Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 41
föstudagur 27. febrúar 2009 41Helgarblað
að búa skikkanlega á svo köldum og
fjarlægum stað hafði hópurinn það
mjög gott á meðan á dvölinni stóð.
Casey er stöð þar sem rannsóknar-
menn vinna allt árið um kring og
þarf því að búa vel um þá miðað við
lífsskilyrðin í kring. „Á meðan ég var
þarna voru um 70 manns á svæðinu
og samanstóð hópurinn af vísinda-
mönnum, smiðum, pípulagninga-
mönnum, vélvirkjum, kokkum, fjar-
skiptafólki, flugmönnum og læknum
svo það var nóg um að vera. “
Gistiaðstöðuna segir hún líka
hafa verið til fyrirmyndar. Þetta var
þó ekki alveg eins og að búa á hót-
eli því allir þurftu að leggja til þessa
stóra heimilis eins og Erla orðar það.
Það þurftu til dæmis allir að hjálpa
til í eldhúsinu og á laugardögum
fékk hver og einn húsverk sem hann
þurfti að klára.
„Það var samt góður matur, gott
fólk, góð vinnuaðstaða og vel hugsað
um alla,“ segir hún sátt.
Gott félagslíf á suðurskautinu
„Suðurskautið er mjög sérstakur stað-
ur. Allir sem eru þarna eru komnir til
að vinna ákveðin verk og það er eins
og að vera í einni stórri fjölskyldu.
Þar sem allir eru tilbúnir að aðstoða
hver annan ef þarf.“ Erla segir að þar
sem allir búa í návígi þurfi að passa
að taka enn meira tillit til hver ann-
ars en í venjulegu lífi þar sem mað-
ur fer bara heim eftir vinnudaginn og
þarf ekki að hitta vinnufélagana fyrr
en daginn eftir. „Á móti kom að það
var mikið félagslíf og maður gat alltaf
fundið einhvern sem var til í að gera
eitthvað,“ segir Erla sem eyddi kvöld-
unum í pílukasti, billjard, á göngu-
skíðum, í gufubaði eða göngutúrum.
Miklir öfgar
Kuldinn var ekki eins óbærileg-
ur og menn geta sér til um. „Það er
hásumar núna og því kuldinn ekki
mikill. Það var yfirleitt um svona 2
gráður. Það minnti mig bara soldið á
íslenskan vetur fyrir utan að það var
bjart allan sólarhringinn eins og er á
sumrin heima.“
Erla flaug heim til Ástralíu 8. jan-
úar eftir skipsferð og fannst henni
afar skrýtið að koma til baka. Hún fór
úr 40 gráðu frosti, frá flugvellinum á
suðurskautinu en hann stendur í 700
metra hæð yfir sjávarmáli þar sem er
kaldara, og yfir í 30 gráðu hita í Sydn-
ey. „Það voru svolítið miklir öfgar þar
á milli.“
Það er svolítið skondið að segja
frá því að frá suðurskautinu þarf að
fljúga að nóttu til svo flugbrautin sé
nógu ísi lögð til að geta hafið flugtak.
Annars er hún farin að þiðna of mik-
ið.
Mörgæsirnar komu hlaupandi
Ferðin stóðst algjörlega væntingar
Erlu þótt hún hefði viljað skoða sig
meira um. Vinnan tók sinn tíma og
því var það ekki hægt. „Það skemmti-
legasta sem ég gerði utan vinnunn-
ar var þegar við fórum eitt kvöldið í
bátssiglingu á gúmmíbát út að ísjök-
unum sem voru þarna rétt fyrir utan.
Sólin lá þá lægra á lofti og útsýnið var
stórkostlegt. Ég brosti allan hringinn
það kvöld.“
Það sem vakti sérstaka athygli
Erlu þarna var lyktin í umhverfinu.
Hún var nefnilega engin þar sem
lítið er í umhverfinu. En lyktina af
mörgæsunum segir hún hafa ver-
ið svakalega mikla og vakið undrun.
„Það var samt svo sérstakt að sjá þær
og hvað þær eru rosalega gæfar. Þær
voru ófeimnar að koma hlaupandi
og skoða mann hátt og lágt. Alveg
yndisleg dýr,“ segir Erla að lokum
asdisbjorg@dv.is
Hélt jólin á
suðurskautinu
Langt frá Íslandi
Það er óhætt að segja að erla
hefði ekki getað komist lengra.
Stórkostlegar verur
Keisaramörgæsir eru um 120
cm á hæð og vega frá 20 til 40
kíló. Þessar gæfu verur geta
orðið allt að 40 ára gamlar.
Ömmubakstur ehf.
Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000
Veljum
íslenskt
gott í dagsins önn...
Ömmu
kleinur
Ömmu
spelt
flatkökur
Ömmu
flatkökur
Nýr kostur í DV eru
þjónustuauglýsingar.
Það borgar sig að
auglýsa í DV!
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Hringdu í síma 515 5550
og byrjaðu strax í dag!