Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 15
föstudagur 27. febrúar 2009 15Helgarblað
Englandsbanki bauð Adolf Burger,
einum þeirra sem fölsuðu bresk
pund í einangrunarbúðum nasista
í síðari heimsstyrjöldinni, að koma
í bankann og skoða einn af fölsuðu
seðlunum. Ástæða veru Burgers í
Lundúnum er útgáfa endurminn-
inga hans á ensku
Fölsun breskra pundsseðla var
liður í fyrirætlunum nasista til að
knésetja breska hagkerfið og Burg-
er, sem var ásamt fleiri fölsurum
neyddur til að búa til nánast full-
komnar falsanir, skoðaði einn seð-
ilinn og umlaði: „Já. Þetta er einn af
mínum.“
Adolf Burger, sem er níutíu og
eins árs, er fyrsti falsarinn sem vitað
er til að hafi verið boðið í Englands-
banka. Í viðtali við breska blaðið
The Times sagði hann að hann og
samfangar hans hefðu merkt föls-
uðu seðlana með ákveðnum hætti
í von um að Englandsbanki gerði
sér grein fyrir því að um falsanir
væri að ræða, en án þess að nasist-
ar rækju í það augun.
Fölsun mikil ógn
Stærð breskra peningaseðla olli því
að vaninn var að brjóta þá sam-
an og pinna þá saman og með því
voru gerð örlítil göt eftir pinnana.
„Til að láta okkar seðla líta út fyrir
að vera notaðir voru sérfræðingar
í búðunum sem gerðu pinnagöt-
in. En við vissum að Englending-
ar myndu aldrei stinga í gegnum
Brittanníu [sem er tákn breska
konungsveldisins á seðlinum] og
því var það einn fangi sem alltaf
gataði Brittaníu. Við vonuðumst
til að koma skilaboðum út úr búð-
unum svo fólk gæti borið kennsl á
falsaðan seðil, en okkur tókst það
ekki,“ sagði Burger.
Ógnin sem stóð af fölsunum
var svo mikil að árið 1943 voru all-
ir seðlar , nema fimm punda seð-
illinn, teknir úr umferð í Bretlandi,
og fimm punda seðillinn var end-
urhannaður árið 1945.
Adolf Burger vann við að búa
til 135 milljónir sterlingspunda
í fimm, tíu, tuttugu og fimmtíu
punda seðlum, en sú upphæð svar-
ar til þriggja milljarða sterlings-
punda á núvirði.
Þýskir útsendarar komu seðl-
unum í umferð um gervallt meg-
inland Evrópu og í bígerð var að
henda seðlabúntum yfir Bretland
til að valda óstöðugleika í breska
hagkerfinu.
Konan send í gasklefann
Adolf Burger, sem er lærður prent-
ari, er Slóvaki og gyðingur. Hann var
handtekinn í ágúst 1942, sjö mán-
uðum eftir að hann gekk í hjóna-
band með Gíselu. Þau voru send til
einangrunarbúðanna í Auschwitz,
þar sem Gísela var deydd síðar það
ár.
Eftir átján mánuði í
Auschwitz-Birkenau varð
reynsla Burgers af prent-
iðn til þess að hann var
færður til Sachsenhausen
til að vinna að peninga-
fölsun í áætlun sem gekk
undir nafninu Aðgerð
Bernhard.
Adolf Burger fékk sér-
staka meðferð, en gerði
sér grein fyrir því að
vegna vinnu sinnar yrði
honum ekki lífs auðið.
„Þegar ég fékk rúm
með rúmfatnaði og mat
leið mér eins og dauðri
manneskju í fríi því okk-
ur var ekki ætlað að lifa
af. Þegar þeir fóru með
mig í sérálmurnar hugsaði ég „Nú
er ég örugglega dauðans matur“
því þeir myndu örugglega ekki
láta mig lifa af svona aðgerð,“
sagði Burger í viðtali við The Tim-
es.
Bandaríkjamenn frelsuðu
búðirnar í maí 1945.
Gæti falsað nýja seðla
Ástæða þess að Adolf Burger var
boðið að sækja Englandsbanka
heim var útgáfa á endurminning-
um hans á ensku. Endurminning-
ar hans voru gefnar út á tékknesku
árið 1983, en Burger er búsettur í
Prag. Sama ár komu þær út í slóv-
akískri og síðar í þýskri þýðingu
undir heitinu Des Teufels Werk-
statt.
Enska þýðingin kom út í þess-
um mánuði og fylgdi Burger
henni eftir með því að heimsækja
Lundúni.
Árið 2006 var gerð kvikmynd
byggð á endurminningum Adolfs
Burger, Die Fälscher, og vann hún
til Óskarsverðlauna árið 2008 sem
besta erlenda kvikmyndin.
Adolf Burger er annar tveggja
falsara sem komu við sögu í Að-
gerð Bernhard sem enn eru á lífi.
Að hans sögn væri hann fær um að
falsa nýja peningaseðla þrátt fyrir
tæknilega þróun í prentun þeirra.
Burger sagði Andrew Bailey, yfir-
gjaldkera Englandsbanka, að hafa
þó engar áhyggjur. „Ég lofaði hon-
um [Bailey] að ég myndi ekki gera
slíkt aftur,“ sagði Adolf Burger.
„Þegar ég fékk rúm
með rúmfatnaði og
mat, leið mér eins og
dauðri manneskju í
fríi því okkur var ekki
ætlað að lifa af. Þeg-
ar þeir fóru með mig í
sérálmurnar hugsaði
ég „Nú er ég örugg-
lega dauðans matur“
því þeir myndu ör-
ugglega ekki láta mig
lifa af svona aðgerð.“
í Englandsbanka
Falsari
Í Aðgerð Bernhard í síðari heimsstyrjöldinni neyddu nasistar fanga sína sem bjuggu yfir þekkingu og
kunnáttu til að falsa breska pundsseðla. Tilgangurinn var að valda óstöðugleika í breska fjármálakerf-
inu. Tveir þeirra sem unnu við falsanirnar eru enn á lífi og er Adolf Burger annar þeirra.
KolBeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Adolf Burger Var neyddur til
að falsa breska pundsseðla í
einangrunarbúðum nasista.
Fimm punda seðill britt-
annía er í vinstra efra horni.