Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 6
Föstudagur 27. Febrúar 20096 Fréttir Sandkorn n Nú eru farnar að berast þær sögusagnir að yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar um formannsskipti í Samfylking- unni snúi ekki einvörðungu að því að koma Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur burt af for- mannsstóli, heldur horfi hann lengra fram í tím- ann. Sagan segir nefni- lega að von Jóns Bald- vins standi til að næsti formaður Samfylkingarinnar staldri stutt við á formannsstóli og að nýr formaður verði kosinn á næsta kjörtímabili. Þetta álítur gamli flokksformaðurinn kjörn- ar aðstæður til að koma Árna Páli Árnasyni í stól formanns. Jón Baldvin hefur lengi stutt framgang Árna Páls og virðist líklegur til að gera það áfram. n Óvenjuleg staða er komin upp á Alþingi. Síðustu ár og jafnvel áratugi vöndust landsmenn því að þingmenn vinstriflokkanna, sem þá voru í ríkisstjórn, kvört- uðu undan því að engir ráð- herrar væru í þingsalnum þegar mikilvæg mál væru rædd og fáir eða engir þingmenn ríkisstjórn- arflokkanna. Nú ligg- ur landið öðruvísi og vinstriflokk- arnir eru í stjórn. Ber þá svo við að eina breytingin er að nú eru það vinstrimenn sem vantar í þingsal og sjálfstæðis- menn sem lýsa eftir ráðherrum og þingmönnum ríkisstjórn- arinnar, eins og gerðist í tilfelli Sigurðar Kára Kristjánssonar sem harmaði að sjá aðeins einn stjórnarliða í salnum þegar rætt var um seðlabankafrumvarpið í þriðja sinn. n Ástralsk-enski fjárfestirinn Steve Cosser mun hafa reiðst þegar tilboði hans í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, var ekki tekið af Íslandsbanka á miðvikudaginn. Cosser var viss um að hann hefði átt hæsta til- boðið í félagið en ekki eignar- haldsfélagið Þórsmörk. Fjárfest- irinn mun hafa haft samband við Morgunblaðið og viljað lýsa yfir óánægju sinni með lend- inguna í málinu en hætt við það á endanum að fara með málið í fjölmiðla. Lögmaður Cossers, Guðmundur Oddsson, fund- aði svo með starfsmönnum Íslandsbanka í gærmorgun þar sem útskýrt var fyrir honum að tilboð Cossers hefði verið lægra en Þórsmerkurhópsins. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra vill ekki tilgreina hvaða fyrirtæki átt er við sem þjóðhags- lega mikilvæg og fara muni í sérstakt eignasýslufélag á vegum ríkisins. Nefnd um endurreisn fjármála- kerfisins undir stjórn Mats Josefsson, sænsks bankasérfræðings, kynnti til- lögur 11. febrúar sem meðal annars gerðu ráð fyrir stofnun slíks félags. Félaginu (Asset Management Comp- any) er ætlað að styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem talin eru gegna mikilvægu hlutverki í íslensku efna- hagslífi, en einnig að endurskipu- leggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef þau fara í þrot. Nefnir engin nöfn „Það er óviðeigandi að nefna nöfn og jafnvel fjölda af því að maður boðar það ekki fyrirfram hvaða fyr- irtæki eru tekin slíkum tökum. Það er ekki þannig sem það gerist. Þetta er spurning um samstarf við bank- ana um þau mál sem þeir eru með til úrvinnslu og í hvaða tilvikum það er talið heppilegra að færa skipulagn- ingu þeirra og eignarhald undir slíkt eignaumsýslufélag. Það er verið að skoða þetta í fjármálaráðuneytinu og undirbúa stofnun félagsins. Ann- aðhvort verður það gert með frum- varpsflutningi eða að það verður tekið félag sem ríkið á og samþykkt- um þess breytt og það gert að tæki í þessu skyni. Það væri fljótvirkari leið ef hún reynist fær.“ Steingrímur segir að þetta sé ver- ið að ræða við bankana. Hann átti fund með öllum bankastjórum rík- isbankanna í síðustu viku þar sem meðal annars var farið yfir þessi mál. „Við leggjum á það áherslu að þetta verði unnið í góðu samstarfi við bankana.“ Getur varðað samkeppnislög Starfandi fyrirtæki á markaði hafa sum hver lýst áhyggjum af því að bankar í eigu ríkisins taki upp á sína arma illa stödd fyrirtæki sem eiga í samkeppni við önnur betur stödd fjárhagslega. Með því að ívilna bág- stöddum fyrirtækum með einhverj- um hætti væri verið að fara á svig við grundvallarreglur frjálsrar sam- keppni þar sem þeir sem best standa sig gjalda þess að bágstaddir keppn- autar komist í forsjá ríkisbankanna. Steingrímur segir að Samkeppn- iseftirlitið hafi væntanlega ekki at- hugasemdir við það þótt eignarhaldi ríkisins sé háttað með þessum hætti frekar en að það væri gert óbeint í gegnum bankana. „Samkeppniseft- irlitið hefur ástæðu til þess að fylgj- ast grannt með því ef tiltekin fyr- irtæki eru komin í eign banka eða umsjá banka. Það þekkjum við frá liðinni tíð að það getur komið upp sú gagnrýna staða að samkeppnisaðil- arnir óttist að fyrirtækin njóti þess að hafa öflugan bakhjarl eins og banka sem er í rauninni kominn með eign- arhaldið í sínar hendur. Þetta er ein- göngu spurning um fyrirkomulag, hvað þjónar best þeim markmiðum að þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki eða starfsemi, sem ekki má koma neitt rof í, sé endurskipulögð í gegn- um svona tæki eða að bankarnir glími við það hver fyrir sig.“ Rekstraraðstæður líkar náttúruhamförum Nærtækt er að ætla að samgöngu- fyrirtæki, orkufyrirtæki, fjarskipta- fyrirtæki og önnur fyrirtæki sem snerta grunngerð samfélagsins séu í flokki þeirra fyrirtækja sem talist geta þjóðhagslega mikilvæg. Einnig gæti stærð fyrirtækja og fjöldi starfa skipt máli. Skipa- og flugfélög og símafélög gætu því hæglega verið undir þessum hatti, en einnig stór matvælafyrirtæki og önnur fjölmenn fyrirtæki. Eignasýslufélaginu er einnig ætlað að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef félög fara í þrot. Vitað er að stærstu bílainnflutn- ingsfyrirtækin eru nánast öll komin í þrot. Þá geta byggingarvöruverslanir verið í hættu vegna gríðarlegs sam- dráttar í byggingariðnaði. Nokkrir viðmælenda DV, sem reka fyrirtæki á almennum mark- aði, telja það orka tvímælis að félagi í opinberri umsjá sé falið að bjarga verðmætum félaga sem gætu glat- ast í gjaldþrotum. Ekkert þurfi að vera óeðlilegt við að fyrirtæki verði gjaldþrota. Markaðinn eigi að nota til grisjunar og í gjaldþrotum komist verðmætin í hendur þeirra sem bet- ur er lagið að stunda rekstur. Á móti er bent á að rekstrarað- stæðum fyrirtækja megi líkja við náttúruhamfarir. Gjaldmiðillinn hafi hrunið og enginn rekstur geti borið 25 prósenta vexti til lengdar. „Það er óviðeigandi að nefna nöfn og jafnvel fjölda af því að maður boðar það ekki fyrirfram hvaða fyrirtæki eru tekin slíkum tökum.“ Brátt skýrist hvaða fyrirtæki stjórnvöld og ríkisbankarnir setja undir sérstakt eigna- sýslufélag. Þar gætu verið bágstödd flugfélög, skipafélög, síma- og fjarskiptafélög og önn- ur fyrirtæki sem tilheyra grunngerð samfélagsins. Fjármálaráðherra vill ekki tilgreina hvaða félög um sé að ræða en hann ræddi málið við bankastjóra ríkisbankanna nýverið. STÓRFYRIRTÆKI Í ÖNDUNARVÉL JóhaNN haukssoN blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Viðhalda mikilvægum fyrirtækjum steingrímur J. sigfússon og Jóhanna sigurðardóttir ætla að viðhalda mikilvægum fyrirtækjum með því að stofna eignasýslufélag sem heldur þeim gangandi með hjálp ríkisins. Hér útskýra þau hugmyndir sínar á blaðamannafundi í gær. Flugfélög ekki er vitað til þess að flugfélög séu undir sérstöku eftirliti ríkisbankanna eða að þau hyggist leita aðstoðar. skipafélög eimskip tapaði á annað hundrað milljörðum króna í fyrra eða 3.200 krónum á sekúndu. Lendir það á gjörgæslu ríkisbankanna? Innritun í síma 659 3313 - 772 1640 - lafleur@simnet.is - www.lafleur.is stÓrfelld verÐlÆkkun Námskeið í Númeralógíu hefjast laugardaginn 21. febrúar Lærðu að reikna út persónuleika þinn og annarra – verða þinn eigin meistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.