Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 32
föstudagur 27. febrúar 200932 NefNdiN Tinni Sveinsson ritstjóri Húsa og híbýla, formaður Gunnar Vilhjálmsson grafískur hönnuður Hlín Helga Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri hönnunarsjóðs Auroru Hönnun menninGarVerðlaun DV Stefnumót bænda og hönnuða nefn- ist verkefni sem á upptök sín í Lista- háskóla Íslands. Þar er stefnt saman nemendum í vöruhönnun og bænd- um sem stunda heimavinnslu og sölu afurða. Þegar vel gengur fylgja hönn- uðirnir síðan vöruþróuninni eftir eins lengi og þarf. Verkefnið er nú á þriðja starfsári og hefur nú þegar skilað af sér frábærum vörum í verslanir, rabarbar- akaramellu frá Löngumýri á Skeiðum og sláturtertu frá Möðrudal. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið í hæsta gæðaflokki og víða um land leynast tækifæri sem kalla á samstarf við hönn- uði til að skapa vörur með sérstöðu. Stefnumótið er hárrétt nálgun á tímum þar sem neytendur gera auknar kröfur um vörur sem byggjast á góðri hönn- un, gæðum og rekjanleika. Forsvars- menn verkefnisins eru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir hönnuðir og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun við Listahá- skóla Íslands. Kristján Björn Þórðarson er grafískur leiðbeinandi verkefnisins. Stefnumót bænda og hönnuða Hinn íslenskættaði Chuck Mack kynnti í fyrra borðið Table 29 en formgerð þess og sam- setning er nýjung í tækni. Efnin í því sameina það að geta kallast „græn hönnun“. Fyrir hönnun sína á borðinu hlaut Chuck eina virtustu hönnunarviðurkenningu veraldar, Red dot-verðlaunin. Borðplatan er gerð úr mörgum lögum af pappír og trjákvoðu sem eru bökuð í ofni. Chuck, sem býr og starfar á Íslandi, byggir hugmyndafræði borðsins fyrst og fremst á spennu og núningskrafti sem myndast í því og heldur því saman. Ekkert lím er not- að og borðið er auðvelt að taka í sundur og setja í flatar pakkningar. Table 29 Verslunareigendurnir og hönnuðirnir í Kron, Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteins- son, réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þau ákváðu að hanna og fram- leiða sína eigin skólínu. Hún kom á markað í haust og er framleidd á gamla mátann af handverksmönnum í hinni þekktu skógerðarborg, Elda, á Spáni. Skórnir eru einstaklega vel heppnaðir, litríkir og fágaðir, og eru fyllilega samkeppnishæfir við erlend gæðamerki. Þeir fara í dreifingu út um allan heim á árinu. Skólína KOnKrOn Myndskreytingar Sigga Eggerts vekja athygli um víðan völl enda er stíll hans afgerandi og flottur. Á liðnu ári vann hann myndir fyrir fjölda tímarita út um allan heim, til dæmis New York Times, Wallpaper, Blender, Grafik og Computer Arts. Siggi vann fyrir mörg þekkt fyrir- tæki, m.a. Microsoft og Samsung. Þá skreyttu myndir hans verslanir og plötuumslög hljóm- sveita í Bretlandi og Bandaríkjunum og einnig tók hann þátt í fjölda sýninga, frá Akureyri til London og Barcelona. Siggi eggerts Katrín Ólína Pétursdóttir hefur náð undraverðum árangri í hinum alþjóðlega hönnunar- heimi og var árið í fyrra þar engin undantekning. Í ágúst var til að mynda opnaður Cristal Bar í Hong Kong þar sem einstakur og persónulegur stíll hennar nýtur sín til hins ítrasta. Barinn er klæddur hólf í gólf með verkum Katrínar og er hinn glæsilegasti. Fyrir vikið fékk hún enda sænsku Forum Aid-verðlaunin í innanhússhönnun. Hérlendis gafst tækifæri til að sjá þessa aðferð Katrínar í verki hennar, Ugluspegill, á sýningunni ID Lab í Hafnarhúsinu. Einnig tók hún þátt í verkefninu 8+8 Made in Hafnarfjörður og hannaði Grýlu fyrir Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra. Þá kom hún einnig mikið við sögu á hinni virtu sýningu 100% Design í Tókýó og á Hönnunarviku í Helskinki. Katrín Ólína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.