Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 8
Föstudagur 27. Febrúar 20098 Helgarblað P L Á N E T A N 2 0 0 7 Aðstoðarmenn við greiðslustöðv- un gömlu bankanna, Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans, eru skipaðir af dómstólum líkt og um skiptastjóra væri að ræða yfir þrotabúi. Þeir eru undantekningarlaust lögfræðingar að mennt, starfa á lögfræðistofum og eru kostaðir af tekjum bankanna sjálfra. Þóknun fyrir störf sín inn- heimta þeir sem verktakar eða í nafni viðkomandi lögfræðistofu. Ólafur Garðarsson hæstarétt- arlögmaður og einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur er skip- aður aðstoðarmaður greiðslustöðv- unar Kaupþings. Hann hefur notið aðstoðar annarra samstarfsmanna á lögfræðistofunni, meðal annars Tómasar Jónssonar lögfræðings. Kristinn Bjarnason hæstarétt- arlögmaður er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Landsbankans. Hann nýtur með hliðstæðum hætti aðstoðar annarra lögfræðinga á lög- mannastofunni B & B lögmenn. Steinunn Guðbjartsdóttir hæsta- réttarlögmaður fer með greiðslu- stöðvun gamla Glitnis. Hún er með- al eigenda Borgarlögmanna. Þar eru lögfræðingar einvörðungu konur, þeirra á meðal Lára V. Júlíusdóttir og Ásdís J. Rafnar. Allir þessir aðstoðarmenn hafa nú sinnt þeirri skyldu sinni að halda fundi með kröfuhöfum, sem eru í raun hinir raunverulegu eigendur gömlu bankanna. Flestir þeirra eru frá nálægum löndum, Hollandi, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Norðurlöndum og jafnvel Bandaríkjunum. Eins og DV hefur greint frá mættu á þriðja hundrað kröfuhafar á slíkan fund sem Ólafur Garðarsson hélt fyrir hönd gamla Kaupþings. „Þetta eru engar gleðisamkom- ur eðli málsins samkvæmt,“ sagði Ólafur í samtali við DV nokkru eftir fund- inn sem hald- inn var í byrjun þessa mán- aðar. Meirihluti fundargesta kom frá þýsk- um sparifjáreigendum. Fulltrúar frá Commerzbank í Þýskalandi og annar frá Spáni gagnrýndu skort á upplýsingum og sögðu að íslenska Fjármálaeftirlitið og skilanefnd Kaupþings vísuðu hvort á annað. Jafnframt var gagnrýnt að enginn fulltrúi Fjármálaeftirlitsins væri á fundinum og klöppuðu þá erlendir fundargestir fyrir fyrirspyrjendun- um. Ærin verkefni Páll Eiríksson héraðsdómslögmaður starfar hjá skilanefnd gamla Glitnis, en hann var áður hjá lögfræðisviði bankans, nú Íslandsbanka. Hann segir að þótt störf skilanefnda og að- stoðarmanna við greiðslustöðvun bankanna hafi verið gagnrýnd hafi einnig heyrst að Íslendingar standi sig furðu vel. Við gjaldþrot Lehman- bankans í Bandaríkjunum hafi kröfu- höfum verið sagt að koma aftur eftir 10 ár til að kanna hvað fengist upp í kröfur. Skilanefndirnar sjálfar heyra undir Fjármálaeftirlit- ið en þær voru skipaðar strax á fyrstu dögum bankahrunsins í kjölfar þess að neyð- arlögin voru sett. Í raun leysa skila- nefnd- irnar gömlu bankaráðin af hólmi. Verkefnin eru um margt keimlík venjulegum bankastörfum, en mik- il vinna er lögð í að huga að eignum bankanna og halda verðmæti þeirra. Þótt ýmsir telji álitamál hvort rétt sé að halda bönkunum í greiðslustöðv- un von úr viti í stað þess að taka þá til gjaldþrotaskipta hallast æ fleiri að því að rétt sé að farið. Stórir erlend- ir kröfuhafar krefjast þess meira að segja að þessi háttur verði hafður á því ef gjaldþrotaskipti færu fram yrði að selja eignir bankans fljótt og á því verði sem fengist. Því sé betra að halda bönkunum í greiðslustöðv- un frekar en að efna til brunaútsölu á eignum þeirra. Eitt af mikilvægustu verkefnum starfseminnar á vegum skilanefnd- anna er að verjast málshöfðunum og kærum frá erlendum kröfuhöfum sem horfa fram á stórfellt tap vegna íslenska bankahrunsins. 26 þúsund krónur á tímann DV hefur fjallað um tengsl skilanefndar- manna við ákveðn- ar lögmannsstofur og endurskoðun- ar- fyrirtæki sem og kunningjatengsl, flokkstengsl og launakjör og jafnvel ferðalög á þeirra vegum. Áberandi er hlutur Lögfræðistofu Reykjavíkur í því sambandi, en eig- endur stofunnar eru ýmist í skila- nefndum eða starfa fyrir skilanefnd- ir Landsbankans og Kaupþings. Þar koma fyrir nöfnin Ólafur Garðars- son, Steinar Þór Guðgeirsson, for- maður skilanefndar Kaupþings, Lár- entsínus Kristjánsson, í skilanefnd Landsbankans, og Tómas Jónsson lögfræðingur. DV hefur góðar heimildir fyrir því að gömlu bankarnir kaupi hverja unna klukkustund lögfræðinganna á 18 til 25 þúsund krónur. Heimildir eru fyrir því að B & B lögmenn inn- heimti 26 þúsund krónur á tímann fyrir störf Kristins Bjarnasonar og annarra liðsmanna stofunnar í þágu greiðslustöðvunar Landsbankans. DV hefur einnig bent á kunningja- og starfstengsl skilanefndarmanna. Þannig hafa Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbank- ans og Einar Jónsson lögfræðingur í sömu skilanefnd vinnu- og kunn- ingjatengsl við Jónas Fr. Jónsson, sem lætur af starfi forstjóra FME um mánaðamótin. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, Heimir Haraldsson í sömu skilanefnd og Knútur Þórhalls- son í skilanefnd Kaupþings eru einn- ig tengdir í gegnum starf og kunn- ingsskap. Þess má einnig geta að Páll Eiríksson héraðsdómslög- maður, hjá skilanefnd Glitnis, er bróðursonur Árna Tómassonar. Á þeim mánuðum sem skilanefndirnar hafa verið að störfum frá falli bankanna hafa þær jafnt og þétt ráðið til sín sérhæft starfsfólk. Eftir því sem næst verður komist eru starfsmenn á bilinu 20 til 30 hjá hverjum bank- anna þriggja. Málin til athugunar Gunnar Haraldsson, nýskipaður stjórnarformaður Fjármálaeftirlits- ins, segir að FME hafi til skoðun- ar málefni skilanefnda gamla Glitn- is, Landsbankans og Kaupþings rétt eins og fjölmargt annað. Allir séu sammála um að ríkja þurfi gagnsæi um þau störf. Þá hefur Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra sagt opinber- lega að gæta verði hófsemi í þessum efnum. Enn skal tekið fram að þótt DV bendi á starfs- og kunningjatengsl og jafnvel klíkuskap við úthlutun verk- efna á vegum skilanefnda bankanna er ekkert sagt um hæfni og kunnáttu viðkomandi starfsmanna. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ofurlaun í efnahagsþrengingum Skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa fært út kvíarnar hægt og bítandi frá bankahruninu. Verkefni þeirra er meðal annars að verja eignasafn gömlu bankanna í þágu erlendra kröfuhafa og verjast mála- ferlum. Þær bjóða góð laun og kunningjatengsl ráða því að talsverðu leyti hverjir komast að kjötkötlunum. Heimildir eru fyrir því að B & B lögmenn inn- heimti 26 þúsund krón- ur á tímann fyrir störf Kristins Bjarnasonar og annarra liðsmanna stofunnar í þágu greiðslustöðvunar Landsbankans. steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar kaupþings umsvif á vegum skilanefndanna hafa vaxið jafnt og þétt frá því þær voru skipaðar í byrjun október. Árni Tómasson Formaður skila- nefndar glitnis. Páll Eiríksson héraðsdómslögmaður bróðursonur Árna, starfar undir stjórn hans. Fjármálaeftirlitið gunnar Haralds- son, stjórnarformaður Fjármálaeft- irlitsins, segir að málið verði skoðað og gagnsæi verði að ríkja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.