Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 31
NefNdiN Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt FAÍ Pálmar Kristmundsson arkitekt FAÍ Margrét Harðardóttir arkitekt FAÍ Byggingarlist DV Menningarverðlaun föstudagur 27. febrúar 2009 31 Staðsetning: Þvervegur 1-7, Reykjavík Verkkaupi: Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma Arkitektar: Arkibúllan:Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, arkitekt FAÍ, og Hrefna Björg Þor- steinsdóttir, arkitekt FAÍ Aðstoð: Hjördís Sóley Sigurðardóttir BA, arkitekt FAÍ Myndlist: Berghall: Anna Hallin og Olga S. Bergmann Ráðgjafar: Landmótun: landslagshönnun; Conis: burðarvirki, Efla: lagnir, loftræsting; Ver- kís:hljóðhönnun; Mannvit: raflagnir, brunahönnun; Lúmex: lýsingarhönnun Aðalverktakar: Spöng ehf Starfsmannahús við Gufuneskirkjugarð er fyrsti áfangi þjónustubygginga við Gufunes- kirkjugarð í Reykjavík. Það er árangur af samkeppni á vegum Arkitektafélags Íslands árið 2005. Húsið rís austast í lóðinni við aðalinngang í kirkjugarðinn. Því er valinn staður af nær- gæti m.t.t. grágrýtisklapparholtsins sem er á lóðinni. Byggingin er hvít með grágrýtisklædd- um veggjum að hluta, sem tengja hana umhverfinu á markvissan hátt. Hún er byggð inn í holtið á sannfærandi máta og skapar látlaust, en viðeigandi umhverfi fyrir starfsemina. Byggingin stendur vel sem sérstakur áfangi. Staðsetning: Austurvegi, Ísafirði Verkkaupi: Ísafjarðarbær Arkitektar: Arkiteó, Einar Ólafsson, arkitekt FAÍ Meðhöfundur samkeppnistillögu: Örn Þór Halldórsson, arkitekt FAÍ Ráðgjafar: Tækniþjónusta Vestfjarða, VST (Verkís) Aðalverktakar: Vestfirskir Verktakar Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði er viðbygging við gamla skólahúsið við Aðalstræti, sem var byggt árið 1801 og er nú friðað. Nýbyggingin er jafnframt tenging við svonefndan Nýja barnaskóla sem stendur við Austurveg. Byggingin er niðurstaða samkeppni sem efnt var til árið 2001. Nýbyggingin er dregin til baka frá götulínu Aðalstrætis og myndar tveggja hæða umgjörð um gamla skólann, sem er áfram helsta einkenni og ímynd skólans. Í nýbyggingunni eru sterkir litir notaðir með hvítum flötum, svo andrúmsloftið inni er glað- legt og hæfir vel starfseminni. Skólahúsið er bjart og opið og tengist vel ytra umhverfi. Vel hefur tekist að tengja gamla skólann nýrri starfsemi án þess að bera friðað skólahúsið ofur- liði. Viðbyggingin er látlaus og hófstillt og þjónar vel sínum tilgangi. grunnskólinn á Ísafirði Staðsetning: Borgarbraut 54, Borgarnesi Verkkaupi: Menntaborg ehf Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ, og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ Listskreyting: Þór Vigfússon myndlistarmaður Ráðgjafar: Mannvit: burðarvirki, lagnir, loftræsting, hljóðhönnun; VJI: raflagnir; Exton; hljóð-, ljósa- og myndkerfi Aðalverktakar: Borgarverk ehf, Loftorka ehf, Sólfell ehf Menntaskóli Borgarfjarðar er staðsettur í Borgarnesi í nýjum kjarna þéttbýlisins við Borgar- fjarðarbrúna. Lóðin afmarkast af grónum klettum, með mikilfenglegu útsýni yfir Hvítárósa og Hafnarfjall, sem er eitt þekktasta kennileiti frá Borgarnesi. Byggingunni er skipt upp í þrjá hússkrokka með þakgörðum. Höfundar vitna til mæli- kvarða bæjarsamfélagsins sem húsið er byggt inn í og margbreytilegrar húsagerðar í bæn- um. Húsið er klætt með kopar sem hefur sérstæðan samhljóm með umhverfinu; inn á milli klettanna. Þakið er lagt grjótmulningi sömu gerðar og klettarnir í kring, en þakgarðar eru með lynggróðurþekju. Byggingin er í eigu heimamanna og gegnir einnig hlutverki menningarhúss Borgfirðinga. Menntaskóli Borgarbyggðar Staðsetning: Hafnarbakka 8, Þorlákshöfn Verkkaupi: Hafnarsjóður Þorlákshafnar Arkitektar: Yrki ehf; Ásdís H. Ágústsdóttir, arkitekt FAÍ, og Sólveig Berg, arkitekt FAÍ Ráðgjafar: Mannvit ehf; Burðarþol og lagn- ir, VJI ehf; Raflagnir Aðalverktakar: Trésmíðar Sæmundar ehf Vigtarhúsið er á einni og hálfri hæð með út- sýni yfir höfnina. Húsið er hafnarskrifstofa og þaðan er innsiglingu báta í höfnina jafn- framt stýrt. Stjórnstöð hafnarinnar er í svífandi rúnnuð- um húshluta næst sjónum, eins og skips- brú með sýn yfir allt hafnarsvæðið. Í neðra hálfhringslagaða rýminu er skrifstofa hafn- arstjóra. Þar á milli er kaffistofa, aðstaða starfsmanna og inngangur. Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og klætt með álplötum. Þakið er flatt og glugg- ar eru úr áli. Byggingin er í sterkum app- elsínugulum lit og með mjúkum formum. Starfsemi hússins og smæð býður upp á spennandi mannvirki sem sjálfkrafa verður tákn Þorlákshafnar. Staðsetning: Ytri-Neslönd, Mývatnssveit Verkkaupi: Fjölskylda Sigurgeirs Stefáns- sonar Arkitektar: Mannfreð Vihjálmsson, arkitekt FAÍ Sýningarhönnun: Axel Hrafnkell Ráðgjafar: Efla: burðarvirki; Mannvit: lagn- ir, loftræsting; Verkís: raflagnir Aðalverktakar: Norðurvík, auk sjálfboða- liða Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar er í landi Ytri-Neslanda í Mývatnssveit. Safn- ið er umgjörð afar merkilegs fuglasafns í einkaeign sem nú er opið almenningi. Bátaskýli er staðsett við vatnið, byggt utan um Sleipni, merkan grip í samgöngusögu sveitarinnar. Lóðin fyrir Fuglasafnið nær að bökkum Mývatns. Höfundur sækir form hússins í náttúrufegurð Mývatnssveitar; það rís upp úr landinu, klætt gróðurþekju af byggingarlóðinni og verður eitt með náttúrunni. Grasi gróin þök og hlaðnir veggir mæta auga gestsins frá aðkomuveginum og húsið opnast með gler- og viðarklæddum veggjum út að vatninu. Móttökurýmin eru einkar björt og aðlaðandi þar sem njóta má nálægðar við fuglalífið og náttúruna. vigtarhús Þorlákshöfn Þjónustubyggingar KgrP Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.