
ir í flokknum sterk þrá til hins mikla
leiðtoga,“ sagði Jónas í leiðaranum
og má til sanns vegar færa þegar litið
er á í hversu miklum mæli meðlimir
hópsins hafa mannað áhrifastöður í
stjórnkerfinu og samfélaginu á síð-
ustu áratugum þó að þeir hafi marg-
ir misst völd sín upp á síðkastið.
Leiðarlok Eimreiðarhópsins
„En nú er komið að leiðarlokum
hjá þeim. Sjálfstæðisflokkurinn
verður að horfast í augu við end-
urmat. Þeir sem hafa verið ráð-
andi í flokknum eru að framselja
völdin til nýrra manna. Ég met
það þannig að nú geti Sjálfstæðis-
flokkurinn aftur orðið þessi breiði
fjöldaflokkur sem ég var að tala
um á þessum tíma líka,“ segir Jón
og vísar til viðtalsins í Pressunni.
Hann segir að nú telji hann lag á að
taka upp þráðinn þar sem frá horf-
ið áður en Eimreiðarhópurinn tók
völdin í flokknum. „Tími þessara
hugmynda er liðinn,“ segir Jón.
Hannes Hólmsteinn segir að-
spurður að hann telji að valda-
tíð þeirra manna sem mynduðu
Eimreiðarhópinn sé lokið. „Já, að
minnsta kosti í bili,“ segir Hannes.
Guðmundur Hálfdánarson tek-
ur í svipaðan streng þegar hann
segir að valdatíð Eimreiðarmanna
sé lokið. „Ég held að henni sé lokið
af því að valdatíð Davíðs er lokið.“
Guðmundur segir að hvað sem að
Bjarni Benediktsson stendur fyrir,
en Bjarni er enn sem komið er sá
eini sem boðið hefur sig fram í for-
mannskjöri flokksins á komandi
landsfundi, þá standi hann ekki
fyrir það sem Eimreiðarhópur-
inn stendur fyrir. „Hann er alger-
lega ótengdur þessum mönnum
og mér vitandi hefur hann ekkert
samband við þá,“ segir Guðmund-
ur en bætir því við að kjósi Davíð
Oddsson að fara aftur út í pólitík
þá verði örugglega einhver hljóm-
grunnur fyrir því. „Þegar maður
les bloggsíður sér maður hvað vald
hans er ennþá sterkt því svo marg-
ir trúa því enn sem hann seg-
ir. Ef Davíð kýs að fara aftur
út í pólitík þá mun það ör-
ugglega hafa áhrif. En ef
flokkurinn kýs að breytast
og Davíð verði haldið úti
þá mun þessi hópur ekki
hafa áhrif áfram því Dav-
íð var sameiningartákn
hans.“
LEIÐARLOK EIMREIÐARHÓPSINS
„Það er eftirtektarvert að ákveðinn hóp-
ur manna, sem ég kalla Eimreiðarhópinn, er í
raun kominn meira og minna í allar lykilstöður í
flokkskerfinu.“
Bankaráðsformaðurinn Magnús gunnarsson var einn af meðlimum eimreiðar-
hópsins. Hann hætti sem formaður bankaráðs Kaupþings fyrr í mánuðinum eftir að
ríkisstjórn Jóhönnu sigurðardóttur hafði tekið við völdum.
Framkvæmdastjórinn Kjartan gunnarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins, var einn af þeim
sem mynduðu eimreiðarhópinn. Hannes Hólmsteinn segir
að lítið hafi farið fyrir Kjartani gunnarssyni í hópnum en
að menn hafi hlustað þegar hann talaði.
Stoltur Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Frétta-
blaðsins, sagðist vera stoltur af því að hafa
verið í eimreiðarhópnum í viðtali árið 2006.