Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 55
föstudagur 27. febrúar 2009 55Fókus
Agent Fresco eins árs agent
fresco, bjartasta vonin á Íslensku tónlistar-
verðlaununum, fagnar eins árs starfsaf-
mæli sveitarinnar á laugardagskvöldið,
nánar tiltekið á Kaffibarnum. strákarnir
ætla í því tilefni að halda ókeypis tónleika
fyrir gesti staðarins. Á sunnudaginn er
tuttugu ára afmæli bjórsins og verður því
sérstakt tilboð á bjór til miðnættis.
umsjón: Kolbrún pÁlÍna helgadóttir, kolbrun@dv.is
endA þettA
með stæl
Hljómsveitin Stóns heldur risatónleika á NASA í kvöld til heiðurs The Rolling Stones:
Gisting
Golfferðir
Golfklúbburinn er að fara í marsferð til Flórída.
Upplagt tækifæri að taka þátt í golfferð. Smell-
ið á www.klubburinn.com og hafið samband.
Orlofsíbúðir í Stykkishólmi til útleigu í lengri
eða skemmri tíma. Um er að ræða 12 lúxus
íbúðir sem eru tilvaldar fyrir golfáhugamenn,
fjölskyldufólk og starfsmannafélög. Í hverri
íbúð er sjónvarp, DVD og hljómflutningstæki,
örbylgjuofn og uppþvottavél. Bærinn er í 2
tíma fjarlægð frá Reykjavík. Hafið samband í
fyrirspurn@orlofsibudir.is og í gsm 861 3123.
GISTING Í KAUPMANNAHÖFN - TILBOÐ
GISTING Í KAUPMANNAHÖFN - TILBOÐ
Fullbúnar lúxusíbúðir í göngufæri frá miðbæn-
um. Verð aðeins 750 dkr nóttin fyrir 3 herb.
íbúð fram til 1. júní 2009.
Gisting í boði
Bjóðum upp á gistingu á besta stað í bænum
2 og 3 herbergja íbúðir, fullbúnar húsgögnum
og uppbúnum rúmum. Internet-tenging er til
staðar. S: 694 4314. www.gista.is.
KAUPMANNAHÖFN - ÍBÚÐIR Í
LANGTÍMALEIGU
KAUPMANNAHÖFN - ÍBÚÐIR Í LANGTÍMALEIGU
Tvær nýuppgerðar 89 fm, 3 herb. íbúðir á
Vesterbro-svæðinu til leigu í lengri eða
skemmri tíma. Önnur íbúðin er fullbúin nýjum
húsgögnum og öllum búsáhöldum.
Henta einnig ágætlega til þess að deila með
öðrum. Frítt internet og kapalsjónvarp. Nánari
uppl. í s. 891-8612, +45 27111038, www.-
stracta.com eða annalilja@stracta.com.
Sumarhús
Glæsilegt hús til leigu í Orlando
Glæsilegt einbýlishús til leigu í nýlegu hverfi
í Orlando. Eagle Creak. Glæsilegur golfvöllur.
Skoðið nánar á www.orlandohus.is eða í síma
895-7285. Guðný Lára.
SPÁNARHÚS TIL LEIGU Á ALICANTE GOLF
STRÖND
Hús til leigu, stutt á ströndina, skemmtigarða,
verslunarmiðstöðvar, golfvellina, dýragarða,
veitingahús og matvöruverslanir. Húsin eru
frábær, sólterresa, sólbekkir, ferðabarnarúm
og m.fl. Traust og góð íslensk þjónusta. S. 695-
1239. www.spanarhus.com.
Húsnæði í boði
Stúdíóbúð til leigu
Stúdíóíbúð 40 m2, anddyri, bað, stofa m. eld-
húskrók, laus strax. Vinsamlega sendið nafn og
kt., síma og/eða mail til blaðsins og við höfum
samband um hæl. Svör sendist á smaar@dv.is
merkt stúdíóíbúð.
„Það sem er svo gott við The Rolling
Stones er að hún á aðdáendur alls
staðar og allir þekkja lögin hennar,“
segir Björn Stefánsson, söngvari töku-
lagasveitarinnar Stóns sem heldur
heljarinnar lokatónleika, í bili, á NASA í
kvöld. En Björn, sem oftast er kenndur
við Mínus, flytur til Danmerkur 3. mars
næstkomandi.
Sveitin var stofnuð síðasta vor og
var fyrsta giggið spilað í nóvember. Þeir
hafa spilað á tónleikum á öllu höfuð-
borgarsvæðinu og byrjuðu meðal ann-
ars á Player’s í Kópavogi.
„Þegar við ákváðum að gera þetta
byrjuðum við á því að stíga út úr vissu
„comfort zone-i“. Við spiluðum á stöð-
um sem við höfðum aldrei spilað áður
á eins og Player’s. Þar var áhorfenda-
hópur sem við höfðum aldrei áður séð,
menn í Rolling Stones-bolum með der-
húfur og upptökuvélar,“ segir Björn og
bætir við: „Sem tónlistarmaður er mað-
ur á hálum ís ef maður heldur sig inn-
an þessa „comfort zone“. Við þurfum
að prófa nýja hluti til þess að þroskast
sem tónlistarmenn og við höfum lært
mikið af því að vera í þessari sveit. Það
er ótrúlegt að sjá hvað þessi sveit hefur
mikil ítök og fólk ferðast langar leiðir til
þess að hlusta á okkur.“
Strákarnir leggja mikinn metnað
í að ná anda sveitarinnar á sviði. „Við
erum að heiðra þessa langlífu sveit. Það
þarf að gera þetta vel og minnstu smá-
atriði mega ekki klikka,“ segir Björn og
bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi
tekið þá ákvörðun strax frá byrjun að
gera þetta vel. „Ég hef séð svona hljóm-
sveitir áður, hérna heima og erlendis.
Það er ekki nóg að spila vel, það skiptir
máli hvernig þú berð þig á sviði. Þetta
er ekkert hálfkák hjá okkur, við héldum
vídeókvöld og þess háttar,“ segir hann
og hlær. En sveitin hefur orð á sér fyrir
frábæra sviðsframkomu.
Björn flytur til Danmerkur í byrj-
un næsta mánaðar og líf hans tekur
heldur betur breytingum. „Ég er nán-
ast hættur í Motion Boys. Það er óvíst
hvort ég spili með þeim á næstu plötu,
en ég er auðvitað óstarfhæfur í öðru
landi,“ segir Björn. „Auðvitað er þetta
sárt en þetta hefur verið í bígerð lengi.
Mig langar að takast á við önnur verk-
efni, en það var kominn tími á þetta,“
bætir hann við.
Aðspurður segist Björn vera langt
frá því að vera hættur í tónlist. „Ef ég
þekki mig rétt verð ég farinn að vinna
að einhverju innan skamms. Lang-
ar einnig að vinna að eigin plötu. Svo
að ég er ekki hættur að spila.“ En hann
stefnir einnig í nám næsta haust – í
tónlist að sjálfsögðu.
Margir þjóðþekktir tónlistarmenn
munu koma fram í kvöld og þar á með-
al KK, Andrea Gylfadóttir, Sigtryggur
Baldursson, Daníel Ágúst og Krummi,
svo einhverjir séu nefndir. Miðaverð er
1.800 krónur.
hanna@dv.is
Stóns býður upp á
einstaka upplifun á
nasa í kvöld.
Bílar til sölu