Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 21
föstudagur 27. febrúar 2009 21Helgarblað Pústþjónusta, ísetningar á dempurum og bremsuklossum Dugguvogi 21, Sími 588-2555 Gæðabakstur ehf. Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000 Veljum íslenskt Gæða kleinur Orku- kubbur gott í dagsins önn... STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l Hamingjan Hjálpi ykkur þegar við sleppum Ég las viðtöl við útlenska sérfræð- inga sem voru gapandi af hrifningu yfir snilld hinna íslensku bissnis- smanna sem virtust hafa uppgötvað viskusteininn sem gerði þeim kleift að búa til gull. Og ég heyrði forseta Íslands hrópa: „You ain´t seen nothing yet!“ um „sigurgöngu“ Avion Group og annarra íslenskra snillinga. Ef til vill er það hróp það vand- ræðalegasta af þessu öllu, svona eftir á að hyggja. En allt þetta varð til þess að við trúðum og héldum að undirstaðan væri traust. Þótt við skildum kannski ekki neitt í neinu. Flestir eiga nóg eftir Nú er allt hrunið. Við sitjum í brennunni miðri og leitum útgöngu en okkur eru allar leiðir lokaðar. Auðmennirnir okkar, þeir eru aft- ur á móti úti í sólskininu. Flestir þeirra að minnsta kosti. Margir þeirra hafa vissulega tap- að miklu af meintum eignum sínum, en flestir eiga áreiðanlega nóg eftir. Og viðhengimenni auðmann- anna sitja á sínum fjallmyndarlegu bankabókum á Cayman-eyjum og Tortola. Komið heim með peningana! Við þetta fólk segi ég: Komið heim með peningana! Hvort sem þið teljið ykkur hafa unnið fyrir þeim á heiðar- legan hátt eða ekki: Komið sjálfvilj- ug heim með peningana, látið okkur ekki þurfa að eltast við ykkur. Komið heim og leggið peningana ykkar í ís- lenskt atvinnulíf sem nú er að breyt- ast í brunarústir, meðal annars vegna glannaskapar ykkar – svo ég kveði nú ekki fastar að orði. Og ég er að tala um alla pening- ana. Ekki bara eitthvað brot af þeim. Alla! Skrautbúin skip og einkaþotur Komið með peningana og leggið þá í lífvænleg íslensk fyrirtæki, svo ekki þurfi að segja upp fleira fólki; leggið í íslenskt atvinnulíf hverja andskotans krónu sem þið hafið laumað und- an til Antíga, komið með skrautbú- in skip ykkar og einkaþotur, færiði gjaldeyrinn heim. Aðeins þannig getiði bjargað andlitinu, aðeins þannig getiði frið- að samviskuna sem ég veit að býr í brjósti ykkar allra. Því þið eruð bara venjulegt ís- lenskt fólk, ekkert öðruvísi en við. Þið eigið ekkert betra skilið en við. Auðmennirnir – og ég! Sameiginlegur forfaðir minn og Björgólfs Guðmundssonar var Jón Árnason, smábóndi á Skjaldþings- stöðum í Vopnafirði um 1700. Ættir mínar og Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar liggja saman í Hávarði Jónssyni bónda í Múlasýslu um 1800. Hreiðar Már Sigurðsson og ég eigum sameiginlegan ættföður í Jóni Þórarinssyni sem fæddist í Næfur- holti og lifði einn af tíu systkinum í Stórubólu 1707. Við Bjarni Ármannsson erum fimmmenningar; báðir komnir af búandhjónunum Vigfúsi Gunnars- syni og Vigdísi Auðunsdóttur sem bjuggu í Fellsmúla í Landsveit á 19. öld. Ég og Sigurður Einarsson rekj- um saman ættir til Gísla Brynjólfs- sonar og Halldóru Bjarnadóttur sem bjuggu á Ægissíðu við Helluvað á of- anverðri 18. öld. Og forfaðir okkar Ólafs Ólafsson- ar í Samskipum, sem fékk Búnaðar- bankann gefins frá Davíð og Hall- dóri, það var „Björn halti og harði“ sem var bóndi í Valabjörgum í Skaga- firði á seinni helmingi 18. aldar. Ég nennti hreinlega ekki að fletta upp skyldleika mínum við Hann- es Smárason eða Lárus Welding/ Snorrason ... Venjulegt íslenskt fólk Allir þessir sameiginlegu forfeður og -mæður mínir og útrásarvíkinganna og auðmannanna voru venjulegt ís- lenskt fólk, bændur, vinnumenn, sem hokruðu hver að sínu, reyndu að komast skammlaust gegnum lífið og bjarga sér, vonandi var þetta allt meira og minna heiðarlegt fólk. Ég leyfi mér að minnsta kosti að trúa því að þessir forfeður hefðu lát- ið segja sér það tvisvar ef þeir hefðu frétt af afkomendum sínum sitjandi sem fastast á fjársjóðum í útlöndum meðan harðindi ríktu hér heima. Að bíða nötrandi Hvaða annan valkost eigið þið svo sem? Að bíða nötrandi eftir því að upp komist um hverja krónu í skatta- skjólunum? Þið sjáið veggi banka- leyndarinnar falla hvern af öðrum, og þó er sú þróun rétt að byrja. Við munum á endanum frétta af hverri einustu bankabók og hversu mikið leynist þar inni. Kannski verður okkur ekki kleift að krækja í hverja krónu en við munum frétta af þeim, veriði viss. Fangar í eigin skömm Og ég get líka sagt ykkur annað. Þó ég sé ekki mikið gefinn fyr- ir innantóman belging um að við munum „vinna okkur út úr vand- anum“ og svo framvegis, þá er það nú samt satt. Við munum á endanum finna leið út úr eldinum. Leiðina út í sólskinið, þar sem þið standið nú og hvíslist hæðn- islega á um hvað nauð okkar saki ykkur. Fyrr eða síðar, þá munum við sleppa. Og þá má umorða lokaorð Steins Steinars: „Hamingjan hjálpi ykkur. Þegar við sleppum.“ Því þá verðið þið fangar í eig- in skömm. Upp úr því eldhafi mun ekki einu sinni gaflaðið standa upp úr. SKArphéðinn í brennunni eftir Hannes Hafstein (brot) Buldi við brestur, Brotnaði þekjan. Reið niður rjáfur og rammir ásar. Skall yfir eldhafið, ólgandi, logandi, eldvargar runnu fram, hvæsandi, sogandi. Reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu. Gaflaðið eitt stóð sem klettur úr hafinu. Nár var þá Njáll, nár var Bergþóra. Burtu var Kári, brunninn Grímur, höggvinn Helgi. Héðinn stóð einn tepptur við gaflað og glotti við tönn. [...] Aleinn örlögum ofurseldur horfðist í augu við eld og dauða. SKArphéðinn í brennunni eftir Stein Steinarr Það er lygi, sem sagt er. Ég leitaði útgöngu, ég leitaði útgöngu í máttvana skelfingu deyjandi manns. En leiðin var lokuð. Og ég heyrði ykkur hvísla út í hlæjandi sólskinið: Látum hann farast. Hvað sakar það okkur? Hvað getum við að því gert? Hamingjan hjálpi ykkur! Hefði ég sloppið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.