Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 19
Föstudagur 27. Febrúar 2009 19Umræða Hver er manneskjan? „Fótbolta- kona úr Kópavogi.“ Hvað drífur þig áfram? „Fótbolt- inn og kærastinn.“ Uppáhaldsnammið þitt? „súkkulaði-þristur.“ Hvaða lið í enska boltanum? „Manchester united.“ Hvernig var tilfinningin að vera valin aftur í landsliðið? „Hún var mjög góð. Það tekur langan tíma að komast úr svona meiðslum og ég er búin að stefna að þessu og leggja aukalega á mig til þess.“ Er hægt að spila fótbolta eftir þrjú krossbandsslit? „greinilega.“ Hvaðan kemur þessi mikla ákveðni og seigla? „Það var talsvert liðið síðan ég meiddist í annað sinn og ég var búin að lofa mér að hætta ef ég meiddist aftur. en svo meiddist ég á mjög leiðinlegum tíma, ég var þá komin í byrjunarliðið í landsliðinu og það dreif mig áfram.“ Ertu ekki hrædd um að meiðast aftur? „Ég er það yfirleitt ekki. Ég er allavega ekki að hugsa um það.“ Eru fjölskylda og vinir ekki á nálum þegar þú spilar? „Jú, aðallega mamma.“ Markmið þín í sumar? „stefnan er að komast með landsliðinu á eM og vinna Íslandsmeistaratitilinn með breiðabliki.“ Ertu með einhverja áætlun til að forðast frekari meiðsli? „Ég er með styrktaræfingar sem ég geri en er annars ekkert að hlífa mér á vellinum.“ Hvernig mun landsliðinu ganga á EM í sumar? „betur en margir halda.“ Hvað finnst þér að Davíð ODDssOn eigi að taka sér fyrir HenDur? „Hann ætti bara að fara á eftirlaun og hætta að skipta sér af þjóðmálum. Ég held að hann sé búinn í stjórnmálum.“ SigUrðUr BöðvarSSon 43 ára KerFisFræðingur „Hann ætti að skrifa. Ég hef lesið eina bók eftir hann og finnst davíð ágætur penni. Hann var búinn að lofa okkur því þar sem þá yrði ekki skertur lífeyririnn hans.“ Einar gUnnarSSon 59 ára atvinnulaus byggingaFræðingur „Hann ætti að vinna við allt annað en opinber störf.“ Jón ÞórarinSSon 27 ára KerrustarFsMaður „Hann ætti að fara aftur að skrifa. Hann er fínn rithöfundur. Ég mæli með því. Hann hefði jafnvel átt að gera það fyrir átta árum.“ Máni JónSSon 47 ára prentari Dómstóll götunnar Erna BJörk SigUrðardóttir, knattspyrnukona úr breiðabliki, var valin aftur í landsliðið eftir að hafa jafnað sig af þriðju krossbandsslitun- um á ferlinum. Stefnir á eM í SuMar „Hann ætti að setjast niður og skrifa ævisöguna sína. Ég hef ekki lesið mikið eftir hann en veit að hann er skemmti- legur penni.“ nína gUðMUndSdóttir 57 ára bóKbindari maður Dagsins Í kvikmyndinni 28 Days Later breyt- ast flestallir íbúar Bretlandseyja í uppvakninga sem herja á nágranna sína. Undir lok myndarinnar furðar einn íbúanna sig á því að handan við sundið horfa menn enn á Simpsons eins og ekkert hafi í skorist. Þegar maður kemur til Noregs frá Íslandi fær maður nánast sömu til- finningu. Hér eru engar heimsenda- spár eða bankahrun, blöðin eru ekki full af spillingarmálum, göturnar af mótmælendum og óeirðalögreglu. Vissulega voru hér óeirðir fyrir utan ísraelska sendiráðið í kjölfar árás- anna á Gaza, en ólíkt Reykjavík var það ekki hinn almenni borgari sem þar átti í hlut. Í um hálftíma ferðalagi frá Ósló er Sandvika Storsenter, sem er sam- kvæmt einhverjum mælikvörðum stærsta verslunarmiðstöð Norð- urlanda. Hér heldur partíið áfram eins og það sé enn 2007, svo lengi sem maður þiggur ekki laun sín í íslenskum krónum. Hægt er að fá lánaða rafmagnsbíla með körfum undir innkaupapoka til að komast endanna á milli í verslunarhúsinu. Á klósettunum er ekki pappír til að þurrka sér um hendurnar, held- ur heit handklæði. Einhvers staðar á efri hæðum er risavaxin líkams- ræktarstöð, og engin af búðunum sýnir þess merki að vera á leiðinni á hausinn. Á kaffihúsunum drekka konur í pelsum latte og bílastæða- húsin rúma vart alla einkabílana. Tilfinningin er eins og að hafa tek- ið tímavél marga mánuði aftur í tím- ann. Vorum við einhvern tímann svona? Sveitamennska og svartidauði Íslendingar hafa löngum gert grín að sparsemi og meintri sveitamennsku Norðmanna. En meðan Íslendingar keyrðu efnahag sinn aftur til hafta- áranna með því að reyna að sýna fram á hvað þeir væru miklir heims- borgarar, byggðu Norðmenn í kyrr- þey upp fyrirmyndar velferðarríki. Og ekki skortir þá verslunarmið- stöðvarnar heldur. Norðmenn eru nú komnir jafnmikið í tísku meðal Íslendinga og þeir þóttu áður kjána- legir. Sá hlær best sem síðast hlær, nema hvað Norðmenn myndu varla hlæja að litlum fátækum frændum sínum. Hér fáum við velvild og vinnu, það er ekki að undra að annar hver Íslendingur sé á leiðinni til Nor- egs. Enda hefur munurinn á lífs- kjörum í Noregi og Íslandi varla verið meiri síðan þeir réðu okkur á 14. öld. Norðmenn fóru afar illa út úr svartadauða og féllu þar eftir í skuggann af Danmörku og Svíþjóð, urðu fátæk hjálenda eins og Ísland og Finnland. Það var fyrst á ára- tugunum eftir seinni heimsstyrjöld sem þeir efnuðust, þökk sé olíunni jafnt sem mjög stórum skipastóli. Á undanförnum áratugum hafa þeir farið fram úr grannþjóðum sínum, enda eru í dag mörg láglaunastörf í Noregi mönnuð af Svíum. Líklega fá Svíarnir brátt harða samkeppni frá Íslendingum. Svíar og smábílar Í blöðunum er ekki bankahrun helsta fréttin, heldur hinn nýbak- aði sigurvegari Eurovision sem spáð er góðu gengi í Moskvu. „Jafn- vel Svíarnir halda að hann eigi eft- ir að vinna,“ segir á forsíðu VG. Þó má finna kreppufréttir í blöðunum ef nánar er að gáð. Forsíðufrétt Fin- ansavisen er um bílasala í Björgvin sem að segist kaupa notaða bíla á hálfvirði á Íslandi og flytja þá heim. Áður keypti hann lúxusbifreiðar eins og Range Rover og Porsche frá Þýskalandi, en nú eru jafnvel Norð- menn farnir að spara við sig í glæsi- kerrunum. Í staðinn eru það notað- ir Yaris og Auris frá Íslandi sem fólk sækir í. Helsta fréttin hinum megin við landamærin er slæmt gengi Saab sem rambar á barmi gjaldþrots. Ef til vill þýðir það að enn fleiri Svíar eiga eftir að koma yfir. „Mig langar ein- hvern tímann til að fara til Íslands og sjá Íslandshestana,“ segir sænska afgreiðslustúlkan á kaffihúsinu Steam í Sandvika Storsenter. Þeir Norðmenn sem koma til Íslands á næstunni eiga þó ef til vill eftir að skoða bíla frekar en hesta. Skemmtu þér eins og það sé 2007 valUr gUnnarSSon rithöfundur skrifar „Það er ekki að undra að annar hver Íslendingur sé á leiðinni til Noregs.“ mynDin Punt fyrir pontu Helga sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, veit að jafnvel í þingsalnum þarf að huga að útlitinu eins og rakel ósk sigurðardóttir ljósmynd- ari komst að þegar hún fylgdist með umræðum um seðlabankafrumvarpið á dögunum. kjallari Mynd rakEl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.