Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 12
Seðlabankafrumvarpið varð að lögum seinnipartinn í gær og þar með voru örlög Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum ráðin. Með nýju lögunum er Davíð rekinn úr starfi seðlabankastjóra og nýr bankastjóri verður ráðinn í hans stað. Síðustu dagar hans í stóli seðlabankastjóra voru magnþrungnir. Í vikunni ákvað Davíð loks að veita Kastljósinu við- tal eftir að hafa haldið sig að mestu fjarri fjölmiðlum síðan íslenska fjár- málakerfið hrundi á haustmánuð- um. Fjölmiðlar reyndu mánuðum saman nærri daglega að ná tali af Davíð, en án árangurs. Í þau skipti sem hann veitti viðtöl fór samfélagið á annan endann. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa kallað seðlabankafrum- varpið lengsta og flóknasta uppsagn- arbréf sem um getur. Algjör óvissa ríkir um hvað Dav- íð mun taka sér fyrir hendur eftir að hann hættir í Seðlabankanum. Hann hefur verið orðaður við ritstjórastól- inn á Morgunblaðinu og þær sögur fengu byr undir báða vængi eftir að félag Óskars Magnússonar eignaðist Morgunblaðið. Hann hefur einnig verið sagður vilja leggja stund á rit- störf, en flestir telja að hann sé ekki á þeim buxunum að draga sig í hlé. Hann á enn kost á því að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, kjósi hann að gera það. Framboðs- frestur í öllum kjördæmum landsins nema í Suðurkjördæmi er runninn út, en síðasti dagurinn til að tilkynna framboð þar er í dag og gildir póst- stimpill fyrir framboð sem berast síðar. Sú regla gildir í öllum kjör- dæmum. Þegar Davíð var þingmaður þjón- aði hann Reykjavíkurkjördæmi á ár- unum 1991 til 2005. Framboðsfrest- ur þar rann út 20. febrúar. Davíð á hins vegar rætur að rekja til Suður- kjördæmis, því hann bjó fyrstu árin á heimili móðurforeldra sinna á Sel- fossi. 35 ára ferill Allar götur frá árinu 1974, eða í 35 ár, hefur Davíð verið ýmist kjörinn fulltrúi eða háttsettur embættismað- ur. Hann var kjörinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins árið 1974, að- eins 26 ára gamall, á meðan hann var enn að læra lögfræði í Háskóla Íslands. Hann var borgarfulltrúi í átta ár, áður en hann leiddi flokkinn til sigurs í borgarstjórnarkosningun- um árið 1982, þá 34 ára gamall. Eftir átta ár sem borgarstjóri leiddi hann Sjálfstæðisflokkinn til eins frækileg- asta kosningasigurs seinni tíma þeg- ar flokkurinn fékk hreinan meiri- hluta í borgarstjórn. Eftir ótrúlegan feril er komið að tímamótum. Í fyrsta sinn í á fjórða áratug er Davíð formlega valdalaus á Íslandi. Hversu lengi það verður er óljóst. „Aflakló í öllu sem hann gerir“ Árni Johnsen, flokksbróðir Dav- íðs, segist vonast til þess að Davíð verði áfram sýnilegur í þjóðfélaginu og myndi fagna endurkomu hans. „Davíð getur gert hvað sem er. Hann er einhver albesti maður sem við eig- um. Hann er aflakló í öllu sem hann gerir og þessi aðför að Seðlabank- anum er til skammar,“ segir hann. Aðspurður hvort hann vænti end- urkomu Davíðs í stjórnmálin segir hann: „Davíð á ugglaust afturkvæmt í það sem hann leggur sjálfur áherslu á. Hann hefur ótrúlega reynslu og þjálfun og ekki skortir dugnaðinn. Hvort hann fari aftur á vettvanginn þar sem endalaust byssuleyfi er á menn, eða fari í ritstörf, það er bara hans sjálfs að meta.“ Birgir Guðmundsson, stjórn- málafræðingur við Háskólann á Ak- ureyri, er hins vegar ekki á sama máli um pólitíska framtíð Davíðs og segir hann haldinn „Jónasar frá Hriflu heilkenni“. Hann segir að nú sé kominn sá tími í leiknum að Dav- íð sýni spilin. Klappað fyrir Davíð Starfslok Davíðs Oddssonar í Seðla- bankanum hafa nær einokað þjóð- félagsumræðuna í um það bil þrjár vikur, eða síðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við. Davíð verð- ur seint sagður venjulegur maður og þrátt fyrir einskæran vilja ríkis- stjórnarinnar til að skipta honum út úr bankanum ákvað Davíð að hætta ekki sjálfviljugur. Bréf Jóhönnu Sig- urðardóttur til Davíðs dugði ekki til en þar bað hún hann að ganga til viðræðna um starfslok í Seðlabank- anum. Davíð svaraði bréfinu seint og féllst ekki á að hætta. Til þess að reka Davíð þurfti lagasetningu, þar sem kveðið var á um breytingar á Seðla- bankanum og að sitjandi banka- stjórar myndu víkja strax. Slík örlög hafa einstakir opinberir starfsmenn ekki hlotið áður. Starfslok Davíðs ber að með svipuðum hætti og þeg- ar hann sjálfur lét leggja niður Þjóð- hagsstofnun með lagasetningu. Davíð og Eiríkur Guðnason köll- uðu starfsfólk Seðlabankans saman á fund um hádegisbil í gær. Á fund- inum kvöddu þeir samstarfsmenn sína og sögðust vænta þess að hætta í bankanum í dag. Þeir uppskáru lófaklapp samstarfsmanna sinna að loknum stuttum fundi. Þegar frumvarpið varð að lögum á Alþingi í gær yfirgaf Davíð Seðla- bankann, mögulega í síðasta sinn. Einkabílstjóri Davíðs ók honum á brott á í BMW-bifreið bankans og var eiginkona Davíðs, Ástríður Thor- arensen, með í för. Kannast ekki við framboð Þegar blaðamaður DV hafði sam- band við Margréti Sanders, formann kjörnefndar Suðurkjördæmis, sagð- ist hún ekki kannast við að Davíð hefði tilkynnt framboð sitt. Kjörnefndir Sjálfstæðisflokksins Föstudagur 27. Febrúar 200912 Helgarblað StarfSferill DavíðS ODDSSOnar 1970-1972: skrifstofustjóri Leikfélags reykjavíkur 1973-1974: Þingfréttarit- ari Morgun- blaðsins 1974-1978: borgarfull- trúi í meirihluta í borg- arstjórn reykjavíkur. sjálfstæðisflokkurinn með 55% fylgi 1978-1982: borgarfulltrúi í minnihluta í borgarstjórn reykjavíkur. sjálfstæðis- flokkurinn með 43% fylgi í borginni 1982-1986: borgar- stjóri reykjavíkur. sjálfstæðisflokkurinn með 51% fylgi í borginni 1986-1990: borgar- stjóri reykjavíkur. sjálfstæðisflokkurinn með 49% fylgi 1989-1991: Varafor- maður sjálfstæðis- flokksins 1990: borgarstjóri reykjavíkur. X-d með 56% fylgi 1991: Formaður sjálfstæðisflokksins 1991-1995: Forsæt- isráðherra. X-d fær 38,6% fylgi. umtals- verð fylgisaukning frá tíð fyrri formanns flokksins 1994: Forsætisráðherra. X-d nýtur stuðnings um 38% þjóðarinnar skv. Þjóðarpúlsi gallups 1995: Forsæt- isráðherra. X-d nýtur stuðnings um 40% þjóðarinnar skv. Þjóðarpúlsi gallups STÓRLEIKARI STÍGUR AF SVIÐINU Davíð Oddsson er í fyrsta sinn frá því hann var 26 ára formlega valdalaus. 35 ára stjórnmála- og embættismannsferli hans er lokið. Í bili að minnsta kosti. Sirrý spákona er þó ekki á því og sér endurkomu hans í stjórnmál í spilunum. Birgir Guðmundsson líkir Davíð við Jónas frá Hriflu. Hann var kvaddur með lófataki í Seðlabankanum í gær og ók á brott með eiginkonu sinni eftir að ný lög tóku gildi. vAlGeir örn rAGnArssOn OG erlA HlynsDóttir blaðamenn skrifa: valgeir@dv.is og erla@dv.is „Hann er ekki gerandi í flokknum eins og hann var og mjög ótrúlegt að hann fari í pólitík. Áin heldur áfram að renna.“ óvæntur erill Þegar davíð hætti í stjórnmál- um, þar sem hann naut vinsælda, og tók við sem seðlabankastjóri hafði hann orð á því að rólegir tímar væru í vændum. raunin varð svo sannarlega önnur. MynD stefán KArlssOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.