Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 44
föstudagur 27. febrúar 200944 Sakamál Mary ann Cotton Það var smávaxin og veikbyggð kona, íklædd svörtum fatnaði og með svart og hvítt sjal yfir herðarnar, í raun aumkunar- verð manneskja, sem var leidd af tveimur lögreglumönnum. Leið þeirra lá frá dómshúsi til járnbrautarstöðvar og endanlegur ákvörðunarstaður var durham, þar sem réttað skyldi yfir henni vegna morðákæru. Konan var Mary ann Cotton og hún neitaði sekt, en engu að síður var ótrúlegt hve margir nákomnir ættingjar hennar geispuðu golunni. Lesið um enska raðmorðingjann Mary ann Cotton í næsta helgarblaði dV. Blekkt til morðs Mary Blandy var þrjátíu og eins árs þegar hún var hengd árið 1752 fyrir að myrða föður sinn með eitri. Mary var ekki dæmigerð fyrir kvenkyns morðingja þess tíma, því hún kom úr millistétt, var vel menntuð og bjó við íburð og þægindi, enda var Francis Blandy, faðir hennar, velmegandi lögfræðingur og embættis- maður í bænum Henley á Temsá í Oxfordskíri. Upphaf þessarar harmsögu má að einhverju leyti rekja til þeirra mis- taka sem Francis Blandy gerði þeg- ar hann auglýsti að heimanmund- ur dóttur sinnar, Mary, yrði 10.000 sterlingspund, sem á þeim tíma var verulega há upphæð. Fyrir vik- ið flykktust að vonbiðlar, líkt og mý að mykjuskán, sem öllum var vísað frá af ákveðni, utan einum. Sá vonbiðill sem hlaut náð fyr- ir augum föður Mary var William Henry Cranstoun kafteinn. Upp- haflega virtist sem Cranstoun væri hið vænlegasta mannsefni. Hann var sonur skosks aðalsmanns og því talinn vel við hæfi sem eigin- maður Mary. Það hefðu verið ýkj- ur að segja að hann hefði verið fyrir augað, en það skipti litlu því ljóst var að hann gæti alið önn fyrir Mary í einu og öllu. En þá kom snurða á þráðinn því í ljós kom að Cranstoun var þegar kvæntur. Hann hafði kvænst Önnu Murray árið 1744 í Skotlandi, en það hafði ekki komið í veg fyrir að hann hefði verið húsgangur á heimili Blandy-fjölskyldunnar í ár. Gefinn töfradrykkur Augu föður Mary virtust opnast, hann fór að skynja hvaða mann Cranstoun hafði að geyma og öll vinsemd í garð Cranstouns hvarf. Til að vinna hylli Francis aftur taldi Cranstoun Mary á að blanda dufti í mat og drykk föður hennar. Crans- toun sagði að um væri að ræða forna töfraformúlu sem myndi koma honum í náðina hjá föður hennar á ný. Duftið sem um ræddi var reynd- ar arsenik, en Cranstoun var senni- lega ekki mótfallinn því að Mary myrti föður sinn ef það yrði til þess að hann sjálfur kæmi höndum yfir hinn væna heimanmund. Það er kaldhæðnislegt að eignir Franc- is Blandy voru á þeim tíma aðeins 4.000 sterlingspunda virði. Hvað sem því leið myndu eignir Francis falla í hendur Cranstoun ef hann kvæntist Mary. Mary virtist vera fullkomlega á valdi Cranstouns, hún blandaði duftinu í bæði mat og drykki föð- ur síns og með tímanum varð hann sífellt veikari. Þjónarnir fundu líka til óþæginda eftir að hafa neytt af- ganga af matarborði húsbænda sinna, en þeir náðu sér þó að fullu. Veikindi föður Mary og þjón- anna virtust ekki vekja hana til meðvitundar um að hugsanlega mætti rekja þau til duftsins sem hún gaf föður sínum í tíma og ótíma. Þegar faðir Mary var orðinn al- varlega veikur og lá bókstaflega fyrir dauðanum sendi Mary eftir lækni, sem benti henni á að hún yrði gerð ábyrg fyrir að eitra fyrir föður sínum. Mary hafði því hraðar hendur og brenndi öll ástarbréf frá Cranstoun og losaði sig við afgang- inn af eitrinu. Stofufangelsi Susan Gunnel, þerna á heimili Blandy-fjölskyldunnar, sá ástæðu til að bjarga einhverju af duftinu eftir að Mary hafði hent því á arin- eldinn og fór með það til lyfjafræð- ings til greiningar. Í ljós kom að það var arsenik. Francis Blandy gerði sér nú grein fyrir því að hann væri að deyja og bað um að Mary hitti hann. Francis sagði henni að hann grunaði hana um að hafa eitrað fyrir honum. Hún bað hann um fyrirgefningu og varð hann fúslega við þeirri ósk hennar, þrátt fyrir að hún í raun játaði ekki að hafa gert það sem hann sakaði hana um. Miðvikudaginn 14. ágúst 1751 lést Francis Blandy loks vegna langvarandi eitrunar. Í einhvern tíma eftir dauða föður hennar var Mary haldið í stofufangelsi, undir eftirliti prests í Henley. En henni tókst að komast út í eitt sinn og nýtti tækifærið og fór í gönguferð með Cranstoun. En nágrannar hennar voru henni fjandsamleg- ir og eltu hana með hrópum og köllum þar til henni tókst að finna griðastað hjá vinkonu sinni, frú Davis, sem rak Little Angel-krána í Remenham, ekki fjarri Henley. Þrátt fyrir almennar grunsemd- ir um sekt Mary leið þó nokkur tími þar til hún var handtekin. Um leið og frétt þess efnis að handtaka Mary væri yfirvofandi barst Crans- toun til eyrna hvarf hann eins og dögg fyrir sólu. Talið er að hann hafi þá flúið til útlanda, en hann safnaðist til feðra sinna, staur- blankur, í Frakklandi 1752. Réttarrannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði verið fyrir Franc- is Blandy og að hann hefði ásakað Mary, dóttur sína, um að hafa gef- ið honum eitrið. Föstudaginn 16. ágúst 1751 var gefin út handtöku- skipun á hendur Mary. Vonlaust mál Réttarhöldin yfir Mary Blandy hóf- ust 3. mars 1752. Þrátt fyrir að ekki hefði verið til á þeim tíma tækni til að mæla arsenikleifar í líffærum Francis Blandy tókst lækni einum, Anthony Addington, að sannfæra réttinn um að banamein Francis hefði verið arsenikeitrun. Mary Blandy sá um vörn sína ásamt þremur ráðgjöfum og var það mat manna að vörn henn- ar hefði einkennst af „gáfum og kappsemi“. Hún neitaði að hafa eitrað fyrir föður sínum, en játaði að hafa gefið honum duft sem hún hélt fram „að sér hefði verið gefið með annað í huga“. Þjónustufólkið vitnaði gegn henni og það var henni ekki til máls- bóta að hafa reynt að eyðileggja sönnunargögn. Eftir eins dags rétt- arhöld, sem stóðu í þrettán klukku- stundir, komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Mary væri sek um morð og hún var dæmd til dauða. Farið var með Mary í Oxfordkast- ala þar sem henni var haldið þar til dómnum skyldi fullnægt. Næstum því sex vikur liðu frá dómsuppkvaðningu þar til dómn- um var fullnægt og á meðan Mary dvaldi í Oxfordkastala naut hín góðs atlætis og átti góð samskipti við þá sem gættu hennar. Óhætt er að segja að Mary hafi verið heppin að því leyti að nokkrum mánuðum eftir að hún var dæmd til dauða var lögum sem vörðuðu dauðadæmda breytt á þá leið að dauðadæmdir skyldu teknir af lífi tveimur dögum eftir dóm og einungis fá vatn og brauð þann tíma. Ekki hengd hátt Mary Blandy var hengd mánudag- inn 6. apríl 1752 í gálga sem sam- anstóð af bjálka sem lagður var á milli tveggja trjáa. Hún sýndi af sér mikið hugrekki og iðrun allt frá því hún var dæmd þar til hún var tek- in af lífi. Síðasta ósk hennar var: „Fyr- ir siðsemi sakir, herramenn, ekki hengja mig hátt.“ Mary var sið- prúð og hafði af því áhyggjur að ungir menn í áhorfendaskaranum myndu kíkja upp undir kjól hennar ef hún hengi hátt. Mary klifraði síðan upp stiga og böðullinn upp annan stiga. Lykkjunni var smeygt um háls hennar og hendur hennar bundn- ar að framanverðu, svo henni væri kleift að halda á bænabók. Hún hafði komist að samkomu- lagi um að þegar hún hefði lokið bænum sínum myndi hún sleppa bænabókinni, sem merki um að böðullinn skyldi velta stiganum og „slökkva á henni“ eins og sagt var. Mary Blandy „dó án átaka“ og var látin hanga í hálfa klukkustund áður en hún var tekin niður. Sag- an segir að svartþröstur hafi tyllt sér á gálgan á meðan hengingin fór fram og að enginn svartþröstur hafi sungið þar síðan. uMsjón: KoLbeinn Þorsteinsson, kolbeinn@dv.is Mary virtist vera fullkomlega á valdi Cranstoun, hún blandaði duftinu í bæði mat og drykki föð- ur síns og með tímanum varð hann sífellt veik- ari. Þjónarnir fundu líka til óþæginda eftir að hafa neytt afganga af matarborði húsbænda sinna, en þeir náðu sér þó að fullu. Mary Blandy í Oxfordkastala ásamt gesti Á teikningunni má sjá að hún var hlekkjuð á fótum, af ótta um að hún myndi flýja. Henging Mary Blandy „fyrir siðsemi sakir, herramenn, ekki hengja mig hátt,“ var síðasta ósk Mary.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.