Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 36
föstudagur 27. febrúar 200936 menningarverðlaun DV NefNdiN Ásgeir Jónsson blaðamaður á DV, formaður eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums Helgi Jónsson tónlistarfræðingur við Listaháskóla Íslands Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands framkvæmdi það magnaða þrekvirki að leika á þrennum tón- leikum, dagana 16., 17. og 18. október, allar sjö sinfóníur og fiðlukonsert finnska tónskálds- ins Sibeliusar. Með þessum tónleikum sýndi Sinfóníuhljómsveit Íslands enn og aftur í verki að hún er í fremstu röð, enda aðeins á færi frábærra hljómsveita að ráðast í flutning á þess- um verkum á svo skömmum tíma og á þann frábæra hátt sem raun bar vitni. Auk þess hlaut Sinfónían tilnefningu til Grammy-verðlauna, stærstu tónlistarverðlauna heims, fyrir besta hljómdisk ársins í flokki hljómsveitarverka. Sinfóníuhljómsveit Íslands Kristinn Sigmundsson hefur í árafjöld verið meðal okkar allra bestu óperusöngvara og hef- ur ferill hans verið með ólíkindum farsæll. Kristinn er tíður gestur á fjölum bestu óperu- húsa heims auk þess að koma fram sem einsöngvari með mörgum af bestu hljómsveitum heims. Samferðamenn og -konur Kristins í hans störfum eru listamenn í allra fremstu röð söngvara og hljómsveitarstjóra og hann sómir sér vel sem hluti af þeim hópi. Kristinn Sigmundsson Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari eru á meðal eftir- tektarverðustu tónlistarmanna landsins úr stórum hópi tónlistarmanna af yngri kynslóð- inni. Þær stöllur héldu tónleika víðs vegar um landið síðastliðið sumar þar sem þær fluttu einleiksfantasíur Telemanns. Flutningur þeirra bar vott um afar næmt músíkalskt innsæi og þroska. Þær hlutu einróma lof fyrir flutning sinn frá áheyrendum og gagnrýnendum sem lýstu tónleikum þeirra á þann hátt að þeir hafi verið unaðslegir og göldrum líkir. elfa rún Kristinsdóttir og melkorka Ólafsdóttir Hljómsveitin Hjaltalín greip alla þjóðina með einstakri útsetningu sinni á laginu Þú komst við hjartað í mér eftir Togga. Eitt mest spilaða lag ársins 2008 á Íslandi. Þrátt fyrir að fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Sleepdrunk Seasons, hafi komið út árið 2007 hélt hún áfram að gera góða hluti. Hún kom einnig út erlendis árið 2008 og hefur vakið verðskuldaða athygli utan landsteinanna. Hvað mesta athygli hefur sveitin þó vakið fyrir tónleikahald sitt og frábær- ar útsetningar þar sem fjölbreyttum hljóðfærum er blandað listilega saman. Hjaltalín hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndunum og sveitin var valin til þess að hita upp fyrir banda- rísku hljómsveitina Cold War Kids á tónleikum þeirra í Madrid, Barcelona, Turin, Bordea- ux og víðar í Frakklandi. Án efa ein bjartasta vonin á erlendri grundu. Spilamennsku þeirra hefur verið líkt við ferskan blæ í erlendum miðlum. Hjaltalín FM Belfast skaust upp á stjörnuhimininn árið 2008 með hinni frábæru plötu How to make friends. Gagnrýnendur gáfu þessari fyrstu breiðskífu sveitarinnar frábæra dóma og rataði hún á flesta lista yfir bestu plötur síðasta árs. FM Belfast er dæmi um hljómsveit sem gerir hlutina sjálf með hjálp vina og vandamanna. Allt frá útgáfu á verkum sínum, sem eru gefin út af þeirra eigin plötufyrirtæki, World Champion Records, til gerðar myndbanda og marg- víslegra kynningarmála á Netinu. Sveitin hélt frábæra tónleika hér heima sem og á SxSW í Texas og By:Larm í Noregi. Mikil gleði einkennir sviðsframkomu sveitarinnar og er nánast ómögulegt fyrir viðstadda að hrífast ekki með. Fyrir utan aðild sína að FM Belfast gaf Árni Rúnar Hlöðversson, aðalsprauta sveitarinnar, einnig út frábæra breiðskífu á árinu undir nafninu Hungry and the Burger; Lettuce and Tomato. Platan A! fylgdi einnig í kjölfarið eina mínútu yfir miðnætti 2009. Þá var FM Belfast meðal þeirra sem hlutu Kraumsverðlaunin árið 2009 sem voru valin af íslenskum tónlistarblaðamönnum og útvarpsmönnum. Fm Belfast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.