Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 8
Föstudagur 27. Febrúar 20098 Helgarblað
P
L
Á
N
E
T
A
N
2
0
0
7
Aðstoðarmenn við greiðslustöðv-
un gömlu bankanna, Glitnis, Kaup-
þings og Landsbankans, eru skipaðir
af dómstólum líkt og um skiptastjóra
væri að ræða yfir þrotabúi. Þeir eru
undantekningarlaust lögfræðingar
að mennt, starfa á lögfræðistofum
og eru kostaðir af tekjum bankanna
sjálfra. Þóknun fyrir störf sín inn-
heimta þeir sem verktakar eða í nafni
viðkomandi lögfræðistofu.
Ólafur Garðarsson hæstarétt-
arlögmaður og einn af eigendum
Lögfræðistofu Reykjavíkur er skip-
aður aðstoðarmaður greiðslustöðv-
unar Kaupþings. Hann hefur notið
aðstoðar annarra samstarfsmanna
á lögfræðistofunni, meðal annars
Tómasar Jónssonar lögfræðings.
Kristinn Bjarnason hæstarétt-
arlögmaður er aðstoðarmaður
greiðslustöðvunar Landsbankans.
Hann nýtur með hliðstæðum hætti
aðstoðar annarra lögfræðinga á lög-
mannastofunni B & B lögmenn.
Steinunn Guðbjartsdóttir hæsta-
réttarlögmaður fer með greiðslu-
stöðvun gamla Glitnis. Hún er með-
al eigenda Borgarlögmanna. Þar eru
lögfræðingar einvörðungu konur,
þeirra á meðal Lára V. Júlíusdóttir og
Ásdís J. Rafnar.
Allir þessir aðstoðarmenn hafa
nú sinnt þeirri skyldu sinni að halda
fundi með kröfuhöfum, sem eru í
raun hinir raunverulegu eigendur
gömlu bankanna. Flestir þeirra eru
frá nálægum löndum, Hollandi,
Bretlandi, Þýskalandi, Spáni,
Norðurlöndum og jafnvel
Bandaríkjunum.
Eins og DV hefur greint
frá mættu á þriðja hundrað
kröfuhafar á slíkan fund sem
Ólafur Garðarsson hélt fyrir
hönd gamla Kaupþings.
„Þetta eru engar
gleðisamkom-
ur eðli málsins
samkvæmt,“
sagði Ólafur
í samtali við
DV nokkru
eftir fund-
inn sem
hald-
inn var í
byrjun
þessa
mán-
aðar.
Meirihluti fundargesta kom frá þýsk-
um sparifjáreigendum. Fulltrúar
frá Commerzbank í Þýskalandi og
annar frá Spáni gagnrýndu skort á
upplýsingum og sögðu að íslenska
Fjármálaeftirlitið og skilanefnd
Kaupþings vísuðu hvort á annað.
Jafnframt var gagnrýnt að enginn
fulltrúi Fjármálaeftirlitsins væri á
fundinum og klöppuðu þá erlendir
fundargestir fyrir fyrirspyrjendun-
um.
Ærin verkefni
Páll Eiríksson héraðsdómslögmaður
starfar hjá skilanefnd gamla Glitnis,
en hann var áður hjá lögfræðisviði
bankans, nú Íslandsbanka. Hann
segir að þótt störf skilanefnda og að-
stoðarmanna við greiðslustöðvun
bankanna hafi verið gagnrýnd hafi
einnig heyrst að Íslendingar standi
sig furðu vel. Við gjaldþrot Lehman-
bankans í Bandaríkjunum hafi kröfu-
höfum verið sagt að koma aftur eftir
10 ár til að kanna hvað fengist
upp í kröfur.
Skilanefndirnar
sjálfar heyra undir
Fjármálaeftirlit-
ið en þær voru
skipaðar strax
á fyrstu dögum
bankahrunsins í
kjölfar þess að neyð-
arlögin voru sett.
Í raun leysa
skila-
nefnd-
irnar
gömlu bankaráðin af hólmi.
Verkefnin eru um margt keimlík
venjulegum bankastörfum, en mik-
il vinna er lögð í að huga að eignum
bankanna og halda verðmæti þeirra.
Þótt ýmsir telji álitamál hvort rétt sé
að halda bönkunum í greiðslustöðv-
un von úr viti í stað þess að taka þá
til gjaldþrotaskipta hallast æ fleiri að
því að rétt sé að farið. Stórir erlend-
ir kröfuhafar krefjast þess meira að
segja að þessi háttur verði hafður
á því ef gjaldþrotaskipti færu fram
yrði að selja eignir bankans fljótt og
á því verði sem fengist. Því sé betra
að halda bönkunum í greiðslustöðv-
un frekar en að efna til brunaútsölu á
eignum þeirra.
Eitt af mikilvægustu verkefnum
starfseminnar á vegum skilanefnd-
anna er að verjast málshöfðunum
og kærum frá erlendum kröfuhöfum
sem horfa fram á stórfellt tap vegna
íslenska bankahrunsins.
26 þúsund krónur á
tímann
DV hefur fjallað um
tengsl skilanefndar-
manna við ákveðn-
ar lögmannsstofur og
endurskoðun-
ar-
fyrirtæki sem og kunningjatengsl,
flokkstengsl og launakjör og jafnvel
ferðalög á þeirra vegum.
Áberandi er hlutur Lögfræðistofu
Reykjavíkur í því sambandi, en eig-
endur stofunnar eru ýmist í skila-
nefndum eða starfa fyrir skilanefnd-
ir Landsbankans og Kaupþings. Þar
koma fyrir nöfnin Ólafur Garðars-
son, Steinar Þór Guðgeirsson, for-
maður skilanefndar Kaupþings, Lár-
entsínus Kristjánsson, í skilanefnd
Landsbankans, og Tómas Jónsson
lögfræðingur.
DV hefur góðar heimildir fyrir
því að gömlu bankarnir kaupi hverja
unna klukkustund lögfræðinganna
á 18 til 25 þúsund krónur. Heimildir
eru fyrir því að B & B lögmenn inn-
heimti 26 þúsund krónur á tímann
fyrir störf Kristins Bjarnasonar og
annarra liðsmanna stofunnar í þágu
greiðslustöðvunar Landsbankans.
DV hefur einnig bent á kunningja-
og starfstengsl skilanefndarmanna.
Þannig hafa Lárus Finnbogason
formaður skilanefndar Landsbank-
ans og Einar Jónsson lögfræðingur
í sömu skilanefnd vinnu- og kunn-
ingjatengsl við Jónas Fr. Jónsson,
sem lætur af starfi forstjóra FME um
mánaðamótin.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, Heimir Haraldsson í
sömu skilanefnd og Knútur Þórhalls-
son í skilanefnd Kaupþings eru einn-
ig tengdir í gegnum starf og kunn-
ingsskap. Þess má einnig geta að
Páll Eiríksson héraðsdómslög-
maður, hjá skilanefnd Glitnis, er
bróðursonur Árna Tómassonar.
Á þeim mánuðum sem
skilanefndirnar hafa verið að
störfum frá falli bankanna
hafa þær jafnt og þétt ráðið
til sín sérhæft starfsfólk. Eftir því sem
næst verður komist eru starfsmenn
á bilinu 20 til 30 hjá hverjum bank-
anna þriggja.
Málin til athugunar
Gunnar Haraldsson, nýskipaður
stjórnarformaður Fjármálaeftirlits-
ins, segir að FME hafi til skoðun-
ar málefni skilanefnda gamla Glitn-
is, Landsbankans og Kaupþings rétt
eins og fjölmargt annað. Allir séu
sammála um að ríkja þurfi gagnsæi
um þau störf. Þá hefur Gylfi Magnús-
son viðskiptaráðherra sagt opinber-
lega að gæta verði hófsemi í þessum
efnum.
Enn skal tekið fram að þótt DV
bendi á starfs- og kunningjatengsl og
jafnvel klíkuskap við úthlutun verk-
efna á vegum skilanefnda bankanna
er ekkert sagt um hæfni og kunnáttu
viðkomandi starfsmanna.
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ofurlaun
í efnahagsþrengingum
Skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa fært út kvíarnar hægt og bítandi frá bankahruninu.
Verkefni þeirra er meðal annars að verja eignasafn gömlu bankanna í þágu erlendra kröfuhafa og verjast mála-
ferlum. Þær bjóða góð laun og kunningjatengsl ráða því að talsverðu leyti hverjir komast að kjötkötlunum.
Heimildir eru fyrir því
að B & B lögmenn inn-
heimti 26 þúsund krón-
ur á tímann fyrir störf
Kristins Bjarnasonar
og annarra liðsmanna
stofunnar í þágu
greiðslustöðvunar
Landsbankans.
steinar Þór Guðgeirsson, formaður
skilanefndar kaupþings umsvif á vegum
skilanefndanna hafa vaxið jafnt og þétt frá
því þær voru skipaðar í byrjun október.
Árni Tómasson
Formaður skila-
nefndar glitnis.
Páll Eiríksson héraðsdómslögmaður
bróðursonur Árna, starfar undir
stjórn hans.
Fjármálaeftirlitið gunnar Haralds-
son, stjórnarformaður Fjármálaeft-
irlitsins, segir að málið verði skoðað
og gagnsæi verði að ríkja.