Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 55
föstudagur 27. febrúar 2009 55Fókus Agent Fresco eins árs agent fresco, bjartasta vonin á Íslensku tónlistar- verðlaununum, fagnar eins árs starfsaf- mæli sveitarinnar á laugardagskvöldið, nánar tiltekið á Kaffibarnum. strákarnir ætla í því tilefni að halda ókeypis tónleika fyrir gesti staðarins. Á sunnudaginn er tuttugu ára afmæli bjórsins og verður því sérstakt tilboð á bjór til miðnættis. umsjón: Kolbrún pÁlÍna helgadóttir, kolbrun@dv.is endA þettA með stæl Hljómsveitin Stóns heldur risatónleika á NASA í kvöld til heiðurs The Rolling Stones: Gisting Golfferðir Golfklúbburinn er að fara í marsferð til Flórída. Upplagt tækifæri að taka þátt í golfferð. Smell- ið á www.klubburinn.com og hafið samband. Orlofsíbúðir í Stykkishólmi til útleigu í lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða 12 lúxus íbúðir sem eru tilvaldar fyrir golfáhugamenn, fjölskyldufólk og starfsmannafélög. Í hverri íbúð er sjónvarp, DVD og hljómflutningstæki, örbylgjuofn og uppþvottavél. Bærinn er í 2 tíma fjarlægð frá Reykjavík. Hafið samband í fyrirspurn@orlofsibudir.is og í gsm 861 3123. GISTING Í KAUPMANNAHÖFN - TILBOÐ GISTING Í KAUPMANNAHÖFN - TILBOÐ Fullbúnar lúxusíbúðir í göngufæri frá miðbæn- um. Verð aðeins 750 dkr nóttin fyrir 3 herb. íbúð fram til 1. júní 2009. Gisting í boði Bjóðum upp á gistingu á besta stað í bænum 2 og 3 herbergja íbúðir, fullbúnar húsgögnum og uppbúnum rúmum. Internet-tenging er til staðar. S: 694 4314. www.gista.is. KAUPMANNAHÖFN - ÍBÚÐIR Í LANGTÍMALEIGU KAUPMANNAHÖFN - ÍBÚÐIR Í LANGTÍMALEIGU Tvær nýuppgerðar 89 fm, 3 herb. íbúðir á Vesterbro-svæðinu til leigu í lengri eða skemmri tíma. Önnur íbúðin er fullbúin nýjum húsgögnum og öllum búsáhöldum. Henta einnig ágætlega til þess að deila með öðrum. Frítt internet og kapalsjónvarp. Nánari uppl. í s. 891-8612, +45 27111038, www.- stracta.com eða annalilja@stracta.com. Sumarhús Glæsilegt hús til leigu í Orlando Glæsilegt einbýlishús til leigu í nýlegu hverfi í Orlando. Eagle Creak. Glæsilegur golfvöllur. Skoðið nánar á www.orlandohus.is eða í síma 895-7285. Guðný Lára. SPÁNARHÚS TIL LEIGU Á ALICANTE GOLF STRÖND Hús til leigu, stutt á ströndina, skemmtigarða, verslunarmiðstöðvar, golfvellina, dýragarða, veitingahús og matvöruverslanir. Húsin eru frábær, sólterresa, sólbekkir, ferðabarnarúm og m.fl. Traust og góð íslensk þjónusta. S. 695- 1239. www.spanarhus.com. Húsnæði í boði Stúdíóbúð til leigu Stúdíóíbúð 40 m2, anddyri, bað, stofa m. eld- húskrók, laus strax. Vinsamlega sendið nafn og kt., síma og/eða mail til blaðsins og við höfum samband um hæl. Svör sendist á smaar@dv.is merkt stúdíóíbúð. „Það sem er svo gott við The Rolling Stones er að hún á aðdáendur alls staðar og allir þekkja lögin hennar,“ segir Björn Stefánsson, söngvari töku- lagasveitarinnar Stóns sem heldur heljarinnar lokatónleika, í bili, á NASA í kvöld. En Björn, sem oftast er kenndur við Mínus, flytur til Danmerkur 3. mars næstkomandi. Sveitin var stofnuð síðasta vor og var fyrsta giggið spilað í nóvember. Þeir hafa spilað á tónleikum á öllu höfuð- borgarsvæðinu og byrjuðu meðal ann- ars á Player’s í Kópavogi. „Þegar við ákváðum að gera þetta byrjuðum við á því að stíga út úr vissu „comfort zone-i“. Við spiluðum á stöð- um sem við höfðum aldrei spilað áður á eins og Player’s. Þar var áhorfenda- hópur sem við höfðum aldrei áður séð, menn í Rolling Stones-bolum með der- húfur og upptökuvélar,“ segir Björn og bætir við: „Sem tónlistarmaður er mað- ur á hálum ís ef maður heldur sig inn- an þessa „comfort zone“. Við þurfum að prófa nýja hluti til þess að þroskast sem tónlistarmenn og við höfum lært mikið af því að vera í þessari sveit. Það er ótrúlegt að sjá hvað þessi sveit hefur mikil ítök og fólk ferðast langar leiðir til þess að hlusta á okkur.“ Strákarnir leggja mikinn metnað í að ná anda sveitarinnar á sviði. „Við erum að heiðra þessa langlífu sveit. Það þarf að gera þetta vel og minnstu smá- atriði mega ekki klikka,“ segir Björn og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi tekið þá ákvörðun strax frá byrjun að gera þetta vel. „Ég hef séð svona hljóm- sveitir áður, hérna heima og erlendis. Það er ekki nóg að spila vel, það skiptir máli hvernig þú berð þig á sviði. Þetta er ekkert hálfkák hjá okkur, við héldum vídeókvöld og þess háttar,“ segir hann og hlær. En sveitin hefur orð á sér fyrir frábæra sviðsframkomu. Björn flytur til Danmerkur í byrj- un næsta mánaðar og líf hans tekur heldur betur breytingum. „Ég er nán- ast hættur í Motion Boys. Það er óvíst hvort ég spili með þeim á næstu plötu, en ég er auðvitað óstarfhæfur í öðru landi,“ segir Björn. „Auðvitað er þetta sárt en þetta hefur verið í bígerð lengi. Mig langar að takast á við önnur verk- efni, en það var kominn tími á þetta,“ bætir hann við. Aðspurður segist Björn vera langt frá því að vera hættur í tónlist. „Ef ég þekki mig rétt verð ég farinn að vinna að einhverju innan skamms. Lang- ar einnig að vinna að eigin plötu. Svo að ég er ekki hættur að spila.“ En hann stefnir einnig í nám næsta haust – í tónlist að sjálfsögðu. Margir þjóðþekktir tónlistarmenn munu koma fram í kvöld og þar á með- al KK, Andrea Gylfadóttir, Sigtryggur Baldursson, Daníel Ágúst og Krummi, svo einhverjir séu nefndir. Miðaverð er 1.800 krónur.  hanna@dv.is Stóns býður upp á einstaka upplifun á nasa í kvöld. Bílar til sölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.