Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 26
Föstudagur 27. Febrúar 200926 Helgarblað
Ég var kominn í ansi hörð efni, segir
Herbert. „Flasa djöfulsins eins og ég
kalla það,“ segir hann og á við kóka-
ínneyslu sína. „Þú veist að þessi lifn-
aður fylgir oft bransanum. Ég var ekki
kominn út í horn. Ég var bara svo bú-
inn andlega og ákvað einn daginn að
fara í meðferð. „Ég skellti mér í af-
eitrun og fór síðar að sækja 12 spora
fundi og þá varð bylting í mínu lífi,“
segir Herbert ákafur.
„Ég gerði upp fortíð mína, bað eig-
inkonu mína úr fyrra hjónabandi og
börnin afsökunar á framkomu minni.
Það sama á við núverandi konu og
okkar börn. Ég sá hvað ég var mikill
egóisti og ég viðurkenni það að sem
tónlistarmaður er ég búinn að keyra
svolítið mikið á egóinu.“
Þungu fargi af honum létt. Hann
gat loksins sagt skilið við fortíðina.
„Að fá fyrirgefningu og að fyrirgefa
gefur manni stórkostlegt frelsi.“
Trúin of mikið
fyrir eiginkonuna
Herbert segir trú sína á guð einn-
ig hafa komið honum í gegnum erj-
urnar við nágrannana og skilnaðinn.
Trúin umvefur heimili hans í Breið-
holtinu. Myndir af Jesú prýða vegg-
ina og í anddyri hússins hangir kross
sem blessar heimilið.
Á sama tíma og Herbert gekk í 12
spora samtökin var honum boðið
að spila á gítar á bænastund í Kær-
leikanum í Ármúla. Herbert ákvað
að slá til og hjálpa gömlum félaga.
„Ég sit þarna í lokaðri stellingu. Þrjár
stelpur frá Belgíu fara með dramat-
ískt leikrit um síðustu klukkustundir
Krists á krossinum. Allt í einu fæ ég
rosa vellíðan aftan í hnakkann sem
leggur niður hryggsúluna og ég fyll-
ist djúpum frið,“ lýsir Herbert. „Mér
leið innra með mér eins og gáróttu
vatni sem allt í einu lagði spegilslétt.
„Hvað er að gerast?“ hugsaði ég með
mér. Ég keypti mér biblíu og í dag
dreg ég mannakorn á hverjum degi.
Ég fór að kynna mér kristna trú nán-
ar og ég sá að þarna ætti ég heima. Ég
tók á móti guði,“ segir Herbert sem
lengi vel stundaði búddisma. Í dag
tilheyrir hann Fíladelfíukirkjunni
sem hann kallar lifandi kirkju.
„Þarna er geggjuð tónlist og frá-
bærir kórar og gospel. Ég stunda lif-
andi trúarlíf, ekki bara á sunnudög-
um eins og oft vill verða. Ég reyni
að fara tvisvar, þrisvar í viku.“ Hann
stoppar um stund og hugsar sig um.
„Kannski var þetta of mikið fyrir kon-
una að ég skyldi verða svona trúað-
ur?“ segir hann hreinskilnislega.
„Mér þykir það skrýtið því þetta var
svo mikil breyting til batnaðar. Ég hef
sýnt auðmýkt og ég á betri samskipti
við móður mína, börnin mín og alla í
kringum mig. Ég var of upptekinn af
sjálfum mér.“
Þurfti að anda
Herbert viðurkennir að hann hefði
aldrei órað fyrir því að hann ætti
eftir að syngja í kirkjum. En síðustu
mánuði hefur honum verið boðið
að syngja í hinum ýmsu kirkjum á
höfuðborgarsvæðinu og suður með
sjó og hann gerir það með gleði. „Ég
hætti í bóksölu síðastliðið haust og er
búinn að vera i fríi síðan. Ég hef verið
að taka svolítið til í mínu lífi. Ég þurfti
að anda aðeins. Í dag hef ég viður-
kennt bresti mína gagnvart guði og
annarri manneskju og þess vegna er
svo gaman að hlaupa með kyndilinn
og hjálpa öðrum.“
Herbert hefur litlar áhyggjur af
atvinnu. Draumur hans í dag er að
syngja betur og semja betri lög og
að geta lifað á listinni. „Ég hef verið
atvinnulaus síðan í haust og í sumar
stefni ég á að fara af stað og selja eig-
in hugverk. Ég vann í 20 ár hjá Erni
og Örlygi og var með harðari sölu-
mönnum landsins. Í sumar ætla ég
að ferðast um og selja diskinn minn
og útgáfutónleikana mína sem voru
settir á DVD-disk,“ segir Herbert
spenntur. Hann ætlar að hitta bænd-
urna sem hann þekkir svo vel eftir
árin í bóksölunni.
„Í dag reyni ég að lifa í núinu.
Hamingjan er núna,“ segir Herbert
og er bersýnislega undir áhrifum frá
rithöfundinum Echart Tolle. Hann
ber engan kala lengur. „Það hefur
verið mikill lærdómur. Ef ég fer að
verða reiður út í aðra fæ ég það beint
í hausinn. Áður en ég tók sporin var
ég svo svakalega reiður út í útvarps-
menn sem vildu ekki spila mig, sjón-
varpskarla sem vildu ekki taka við
mig viðtöl. Ég var reiður út í allt og
alla. Öllu þessu sleppti ég. Þetta var
bara egóið mitt.“
Fjögur kíló fokin
Herbert hefur ekki einungis tekið
til í sínum andlegu málum. Hann
hefur einnig breytt um lífsstíl.
„Það var komin tími á þetta. Og
núna eru farin af mér fjögur kíló
og fimm sentímetrar utan af
belgnum á mér,“ segir Her-
bert sem æfir sex sinnum
í viku, þrisvar með einka-
þjálfaranum Garðari Sig-
valdasyni í Sporthúsinu.
Herbert sá gamlan félaga
taka stakkaskiptum í
ræktinni og þráði að ná
sama árangri.
„Ég tók líka mat-
aræðið í gegn. Borða
hafragraut og lýsi á
morgnana, prótein
eftir æfingar, kjúkl-
ing í hádeginu og
fisk á kvöldin. Síð-
an borða ég ekkert
eftir átta á kvöldin
nema einn prót-
einsjeik áður en
ég fer að sofa,“ segir
hann og grípur um
magann á sér stolt-
ur.
Smellurinn ógurlegi
Herbert gaf út plötu fyr-
ir jólin, Spegil sálarinn-
ar. Hann segir tónlistina
á disknum falla undir
popprokk með gosp-
elívafi. Hann segist
blómstra sem tón-
listarmaður. Hann
gerir sér samt alveg
grein fyrir því að
vera þekktastur fyr-
ir Can´t Walk Away
og eins og hann
segir sjálfur er hann
„legend“ í tónlistar-
bransanum. Lagið
kom út árið 1985.
„Ég vissi ekki
þegar ég var að
semja þetta lag
að það yrði svona
smellur, smellur-
inn ógurlegi,“ segir
hann og hlær. Lagið
öðlaðist nýtt líf 1996
er útvarpsstöðin Fm
95,7 byrjaði með eitís-
þátt. Vínyl-platan var þá
gefin út á geisladiski.
Herbert viðurkennir að
um tíma hafi það farið í taugarn-
ar á honum að vera aðeins þekkt-
ur fyrir þetta lag. „Það var alltaf
fólk að labba upp að mér og spyrja
„Bíddu? Ert þú ekki söngvarinn
sem samdir Can’t Walk Away?“ En
núna er ég stoltur af þessu lagi.“
Lagið er byrjað að óma enn
eina ferðina á útvarpsstöðvum
landsins eftir að dansþátturinn
Party Zone ákvað að efna til sam-
keppni á endurhljóðblöndun á
laginu og yfir tuttugu útgáfur af
laginu voru sendar inn í þátt-
inn og stóð útgáfa Mána Svav-
arssonar upp úr. „Hún er alveg
geggjuð,“ segir hann æstur.
Áður en blaðamaður kveð-
ur, var kveikt á græjunum og
remixið af Can’t Walk Away
hækkað í botn. Herbert er
augljóslega ánægður með út-
komuna því hann tekur nett-
an dans fyrir blaðamann við
lagið sem gerði hann frægan
um árið. hanna@dv.is
„Kannski var þetta
of mikið fyrir kon-
una að ég skyldi
verða svona
trúaður?“
Breytti lífi sínu „Ég hef
sýnt auðmýkt og ég á betri
samskipti við móður
mína, börnin mín og alla
í kringum mig. Ég var of
upptekinn af sjálfum mér.“
Myndir SigTryggur Ari