Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 46
föstudagur 27. febrúar 200946 Sport
ToTTenham reynir að verja TiTilinn Á sunnudaginn mætast Manchest-
er united og tottenham í úrslitum enska deildarbikarsins. draumur Manchester united
um að vinna alla fimm titlana í boði á árinu er enn í fullum gangi og geta þeir tekið
annað skref í átt að fimmunni á sunnudaginn. tottenham er ríkjandi deildarbikar-
meistari en það lagði Chelsea, 2-1, í framlengdum úrslitaleik í fyrra. Varnarjaxlinn
Jonathan Woodgate skoraði þar sigurmarkið. Harry redknapp hafði betur í bikarleik
gegn united í fyrra þegar hann stýrði Portsmouth en þurfti að lúta í gras fyrir skotan-
um þegar liðin mættust í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Man. united vann þenn-
an titil árið 2005 þegar það valtaði yfir Wigan í úrslitaleiknum, 4-0.
uMsJón: tóMas þór þórðarson, tomas@dv.is
Klukkan hálf tvö á laugardaginn verð-
ur flautað til leiks í úrslitaleik Eim-
skipsbikar kvenna og klukkan 16.00
sama dag leika karlarnir um þennan
eftirsótta bikar. Í kvennaflokki mætast
tvö ólík lið. Stjarnan, sem hefur unnið
Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð og
er ásamt því ríkjandi deildarbikar- og
bikarmeistari, mætir liði FH sem vann
síðast titil í kvennaflokki árið 1981.
Í karlaleiknum spá allir sama liðinu
sigri. Val. Bikarmeistararnir geta varið
titil sinn og fá til þess afar þægilegan
leik á pappírunum. Hlíðarendapiltar
mæta Gróttu sem leikur deild neðar
en er þó efst í 1. deildinni og stefnir
hraðbyri í deild þeirra bestu. „Dúkur-
inn er draumurinn,“ sagði maður hér
um árið og aldrei á neitt að vera gefið
þegar í bikarúrslitaleik er komið.
Sigurhefðin ekki sambærileg
Valsmenn geta með sigri á laugardag-
inn orðið sigursælasta lið bikarkeppni
karla frá upphafi. Þeir eru nú jafnir
Víkingum með sex titla á kjaft en geta
nælt í þann sjöunda með sigri. Þrátt
fyrir öll þau mögnuðu lið sem sést
hafa á Hlíðarenda hefur engu þeirra
liða tekist að vinna bikarinn tvö ár í
röð. Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálf-
ara Vals, gefst því kjörið tækifæri til
að rita nafn sitt rækilega í sögubækur
Valsmanna.
Það er langt í að eitthvað kvenna-
lið nái Fram í fjölda bikartitla en Safa-
mýrarliðið státar af tólf slíkum. Næst-
oftast hefur Stjarnan unnið eða alls
fimm sinnum. Eins og með Val hefur
engu liði Stjörnunnar tekist að vinna
bikarinn tvö ár í röð.
Liðin sem þessi tvö stórveldi mæta,
Grótta og FH, eiga ekkert sambærilegt
við þau. FH á að baki einn bikartitil í
kvennaflokki árið 1981 en Grótta hef-
ur aldrei unnið titil í karlaflokki.
Ólíkar leiðir í úrslit
Vilji menn búa sér til trú á minni lið-
in um helgina er ekki gott að líta á
leið liðanna í úrslitaleikinn. Á með-
an Valsmenn byrjuðu strax á því
að taka tvöfalda silfurmeistara N1-
deildarinnar í 32 liða úrslitum mætti
Grótta ellismellunum í Aftureldingu
3. Bæði lið fengu svo auðvelda leiki
í 16 liða úrslitum en á meðan Grótta
vann Stjörnuna 2 í 8 liða úrslitum
valtaði Valur yfir fjendur sína í Fram
með níu mörkum í Safamýrinni. Vals-
menn unnu svo FH næst auðveldlega
í undanúrslitum á meðan Grótta fékk
hörkuleik gegn samdeildingum sín-
um úr Selfossi.
Sama er að segja um leiðir kvenn-
anna. Stjarnan mætti öðru og þriðja
besta liði landsins, Haukum og Val,
á leið sinni í úrslitin og vann báða
leiki sannfærandi. Á sama tíma lagði
FH vissulega Fram í Safamýrinni en
mætti í undanúrslitum KA/Þór og
vann þann leik með fimmtán marka
mun.
Ragnhildur Rósa og Rúmenarnir
FH hefur spilað afleitlega í deildinni
að undanförnu og er það vissulega víti
til varnaðar fyrir Stjörnustúlkur. Svo
virðist sem hugur FH-inga sé löngu
kominn í höllina og ætla þær að selja
sig dýrt gegn Garðbæingum þegar á
hólminn er komið.
Þegar litið er til mikilvægustu
manna liðsins er Ragnhildur Rósa
Guðmundsdóttir hjá FH sú sem fólk
þarf að fylgjast með. Hún er lang-
markahæst FH-inga í deildinni og
leiðtogi inni á velli enda fyrirliði.
Stjörnuliðið er auðvitað ótrúlega
vel mannað en verði Rúmenarn-
ir í góðum gír er erfitt að sjá FH eiga
séns, hvað þá nokkur önnur lið. Hér
er auðvitað talað um stórskyttuna Al-
inu Petrache og guðmóður hennar í
markinu, Florentinu Stanciu. Alina
fór langt með að vinna bikarúrslitin
upp á sitt einsdæmi í fyrra og þá getur
Florentina auðveldlega klárað hvaða
leik sem er.
Svolítið þreyttur á Davíð
„Það vissu allir að þessi Davíðs- og
Golíatumræða yrði í kringum leik-
inn en það er kannski komið svolítið
gott af henni. En þetta er bara gaman.
Á laugardaginn fara fram úrslitaleikir í Eimskipsbikar karla og kvenna. Hjá konunum
mæta bikar- og deildarbikarmeistarar Stjörnunnar liði FH og eiga eins og Valur, sem
mætir Gróttu í karlaflokki, möguleika á að hirða bikarinn tvö ár í röð. Valsmenn geta
með sigri orðið sigursælasta lið bikarkeppninnar frá upphafi og orðið fyrsta Valsliðið
til þess að vinna tvö ár í röð. DV ræddi við þjálfara liðanna í vikunni.
Tvöföld baráTTa
davíðs og golíaTs
Þetta er auðvitað úrslitaleikur og við
ætlum okkur sigur,“ segir Óskar Bjarni
Óskarsson, þjálfari Valsmanna, um
rimmuna gegn Gróttu í bikaúrslitun-
um. „Það er alltaf pressa að vera í úr-
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Fyrirliðarnir atli rúnar steinþórsson,
gróttu, og ólafur Haukur gíslason, Val.
MyND BRAgi ÞÓR JÓSepSSON
Tvö ár í röð? tekur Kristín Clausen bik-
arinn heim í garðabæ eða fer ragnhildur
rósa með hann í Hafnarfjörðinn?
MyND BRAgi ÞÓR JÓSepSSON
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari
gróttu þarf að nýta alla sína reynslu
ætli hann sér sigur gegn Val.
MyND BRAgi ÞÓR JÓSepSSON