Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 35
DV menningarverðlaun föstudagur 27. febrúar 2009 35 NefNdiN Jón Proppé gagnrýnandi og sýningarstjóri, formaður Hanna Styrmisdóttir sjálfstætt starfandi sýningarstjórimyndlist Myndhugsun Sigrúnar Sirru er sérstök blanda af vísindalegri nálgun og listrænni óreiðu. Þannig var útgangspunktur sýning- ar hennar á Kling & Bang galleríi á síðasta ári kannski eðlilegt framhald af hugmynd- um hennar en þar vísaði hún til kenninga skammtaeðlisfræðingsins Werners Heisen- berg sem komst að því að aldrei væri hægt að mæla samtímis bæði staðsetningu og hreyfingu rafeinda: Þegar kemur að kjarna hins efnislega heims getum við aldrei kort- lagt veruleikann með vissu. Í sýningarrým- inu byggði Sigrún Sirra eins konar undra- heim með marglitum hálfgegnsæjum kössum, ljósum og myndbandsvörpunum – veröld þar sem allt virtist í senn úthugs- að og skipulagt en þó síbreytilegt. Eins og í fyrri verkum sínum gerði hún hér áhorf- andann að virkum þátttakanda og sýningin hverfðist um skynjun hans og hreyfingar í salnum. Þarna fór saman spennandi sjón- ræn upplifun og íhugun um eðli skynjunar okkar og skilnings. Óvissulögmálið í Kling & Bang galleríi Bragi Ásgeirsson hóf feril sinn í myndlist fyrir um sex áratugum. Hann hefur haldið ótal sýningar og líka látið mikið að sér kveða sem kennari við Myndlista- og handíðaskólann og með skrifum sínum um myndlist, en hann var lengi helsti myndlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins. Á sýningunni Augnasinfóníu á Kjarvalsstöðum var dregið fram heildaryfirlit yfir myndsköpun Braga þar sem vel mátti sjá hve mikið og fjölbreytt framlag hans hefur verið, allt frá því að hann tók þátt í endurskoðun íslenskrar myndlistar með öðrum abstraktmál- urum á sjötta áratugnum og fram á þessa daga. Á sýningunni mátti sjá hve sterkt framlag Braga hefur verið á hverjum tíma en jafnframt hve persónuleg og öflug tjáning hans hefur alla tíð verið. Sýningarstjóri var Þóroddur Bjarnason. Yfirlitssýning augnasinfónía á Kjarvalsstöðum Bragi Ásgeirsson Í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2008 var sett upp viðamikið sýningarverkefni á Aust- urlandi í samstarfi menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði, listamiðstöðvarinn- ar á Eiðum og Sláturhússins á Egilsstöðum. Björn Roth var sýningarstjóri en listamennirnir sem tóku þátt í verkefninu voru Paul Harfleet, Sara Björnsdóttir og Maati Saarinen í Slátur- húsinu, Cristophe Buchel, Skyr Lee Bob, Poni fjöllistahópurinn (Guðni Gunnarsson, Erna Ómarsdóttir og Lieven Dousselaere) og Pétur Kristjánsson í Skaftfelli og Hrafnkell Sigurðs- son og Linnert Alvés á Eiðum. Þessar uppákomur voru sérstaklega vel heppnaðar auk þess sem þær eru til vitnis um það öfluga myndlistarstarf sem unnið hefur verið á Austurlandi undanfarin ár með metnaðarfullum sýningum og viðburðum. Ferðalag Eirún Sigurðardóttir er ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins sem löngu er orðinn einn af þekktustu myndlistarhópum landsins en hún hefur líka haldið allmargar einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Nálgun Eirúnar er mögnuð blanda af frásögn og mynd- rænni framsetningu með sterkri tilvísun í hið kvenlæga. Eirún var sjálf hluti af sýningunni Höll blekkinganna, sat í salnum í hekluðum hjúp og heklaði þar fram sýninguna sem hafði sterkar tilvísanir í heim véfrétta og goðsagna en var jafnframt hugleiðing um sýn samtímans á konur, upplifun þeirra og stöðu. Sýningunni fylgdi bókverk með teikningum Eirúnar og textum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking og Sigrúnu Daníelsdóttur sálfræðing. Höll blekkinganna, í Suðsuðvestur, reykjanesbæ eirún Sigurðardóttir Haraldur Jónsson hefur sýnt mikið síðustu tvo áratugi og þróað með sér afar sérstakt mynd- mál og framsetningu. Verk hans eru sjónræn og ágeng en um leið fæst hann oft við að hlut- gera hið óáþreifanlega og efnislausa, þögnina og myrkrið eða einhvers konar hugboð og hugmyndir sem gera verk hans fyrir vikið enn áleitnari. Á sýningunni Myrkurlampi í Lista- safni ASÍ voru verkin unnin sérstaklega inn í sýningarrýmið svo úr varð heill heimur upplif- ana þar sem Haraldur leiddi áhorfendur inn í myndhugsun sína á sérstaklega áhrifamikinn hátt og má segja að hann hafi dregið hér saman þá ýmsu þræði sem hann hefur spunnið á sýningum sínum mörg undanfarin ár. Framsetningin öll var í senn skýr og margræð, eins og verk hans eru ávallt, en fyrst og fremst til þess fallin að vekja gesti sjálfa til umhugsunar og opna nýjar leiðir til skynjunar á umhverfinu og upplifunum sínum. myrkurlampi í listasafni aSÍ Haraldur Jónsson Sigrún Sirra Sigurðardóttir Mynd Ívar Brynjólfsson Mynd rut HallgrÍMsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.