Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 27. febrúar 200928 Helgarblað
„Ég hugsaði með mér að það væri ver-
ið að krossfesta mig eins og sjálfan Jesú
Krist og að ég hlyti þar af leiðandi að
vera nær guði,“ segir Hafdís Björg Sig-
urðardóttir um hugsanirnar sem fóru
í gegnum huga hennar þegar hún var
bundin á höndum við skurðarborðið
rétt áður en annað brjóst hennar var
fjarlægt vegna krabbameins.
Hafdís Björg er fertug, á eitt barn,
fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er
yngst þriggja systkina og það lang-
yngst. „Ég á tvö yndisleg systkini sem
eru ellefu og tólf árum eldri en ég sjálf.
Það var því vel hugsað um mig.“
Hafdís átti góða æsku þó vissu-
lega hafi skipst á skin og skúrir eins og
gengur. „Ég segi gjarnan að ég sé lífs-
reynd dekurdúlla.“
Hafdís flutti mikið á sínum yngri
árum og skipti þar af leiðandi oft um
skóla. „Ég lét þessar breytingar aldrei
mikið á mig fá enda uppfull af keppn-
isskapi og baráttuanda. Ég reyndi því
alltaf að gera gott úr aðstæðum og var
dugleg að bjarga mér.“
Hafdísi gekk vel í skóla og gekk því
menntaveginn þar til hún hafði lok-
ið námi í hjúkrun. „Allt mitt líf hef ég
fengið mikið út úr því að hjálpa öðr-
um og því taldi ég þetta starf henta
mér vel.“ Í dag á Hafdís tæpan áratug
að baki sem hjúkrunarfræðingur og
er afar þakklát fyrir þessi ár. Reynsl-
an úr hjúkruninni átti nefnilega eftir
að koma sér vel í lífi Hafdísar en ekki á
þann hátt sem hana hafði grunað.
Fyrstu einkennin
Upp úr aldamótunum fór Hafdís að
finna breytingar á sjálfri sér, hún fór að
taka lífinu alvarlega eins og hún orð-
ar það. „Ég hef alltaf verið létt í lund
og átt auðvelt með að sjá björtu hlið-
arnar í lífinu. Þarna fór að verða örlítil
breyting á og ég fór að finna fyrir auk-
inni þreytu án þess þó að hugsa mik-
ið út í það.“ Næstu árin fóru einkenn-
in að ágerast og þreytan var við það
að sliga Hafdísi. „Ég hafði heimsótt
heimilislækninn minn nokkrum sinn-
um á nokkrum árum og fékk aldrei í
gegn að fara í frekari rannsóknir. Hann
benti mér á að hvíla mig og vinna í
andlegu hliðinni. Árið 2006 ákvað ég
að ég þyrfti að gjörbreyta lífi mínu.
Ég byrjaði í allsherjar heilsuátaki, tók
mataræðið föstum tökum og tók einn-
ig þátt í átaki sem fram fór í vinnunni.“
Allt kom fyrir ekki. Hafdís var að nið-
urlotum komin eftir æfingar og fannst
henni það ekki eiga við rök að styðj-
ast þar sem hún hafði góðan grunn úr
frjálsum íþróttum frá fyrri tíð. Hafdís
sannfærði sjálfa sig um að þetta væri
auknu álagi að kenna, hún hafði ný-
lega skipt um vinnu og vissulega tóku
æfingarnar á. „Innst inni vissi ég þó að
eitthvað var að.“
Sannfærð um andleg veikindi
Auk þreytunnar átti Hafdís það til að
rjúka upp í hita við og við. „Það var
algengt að ég fengi sjö til átta komm-
ur án nokkurrar ástæðu og fór það að
gerast oftar með hverju árinu. Einnig
fór ég að finna fyrir flökurleika og átti
æ erfiðara með að vakna á morgnana,“
rifjar Hafdís upp.
Síðla árs 2007 leitaði Hafdís til
læknis sem ráðlagði henni að taka sér
tímabundið frí frá vinnu og hvíla sig.
„Honum fannst ég líta vel út og sá því
ekki ástæðu til þess að senda mig í
rannsóknir og benti mér líka á að það
kostaði skildinginn, einnig hélt hann
áfram að benda á að ég þyrfti að vinna
í mínum andlegu málum.“ Enn og aft-
ur skipti Hafdís um vinnu og reyndi að
gera enn frekari breytingar á lífi sínu
enda nánast orðin sannfærð um að
hún ætti við andlega kvilla að stríða.
Nokkrum mánuðum seinna, eft-
ir að hafa rekið augun í roða á öðru
brjóstinu, leitaði Hafdís enn á ný til
síns læknis en það vildi svo til að hann
var ekki við og tók því ungur kandítat
á móti henni. „Það tók á móti mér ung
og viðkunnanleg stúlka sem leit málið
alvarlegum augum. Hún skoðaði mig
hátt og lágt - líkamlega og fór að spyrja
mig um fjölskyldusöguna. Þá kom í
ljós að mamma hafði greinst með ber
í brjóstinu þegar ég var fjögurra ára.
Hún skoðaði vel á mér brjóstin og
fannst hún finna fyrir einhverju.“ Ekki
vildi læknirinn ungi þó mála skratt-
ann á vegginn og ákvað að setja Haf-
dísi á sýklalyf í tvær vikur til að byrja
með. Sýklalyfin skiluðu ekki tilsettum
árangri og var því næsta skref að fara í
myndatöku sem og Hafdís gerði.
Örlagadagurinn
Hafdís var greind með 4,6 sentímetra
illkynja æxli í öðru brjóstinu. Í hinu
fundust góðkynja krabbameinsbreyt-
ingar. „Ég fraus. Ég missti hreinlega
málið og sat bara með frosið bros á
andlitinu og sýndi engin viðbrögð,“
segir Hafdís þegar hún rifjar upp
hvernig henni leið þegar hún fékk
fréttirnar. „Maðurinn minn var með
mér þegar ég fékk fréttirnar og ein-
hverra hluta vegna var ég ákveðin í að
brotna ekki niður.“
Hafdís segir að þrátt fyrir hræðileg-
ar niðurstöður úr myndatökunni hafi
hún upplifað mikinn létti. „Þarna fékk
ég loksins staðfestingu á því að ég væri
ekki búin að missa vitið. Ég var búin að
finna það á mér svo lengi að eitthvað
væri að og ég hafði rétt fyrir mér.“
Eins og flestir þeir sem greinast
með lífshættulegan sjúkdóm tók við
hálfgerð afneitun að sögn Hafdísar.
„Lífið rann fyrir augum mér og því
meira sem ég hugsaði um líf mitt því
ósanngjarnari fannst mér þessi dóm-
ur. Ég hafði ekki lifað lífi mínu til að
eiga þetta skilið. Ég hef aldrei reykt,
drukkið í miklu hófi, alltaf hjálpað
öðrum og reynt að gera mikið af góð-
verkum. Hvers vegna ég? hugsaði ég
með mér.“
Hafdís segist þó hafa verið fljót að
ná sér niður á jörðina þegar hún hugs-
aði til allra sjúklinganna sem hún
hafði annast í gegnum tíðina. Það fólk
átti svo sannarlega ekki skilið sín veik-
indi, hvað þá dauðsföll í mörgum til-
fellum. „Þetta voru allt miklar hetjur.“
Eftir þessar raunir Hafdísar vill hún
ráðleggja fólki að hlusta betur á lík-
ama sinn. „Það virðist því miður vera
fókuserað aðeins of mikið á þetta and-
lega, sérstaklega hjá konum. Það er
allt of mikið um að fólk almennt harki
endalaust af sér og haldi ótrautt áfram.
Konur eiga það sérstaklega til að hugsa
um svolítið marga á undan sjálfum
sér. Í dag hef lært að hlusta betur á lík-
amann og hef öðlast meiri verndartil-
finningu gagnvart sjálfri mér.“
Fannst ég læknuð
15. júlí árið 2008 lagðist Hafdís svo á
skurðarborðið þar sem hægra brjóst
hennar var fjarlægt. Aðgerð sem gekk
eins vel og hægt var að óska sér.
„Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina
leið mér sem ég væri læknuð, ég fann
fyrir miklum létti og upplifði að allt
það slæma sem var búið að hrjá mig
svo lengi væri horfið úr líkama mín-
um. Ég reyndi meira að segja að sann-
færa læknana um að ég þyrfti ekki á
neinni lyfjameðferð að halda. Ástæð-
an fyrir því var reyndar að hluta til
sú að ég vissi betur en margur annar
hvað beið mín,“ segir hún og glottir en
Hafdís hafði kynnst slíkum meðferð-
um í gegnum starf sitt.
Ekki varð Hafdís svo heppin að
losna undan lyfjameðferðinni og fór
hún í fyrstu lyfjagjöfina rúmum mán-
uði eftir aðgerðina og lauk henni ekki
fyrr en rúmum sex mánuðum seinna.
Hún segir lyfjameðferðina hafa verið
margfalt erfiðari en sjálfa aðgerðina.
Skreið með veggjum
Lyfjameðferðinni fylgdu gríðarlegar
aukaverkanir að sögn Hafdísar. „Ég
fann fyrir mikilli ógleði og kastaði upp.
Ég varð ónæmisbæld, hvítu blóðkorn-
in hrundu og ég fékk hita. Einnig upp-
lifði ég gífurlegt máttleysi og varð að
halda mig í einangrun vegna hættu á
smiti af umgangspestum þar sem ég
hafði engar varnir.“ Beinverkir, mátt-
leysi, framkvæmdaleysi, æðabólga,
Eftir ítrekaðar heimsóknir til heimilislæknis í mörg ár var Hafdís Björg Sigurðardóttir
orðin sannfærð um að hún ætti við andleg veikindi að stríða. Innst inni vissi hún þó að
eitthvað var að. Á síðasta ári fékk Hafdís það loksins í gegn að fara í frekari rannsóknir
sem leiddu í ljós brjóstakrabbamein á alvarlegu stigi. Hafdís settist niður með Kolbrúnu
Pálínu Helgadóttur og sagði henni ótrúlega sögu sína.
Þakklát fyrir
krabb meinið
Lífsreynsla „Ég hefði
ekki viljað missa af þessu.“
Í lyfjagjöf Hér má sjá Hafdísi á spítal-
anum í einni af mörgum lyfjagjöfum.