Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 25
Föstudagur 27. Febrúar 2009 25Helgarblað í næsta mánuði, vera prófmál sem hann er sannfærður um að vinna. „Ég á ekki átta milljónir. Ef ég tapa, tapa ég öllu. Ég er alveg tilbúinn að taka því en ég læt ekki vaða yfir mig.“ Herbert bauð húsfélaginu sátt upp á 2,4 milljónir en þeirri sátt var hafnað af húsfélaginu. Hann segir andrúmsloftið í raðhúsa- lengjunni slæmt. „Nágrannarnir líta niður þegar þeir sjá mig, þora ekki að horfa í augun á mér.“ Hann segir ástandið það þving- andi að hann vill helst setja hús- ið á sölu og flytja í burtu, en Her- bert segir ómögulegt að selja eins og ástandið sé í dag. „Mig langar að komast héðan og minnka við mig. Við erum þrír í stóru húsi,“ segir Herbert. Hann tekur þó fram að hann sé óhræddur við að missa allt. „Ef þetta fer á verri veginn verð ég öreigi. Þá á ég ekkert og það er bara æðislegt. Þá er ég frjáls frá þessu rugli og leigi mér litla sæta íbúð.“ Konan labbaði út Deilurnar við nágrannana tóku sinni toll af fjölskyldunni. „Ég tók þessu betur heldur en kona mín, Svala. Ég held að hún hafi fengið nett áfall þegar fyrsti fimm hundr- uð þúsund króna greiðsluseðillinn kom inn um lúguna. Þessar deil- ur urðu til þess að hjónabandið brast,“ útskýrir hann en þau skildu á haustmánuðum síðasta árs eftir 21 ára hjónaband. Svala og Herbert giftu sig í september 1987. Giftingarplaggið hangir uppi á vegg og Herbert lít- ur á það til þess að rifja upp dag- setninguna. Hann grípur gítarinn og sest aftur í sófann. „Við Svala fórum á mikið af fundum vegna húsþaksins og okk- ur bárust hótanir og stefnur í gríð og erg, manni fer að líða frekar EIGINKONAN LABBAÐI BARA ÚT illa, en fólk er misjafnlega sterkt og ég held að þetta hafi farið með hana.“ Hann segist þó vera hamingju- samur og klórar gítarinn sem hann er með í höndunum. „Þetta var vissulega mikið sjokk er hún fór frá mér. Við eigum fjögur börn saman og þetta er yndisleg kona. Það erf- iðasta í þessu var að það var ekkert rifrildi, ekkert ofbeldi í hjónaband- inu. Ég hef aldrei gengið í skrokk á kvenmanni um ævina. Svala labb- aði bara út einn daginn, tók sæng sína og fór,“ segir Herbert stóískur. „Hún hefur ekki viljað setjast nið- ur með mér og ræða málin, hvort hún sé hætt að elska mig eða hvort við eigum að skipta búinu. Hún vill ekki ræða það.“ Herbert hefur þó engan veginn misst dampinn. „Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan máta. Ég vissi að ég hafði ekki gert neitt af mér og auðvitað sakna ég hennar en það þýðir ekki að horfa um öxl,“ segir hann og heldur áfram að leika sér með gítarinn. „Ég fæ visst frelsi sem tónlistar- maður núna. Og ég fíla það í tætl- ur að sitja heima, semja og einbeita mér að tónlistinni.“ Í sömu andrá brýst hann út í söng og byrjar að syngja lag af síðustu plötu sinni, Ný spor: „Tilveran hér með tímanum fer. Enginn veit sína ævi, fyrr en öll er og því fyndist mér það sé ætíð við hæfi, að þroska það vel sem mótar þitt þel, í þrautum sem allir þreyja, því allt í duftið mun sig beygja því við fæddumst til að deyja.“ Hann hættir skyndilega og spyr. „Skilurðu?“ Hann vitnar síð- an í búddismann og segist vera að breyta eitri í meðal. Flasa djöfulsins Herbert segir mikið hafa gengið á í sínu lífi undanfarin misseri, en hann tekur fram að baráttan við nágrann- ana og skilnaðurinn væru miklu erf- iðari ef hann væri ekki edrú. „Það urðu viss kaflaskipti í mínu lífi fyrir 19 mánuðum. Ég tók þá ákvörðun að hvíla tóbakið, áfengið, eiturlyfin. Öll hugbreytandi efni. Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég nota enga gjafa lengur. Tekið á því Herbert tók þá ákvörðun að breyta um lífsstíl. Hann mætir í ræktina sex sinnum í viku. Heilsan í fyrirrúmi Herbert ásamt gillzenegger og einkaþjálfara sínum garðari sigvaldasyni. „Það erfiðasta í þessu var að það var ekkert rifrildi, ekkert ofbeldi í hjónabandinu. Ég hef aldrei gengið í skrokk á kvenmanni um ævina. Svala labbaði bara út einn daginn, tók sæng sína og fór. “ Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.