Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 47
föstudagur 27. febrúar 2009 47Sport umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is Reading getuR náð öðRu sæti reading, lið Ívars Ingi- marssonar og brynjars bjarnar gunnarssonar, getur endurheimt annað sæti næstefstu deildar á englandi um helgina, allavega tímabundið, vinni það sigur á nottingham forest á heimavelli. Ívar er þó enn frá vegna meiðsla. Heiðar Helguson var kominn aftur í byrjunarlið QPr í miðri viku en tókst ekki að skora. QPr mætir gamla liði guðjóns þórðarsonar, barnsley, í hádegisleik laugardags- ins. aron einar gunnarsson og félagar mæta Kanarífuglunum í nor- wich og burnley á mikilvægan leik gegn sheffield Wednesday. stóR daguR hjá guðjóni guðjón þórðarson knattspyrnuþjálfari, sem stýrir nú liði Crewe í þriðju efstu deild á englandi, á í vændum stóran dag á laugardaginn. það eru tveir miklir fallbaráttuslagir og tekur guðjón annan þeirra á útivelli gegn brighton sem er í 21. sæti af 24 liðum, sæti ofar en Crewe með stigi meira. að sama skapi mætast Hereford, sem er fyrir neðan Crewe í deildinni, og Leyton orient, sem er í 20. sæti, á heimavelli þess fyrrnefnda. sigri guðjón og félagar í sínum leik og vinni Hereford Leyton kemst Crewe upp úr fallsæti. guðjón hefur nælt í fimmtán stig í átta leikjum með liðið en áður en hann kom hafði það hlotið sextán stig í tuttugu og þremur leikjum. tvöföld baRátta davíðs og golíats leið liðanna í úRslit Eimskipsbikar karla 32 liða úrslit n umfa3 15 - 43 grótta n Valur 27 - 26 HK 16 liða úrslit n stjarnan3 20 - 33 Valur n grótta2 23 - 39 grótta 8 liða úrslit n stjarnan2 23 - 42 grótta n fram 21 - 30 Valur Undanúrslit n selfoss 30 - 31 grótta n Valur 29 - 25 fH Eimskipsbikar kvEnna 16 liða úrslit n Víkingur 16 - 35 fH n stjarnan sat hjá 8 liða úrslit n Valur 23 - 28 stjarnan n fH 29 - 27 fram Undanúrslit n Ka/þór 21 - 36 fH n Haukar 24 - 30 stjarnanspá landsliðsþjálfaRanna Eimskipsbikar karla n Guðmundur Þórður Guðmundsson „þetta verður mjög forvitnileg viðureign. það er alltaf möguleiki í bikarúrslitum. fyrirfram segja menn Val auðvitað sigurstrang- legra liðið sem er mjög eðlilegt en það er ekkert það sem telur alltaf þegar út í svona leiki er komið. gróttan hefur spilað mjög vel í 1. deildinni og er með 90% vinningshlutfall þar. Ég held því að þetta geti orðið bráðskemmtilegur leikur. Vanmat er það versta sem gæti komið fyrir Val í leiknum en ég hef ekki trú á að Valsmenn falli í þá gryfju. Ætli gróttan að vinna þarf hún að leika sinn allra besta leik en Valur aftur á móti ekki alveg sinn besta.“ Eimskipsbikar kvEnna n Júlíus Jónasson „fyrirfram er stjarnan talin sterkara liðið. Hún er með mjög öflugan hóp og hefur unnið þá úrslitaleiki sem hún hefur tekið þátt í. Leikmennirnir þar vita hvað er að vinna og þekkja þessa tilfinningu að lyfta bikar. ef fH-liðið nær aftur á móti sínu besta og nær að stilla spennustigið og spila sinn bolta á það fínan möguleika. fH getur vel unnið þetta eins og stjarnan. stjarnan er búin að missa þorgerði önnu atladóttur í meiðsli sem veikir liðið. ef fH spilar sinn besta leik getur það bremsað stjörnuna af og náð sigri. fyrirfram myndi ég samt spá stjörnunni sigri en bikar en bikar.“ slitaleik og viljinn til að sigra verður að yfirstíga allt annað. Hluti þess að vera íþróttamaður er að takast á við svona leiki,“ segir Óskar Bjarni. Grótta leikur deild neðar en Val- ur en Óskar hefur fengið myndefni og undirbýr lið sitt af kostgæfni fyrir úrslitaleikinn. „Við spiluðum við þá æfingaleik í haust þar sem við vor- um saman í æfingaferð. Síðan höfum við klippt saman síðustu leiki þeirra og þar eru síðustu þrír sem við höf- um helst verið að skoða. Svo höfum við verið að fá smá aukaefni og upp- lýsingar um Gróttuna,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Ekki komnir sem áhorfendur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu, er eldri en tvævetur í handboltanum og eru Gróttumenn í góðum höndum hvað það varðar. Spurður einnig um Davíðs- og Golíatsumræðuna segir Ágúst hana eðlilega en fyrst og fremst sé Gróttan ekki á leiðinni í höllina sem áhorfendur. „Við erum ekki bara að fara að mæta til leiks til að njóta dagsins og horfa upp í stúku. Við höf- um klárað mikilvæga leiki í deildinni þannig að einbeitingin hefur verið rétt og á laugardaginn ætlum við að láta vel finna fyrir okkur,“ segir Ágúst og segir liðsheildina sterkasta vopn Gróttunnar. „Við erum með sterka og góða liðheild. Sambland af ung- um leikmönnum í kringum reyndari menn. Við höfum spilað tvær sterk- ar varnir, 6-0 og 3-2-1, sem hafa gefið sig vel og erum með góðan markvörð á bak við hana. Ég tel mig vita hvað þurfi að gera til að leggja Val en svo verður bara að koma í ljós hvernig fer þegar á hólminn er komið,“ segir Ág- úst Jóhannsson. súperleikur okkar dugar Liði FH hefur ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið í N1-deild kvenna og svo virðist sem Hafnarfjarðarliðið sé löngu komið með hugann við Höll- ina. „Það er engin launung að í deild- arleiknum gegn HK um daginn var hugurinn kominn í Höllina og leik- menn að passa sig að meiðast ekki. Við áttum möguleika á fjórða sætinu í deildinni fyrir skemmstu þegar við mættum Fram í Safamýri en eftir tap þar fylgdu tveir hörmungarleikir. Það hefur verið stefnan hjá okkur að gera vel í bikarnum og komast í úrslita- leikinn,“ segir Guðmundur Karlsson, þjálfari FH. Hann trúir því að góður leikur frá sínu liði dugi til sigurs sama hvernig Stjarnan spilar. „Súperleikur frá okkur dugar. Það veit ég. Við töpuðum með einu marki fyrir þeim í haust á þeirra heimavelli og fjórum í Kaplakrika. Sénsinn er til staðar en Stjarnan vann síðast bikar í desember og er með tvo frábæra leikmenn sem þarf að stöðva. Það fer svolítið eftir því hvernig þær spila hvernig leikurinn þróast,“ segir Guðmundur og vísar til Alinu Petr- ache og Florentinu Stanciu. stelpurnar hjálpa mér Atli Hilmarsson tók við liði Stjörn- unnar fyrr á tímabilinu og hefur þegar stýrt því til sigurs í deildarbik- arnum. Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra en þá var Aðalsteinn Eyjólfs- son við stjórnvölinn. „Það eru eig- inlega þær sem hjálpa mér,“ segir Atli aðspurður hvernig hann stilli spennustigið hjá sínum stelpum. „Það eru sex stelpur eftir frá því liði sem varð bikarmeistari í fyrra og þær miðla af reynslu sinni til okkar hinna,“ segir Atli. Hann segir þessa stóru leiki sem liðið hefur spilað að undanförnu hjálpa mikið. „Í deildarbikarnum sem við unnum lékum við tvo spenn- andi leiki sem báðir unnust með einu marki. Svo hjálpa þessir stóru leikir gegn Val og Haukum í bikarnum líka til. Við verðum ekki stöðvuð úr þessu,“ segir Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörn- unnar. mæðginin fyrirliðinn ragnhildur rósa og þjálfari hennar og faðir, guðmundur Karlsson. mynd braGi Þór JósEpsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.