Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 18
Safn græðginnar Svarthöfði sér ekkert nema möguleika í nýfengnu mál-frelsi Davíðs Oddssonar sem hann öðlaðist eftir að Alþingi setti lögbann á störf hans í Seðlabank- anum. Þegar eini maðurinn sem enn er með fullu viti í þessum sturlaða heimi hrunsins hefur gert upp við þá óreiðumenn sem settu landið á haus- inn með alls konar krassandi leyndar- málum úr svörtu bókinni sinni getur uppbyggingin hafist fyrir alvöru. Dav- íð er eini maðurinn sem ber hag þjak- aðs almennings fyrir brjósti og er eini maðurinn sem sá bankahrunið fyrir og því mun hann eðlilega leggja hönd á plóg þegar kemur að endurreisn lands og gjaldþrota þjóðar. Það fyrsta sem alvöru leiðtogi með Churchill-komplexa gerir er auðvitað að koma í veg fyrir að þau ósköp sem hann varaði við fyrir daufum eyrum endurtaki sig. Hann tryggir að við munum læra af reynslunni til þess að sorgarsagan endurtaki sig ekki. Til þess að hrunið og afleiðingar þess gleymist aldrei þarf þjóðin að eignast safn. Safn græðginnar. Salurinn er svo gott sem tilbúinn. Það eina sem þarf að gera er að þjóðnýta hálfkar- að og skothelt sveitasetur Sigurð- ar Einarssonar í Norðurárdal. Klára bygginguna fyrir almannafé, rétt eins og tónlistarhús Björgólfs Guðmunds- sonar, og fylla það svo af glingri og útrásardóti. Hrun okkar hefur vakið heimsathygli og það mun Safn græðginnar líka gera. Safnið verður eftirsóttur ferðamannastaður eins og Graceland- ið hans Elvisar í Memphis. Útlend- ingar, ekki síst Danir, Hollendingar og Bretar, munu koma í stríðum straum- um í Norðurárdalinn til þess að hlæja að mikilmennskubrjálæði dvergþjóð- ar sem ætlaði að kaupa heiminn með Matadorpeningum. Veggir safnsins verða skreyttir leikmannatreyjum West Ham, hlutabréfum í FL Group og innrömmuðum myndum af einka- þotum, snekkjum, Bentleyum, Range Roverum og alls konar græjum sem nú fást keyptar á brunaútsölum. Gler- augu Eltons John verða þarna auð- vitað líka og Candle in the Wind mun endalaust hljóma úr hátalarakerfinu. Íburðarmikil vaxmynd af dem-antaskreyttum forsetahjónun-um að stýra svallveislu afsteyptra útrásarvíkinga verður í öndvegi og rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað sjálfur safnvörðurinn. Geð- stirður fyrrverandi seðlabankastjóri sem rukkar útlendingana um aðgangseyri með 18 prósent vöxtum og neitar að gefa til baka á meðan hann tautar: „I told you so. I told you so!“ Föstudagur 27. Febrúar 200918 Umræða Sandkorn n Því var skúbbað á dv.is í gær- morgun að Árni Mathiesen, fyrr- verandi fjármálaráðherra, hefði axlað sín skinn og væri hættur við framboð í Suðurkjördæmi. Fréttavefurinn visir.is hafði um svipað leyti komist á snoðir um það sama en Árni þvertók fyrir að vera á förum með þeim orðum að þetta væri „vitleysa“ og „ekki réttar fréttir“. Skömmu síðar var upplýst á dv.is að hann væri hættur við. n Reikna má með því að Árni Johnsen alþingismaður hafi svo til beina braut í prófkjöri á Suð- urlandi eftir að Eyþór Arnalds og Árni Mathiesen hættu við framboð. Árni hefur ræktað kjör- dæmið af alúð og þarf nú aðeins að berjast við aðkomu- manninn og fyrrverandi aðstoðar- mann Geirs H. Haarde, Ragnheiði Elínu Árna- dóttur, og Kjartan Ólafsson þingmann um efstu sætin. Kjartan gæti þó orðið honum skeinuhættur með sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, sér við hlið. n Sjálfstæðismenn á Suður- landi hafa nokkrar áhyggjur af mannavali í efstu sætum. Ein- hverjir þeirra hafa lagt að Davíð Oddssyni, fráfarandi seðla- bankastjóra, að taka slaginn um fyrsta sætið. Davíð er Selfyssing- ur að uppruna og hvarf ungur til Reykjavík- ur. Seinna reisti hann sér veglegt sumarhús í grennd við æsku- stöðvarn- ar. Telja fylgis- menn þeirrar hugmyndar að Davíð gæti farið á kostum í kjör- dæminu. Aðrir eru efins og telja að Davíð eigi að setjast í helgan stein. n Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þykir liggja lágt í slagnum við Illuga Gunnars- son um fyrsta sætið í Reykja- vík. Óþægileg umræða hefur verið um örlæti hans sem heil- brigðisráðherra til hinna ýmsu ráðgjafa sem gjarnan tengjast honum. Hann ber þess merki að vera taugaveikl- aður þeg- ar hann bloggar um að DV sé í blóðugu stríði við hann og Illuga. „Ég veit að barátta okkar félaganna verður öflug, en ekki verður hún blóðug, hvernig sem DV eða aðrir reyna að æsa til ill- inda!“ LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum.“ n Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri fréttavefsíð- unnar pressan.is sem opnuð verður undir hans stjórn á laugardag. – Fréttablaðið „Hún er alveg yndisleg.“ n Bubbi Morthens um nýfædda dóttur hans og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur. Bubbi á fyrir tvo syni og dóttur en þetta er fyrsta barn þeirra Hrafnhildar. – DV „Þetta er töluvert feimnismál.“ n Logi Bergmann Eiðsson sem stundar listmálun í frítíma sínum. Listaverk eftir hann hangir meðal annars uppi á vegg hjá Sigurði Kára alþingismanni. – DV „Við stundum ekki við- skipti við fyrirtæki sem tengd eru drápum á sjávarspendýrum.“ n Andrew Mallison, sjávarútvegsfræðingur hjá Marks & Spencer, í viðtali við The Guardian um að fyrirtækið muni hætta að kaupa íslenskan fisk. - DV „Ég held að þetta sé svona týpískt óráðshjal í Davíð.“ n Óskar Hrafn Þorvaldsson um ummæli Davíðs Oddssonar í Kastljósi þar sem hann sagðist efast um að kannanir Stöðvar 2 og Vísis um óvinsældir hans hefðu verið framkvæmdar. - DV Farðu í friði Leiðari Þau tímamót urðu í íslensku samfé-lagi í gær að Davíð Oddsson lét af störfum. Hann hættir í skugga þess að hafa með gáleysistali og dylgj- um varpað grun á fjölda félaga sinna um að þeir séu innviklaðir í spillingu tengda einka- hlutafélögum. Hann iðraðst einskis og tel- ur að aðrir en hann sjálfur beri sök á hrun- inu. Við brotthvarf Davíðs verður þjóðin að nota tækifærið til þess að henda aftur fyrir sig deilum liðinna áratuga og stilla saman kraftana. Því ástandi verður að linna að öll umræða snúist um það sem gerðist. Þjóðin er sem áhöfn skips í sjávarháska sem situr öll í borðsalnum og rífst um ástæður þess að svo illa er komið að skipið er að farast. Enginn er að huga að möguleikum þess að komast úr háskanum og á meðan aukast líkurnar á stórskaða. Alþingi hefur eytt kröftum sínum í að rífast um það hvort þessi eða hinn eigi að vera þingforseti. Tekist hefur verið á um það hvort farið verði að kröfu alls almenn- ings um að skipt verði út stjórn Seðlabank- ans. Í miðjum háskanum fer minnstur tími í að leita leiða úr ógöngunum. Alið er á óróleika, kvíða og vanlíðan þjóðarinn- ar með ruglinu. Með brotthvarfi Dav- íðs verður ástandinu að linna. Nú verða allir að leggjast á árarnar til að bjarga þjóðarskútunni úr þeim háska sem sýnilegri verður með hverjum degi. Allir Íslend- ingar verða að taka saman hönd- um til að lágmarka það tjón sem hlýst af völdum kreppunnar. Engin ástæða er til þess að eltast við Dav- íð Oddsson eða aðra sem sök gætu átt á hruninu. Við hann er aðeins eitt að segja: „Farðu í friði.“ Nú skiptir mestu máli að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er í dag. Seinna kemur að uppgjöri við þá sem settu samfélagið í kaldakol. Björgunar- starfið er öllu öðru mikilvægara. Með- an á því stendur má enginn líta um öxl. Seinna, þegar landið rís að nýju, mun nauðsynlegt uppgjör fara fram. Nú verður þjóðin að hugsa um það eitt að komast af. reynir TrauSTaSon riTSTjóri Skrifar. Þjóðin er sem áhöfn skips í sjávarháska. bókStafLega Kynlífið í kreppunni Eitt sinn var á Íslandi geðsjúkur geð- læknir sem kveikti í húsi og gekk svo um og varaði fólk við. Til allrar ham- ingju var enginn í húsinu þegar eld- urinn logaði því viðvaranir hins geð- fatlaða manns komu heldur seint. Eins var hér eitt sinn geðbilaður slátr- ari sem hélt að hann væri Napoleon. Vistmenn á stofnun inn við sundin blá kölluðu hann Nafla-Jón. Hann ræddi daglega við smjörstykki sem hann kallaði Krist. Hann gekk um með smjörið, varaði það við og sagði heimsendi vera í nánd. Umræddur heimsendir kom þó ekki og á endan- um var smjörstykkið tekið af Nafla- Jóni og notað í bakstur fyrir jólin. Í dag eigum við svo lítinn banka- mann sem segist hafa varað okkur við bankahruni. Hann segist einn hafa varað alla við. En enginn kann- ast við að hafa heyrt hann minnast á neitt slíkt. Í maí á síðasta ári sögðu talsmenn litla bankamannsins að staða íslensku bankanna væri betri en staða sambærilegra banka í vor- um heimi. Og í apríl sagði litli banka- maðurinn ekkert benda til annars en íslenskir bankar stæðu afar vel. Hann blés á raddir manna sem vöruðu við bankahruni og bað þá um að tala var- lega og bað þá fyrir alla muni að vera ekki að magna vandann með óþarfa kjaftæði. Á sama tíma lofaði þessi sami einstaklingur sölu bankanna og útrás íslensks atvinnulífs. Hann lét fólk meira að segja öskra margföld húrrahróp svo mæra mætti nokkra ís- lenska bankaeigendur. Hann sagði ís- lenska banka hafa leikið lykilhlutverk í farsælli útrás íslenskra fyrirtækja. Hann kom okkur í kreppu, hann lof- aði aukið viðskiptafrelsi, hann söng sinn útrásarsöng og skammaðist sín ekki baun, því hann naut þess að sjá drauma frjálshyggjunnar rætast. Í dag kemur þessi litli bankamað- ur fram og segir okkur að til hans leiti fjöldi manns og segi hann vera eina manninn sem hægt sé að treysta. Já, fögur er dýrðin. Ef þessi maður lýgur ekki lýgur enginn. Hann kemur fram og tönglast á því einsog tauga- veiklað jórturdýr, að hann hafi var- að alla við. Og þeir sem hann seg- ist hafa varað við kannast ekki við að hafa heyrt neitt slíkt. Það er eins- og lygavefurinn sé orðinn að slíkum göndli að maðurinn virðist ekki vita hvenær hann lýgur og hvenær hann segir satt. Og fyrst ég er að minnast á geð- heilsu og kreppu, er kannski rétt að geta þess að ágætur geðlæknir heldur því svo fram að andlegt ástand okkar geti batnað í kreppunni, hann heldur því nefnilega fram að í kreppu dafni kynlífið sem aldrei fyrr. Þótt ég verði af örbirgð ær og engu nái að safna ég veit að kynlíf kannski fær í kreppunni að dafna. kristján hreinsson skáld skrifar „...maðurinn virðist ekki vita hvenær hann lýgur og hvenær hann segir satt.“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.