Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 48
föstudagur 27. febrúar 200948 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Hörður Ó. Helgason skólameistari á akranesi Hörður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ, BA- prófi í dönsku og ensku frá HÍ og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ. Auk þess stundaði hann nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Hörður var kennari við Fjölbrautaskóla Vestur- lands og hefur verið skóla- meistari þar frá 2001. Hann lék knattspyrnu með Fram og ÍA á sínum yngri árum og var knattspyrnuþjálfari hjá ÍA, fleiri fé- lögum og KSÍ á árunum 1980-95. Fjölskylda Kona Harðar er Sigrún Sig- urðardóttir læknaritari. Synir Harðar og Sigrún- ar eru Sigurður Már Harð- arson og Orri Harðarson. Foreldrar Harðar: Helgi Jóhannesson og Þóra Þor- leifsdóttir. Hörður og Sigrún taka á móti gestum á Sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi, laugardaginn 28.2. kl. 14.00-17.00. 60 ára á laugardag 70 ára á mánudag Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í alþjóðarétti og tungumálum við Ruprecht-Karl- Universitat í Heidelberg 1959-60, við Université de Grenoble í Frakklandi 1960-61, lauk embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1967 og stundaði fram- haldsnám í alþjóðarétti og alþjóða- viðskiptum við Institut de Hautes Études Internationales í Genf í Sviss 1967-68. Hann öðlaðist hdl-réttindi 1967 og hrl-réttindi 1972. Sigurður var fulltrúi sýslumanns- ins í Rangárvallasýslu 1967, starfaði við sendiráð Íslands í París 1968, var fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi 1968-69, fulltrúi í viðskiptaráðuneyt- inu 1969, rak eigin lögfræðiskrifstofu 1969-74, var aðstoðarmaður og ráð- gjafi Einars Ágústssonar utanrík- isráðherra um varnarmál 1973-74, stofnaði og rak skrifstofu fyrir Lands- samband veiðifélaga 1973-74, var sýslumaður í Þingeyjarsýslu 1974- 85, bæjarfógeti á Akranesi frá 1985 og sýslumaður þar 1992-98 og rek- ur nú eigin lögfræðistofu að Austur- strönd 3 á Seltjarnarnesi. Sigurður var ritstjóri Stúdenta- blaðsins, formaður Orators 1963-64, átti sæti í þjóðhátíðarnefnd Reykja- víkur 1974, sat í stjórnarskrárnefnd og í stjórn Dómarafélags Íslands 1985-86 auk þess sem hann hef- ur setið í stjórnskipuðum nefndum vegna lagasetningar af ýmsu tagi. Fjölskylda Sigurður kvæntist 3.8. 1966 Guðrúnu Þóru Magnúsdóttur, f. 23.4. 1943, húsmóður. Hún er dóttir Magnúsar Jochumssonar, f. 19.10. 1913, d. 21.8. 1989, rennismiðs í Reykjavík, síðast í Hveragerði, og k.h., Júlíu Jónsdóttur, f. 29.5. 1924, húsmóður. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru Dagmar, f. 27.1. 1967, MA í sjávarúr- vegsfræðum og lögfræðingur Land- helgisgæslunnar, en maður henn- ar er Baldur Snæland Njarðarson, starfsmaður Brimborgar, og eiga þau þrjú börn; Magnús, f. 28.6. 1968, flugvirki í Færeyjum en kona hans er Karen Zurga; Júlía, f. 12.1. 1970, framkvæmdastjóri á Seltjarnarnesi; Gizur, f. 19.3. 1973, framkvæmda- stjóri í Reykjavík og á hann einn son; Ólafur, f. 17.12. 1976, nemi á Sel- tjarnarnesi; Ingibjörg, f. 19.3. 1978, lögfræðinemi á Seltjarnarnesi. Systkini Sigurðar eru Lúðvík, f. 6.3. 1932, hrl. í Reykjavík, var kvænt- ur Valgerði Einarsdóttur sem er lát- in; Bergsteinn, f. 29.11. 1936, d. 9.7. 2008, verkfræðingur og brunamála- stjóri, var kvæntur Mörtu Bergmann félagsmálastjóra; Sigríður, f. 2.9. 1942, d. 29.10. 2006, lífeindafræðing- ur í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Gizur Berg- steinsson, f. 18.4. 1902, d. 26.3. 1997, hæstaréttardómari í Reykjavík, og k.h., Dagmar Lúðvíksdóttir, f. 26.12. 1905, d. 14.9. 1997, húsmóðir. Ætt Gizur var sonur Bergsteins, b. á Ár- gilsstöðum í Hvolhreppi, bróður Ólafar, ömmu Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. ráðherra, og Boga, fyrrv. ríkis- saksóknara og Ólafs, fyrrv. skattrann- sóknarstjóra Nilssona. Önnur systir Bergsteins var Sesselja, amma Sig- urðar, fyrrv. stjórnarformanns Flug- leiða, og Hallgríms tónskálds Helga- sona. Bergsteinn var sonur Ólafs, b. á Árgilsstöðum Arnbjörnssonar, bróð- ur Páls, afa Þorsteins Erlingssonar skálds. Móðir Bergsteins var Þuríður Bergsteinsdóttir, systir Björns, lang- afa Erlends Einarssonar, forstjóra SÍS. Móðir Gizurar var Þórunn, syst- ir Helgu, ömmu Einars Ágústsson- ar ráðherra. Önnur systir Þórunnar var Guðrún, langamma Sveinbjörns Baldvinssonar rithöfundar. Þórunn var dóttir Ísleifs, b. á Kanastöðum í Landeyjum Magnússonar, b. á Kana- stöðum Magnússonar, b. í Núpa- koti Einarssonar, föður Guðmundar, langalangafa Gunnars Bergsteins- sonar, fyrrv. forstjóra Landhelgis- gæslunnar, Gunnars Ragnars, for- stjóra á Akureyri, og Hauks og Arnar Clausen. Móðir Magnúsar Einars- sonar var Hildur Magnúsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Þórunnar var Sigríður, systir Höllu, ömmu Gunnlaugs Scheving. Sig- ríður var dóttir Árna, dbrm. á Stóra- Ármóti í Flóa Magnússonar, b. í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm. á Breiðabólstað Ingimundarsonar, b. í Hólum Bergssonar, ættföður Berg- sættar Sturlaugssonar. Móðir Árna var Hólmfríður Árnadóttir, systir Val- gerðar, ættmóður Briemsættar, lang- ömmu Hannesar Hafstein. Móðir Hólmfríðar var Kristín Jakobsdótt- ir, stúdents á Búðum Eiríkssonar. Móðir Sigríðar var Helga Jónsdóttir Johnsen, lögsagnara á Stóra-Ármóti, bróður Valgerðar, ættmóður Finse- nættar, ömmu Steingríms Thorstein- sonar skálds. Móðurbræður Sigurðar: Bjarni, málarameistari í Reykjavík, fað- ir Hauks hdl.; Karl, fyrrv apótekari í Reykjavík, og Georg, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna. Dagmar var dóttir Lúðvíks, út- gerðarmanns í Neskaupstað Sigurðs- sonar. Móðir Dagmarar var Ingibjörg, systir Margrétar, ömmu Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráð- herra. Ingibjörg var dóttir Þorláks, b. í Þórukoti Jónssonar, b. í Húsatóf- tum Sæmundssonar, ættföður Húsa- tóftaættar, föður Sæmundar, langafa Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissátta- semjara og Tómasar Þorvaldssonar, útvegsmanns í Grindavík. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður á seltjarnarnesi 30 ára á laugardag Gunnar Þ. Gunnarsson framkvæmdastjóri á akranesi Gunnar Þór fæddist á Akra- nesi. Hann var í Grundar- skóla og lauk vélvirkjaprófi frá FV. Gunnar starfaði á vélaverk- stæði H.B.&Co og vélaverk- stæði Norðuráls en stofnaði vélsmiðjuna Skagastál 2001 og hefur starfrækt hana síð- an. Þá starfrækir hann Skaga- verk, sem er alhliða verk- taka- og þjónustufyrirtæki á Akranesi sem m.a. starfrækir al- menningsvagna þar innanbæjar. Fjölskylda Kona Gunnars er Eva Lind Matthíasdóttir, f. 1.2. 1985, húsmóðir. Dætur Gunnars og Evu eru Natalía Freyja Gunnarsdóttir, f. 6.2. 2007; Silja Rán Gunnars- dóttir, f. 3.11. 2008. Foreldar Gunnars Þórs eru Gunnar Þ. Garð- arsson, f. 7.1. 1948, for- stjóri hjá Skagaverk, og Lilja Þorvarðardóttir, f. 6.10. 1946, ræstitæknir á Akranesi. 30 ára á laugardag Jóna Dóra Ásgeirsdóttir verslunarstjóri hjá Zöru í smáralind Jóna Dóra fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Garðabæn- um. Hún var í Flataskóla, Garðaskóla og Fjölbrauta- skóla Garðabæjar og stund- ar nú nám í verslunarstjórn- un við Háskólann á Bifröst. Jóna Dóra hóf verslunar- störf hjá Hagkaup er hún var þrettán ára og starfaði þar samfellt til ársins 2008. Hún er nú verslunarstjóri hjá versluninni Zöru í Smára- lind. Jóna Dóra æfði og keppti í hand- bolta og knattspyrnu með Stjörn- unni frá því snemma á unglingsár- unum og til átján ára aldurs. Fjölskylda Maður Jónu Dóru er Ótt- ar Guðmundsson, f. 8.6. 1974, bakari. Dóttir Jónu Dóru og Óttars er Ásdís Birta Ótt- arsdóttir, f. 30.8. 2003. Bræður Jónu Dóru eru Matthías Ásgeirs- son, f. 23.11. 1973, tölv- unarfræðingur; Þórður Ásgeirsson, f. 1.4. 1983, nemi. Foreldrar Jónu Dóru eru Ásgeir Þórðarson, f. 12.12. 1954, framkvæmdastjóri, og Stella María Matthíasdóttir, f. 10.10. 1955, þjón- ustustjóri. DV0902258079 30 ára á föstudag 30 ára á FÖSTudag Árni Kristinn Skaftason markmaður hjá meistaraflokki Þórs Árni Kristinn fæddist á Ísa- firði en ólst upp á Blöndu- ósi og í Súðavík. Hann var í Grunnskólanum á Blöndu- ósi og Barnaskólanum í Súðavík, stundaði nám við Sjómannaskólann í Reykja- vík og VMA þar sem hann lauk rafvirkjanámi. Árni Kristinn var í sveit á unglingsárunum, vann í sláturhúsi, var til sjós á tog- ara, starfrækti skyndibita- stað , var handlangari og vann við múrverk. Hann hefur stundað raf- virkjun á Akureyri frá 2002. Árni Kristinn hóf að æfa knatt- spyrnu með Hvöt á Blönduósi, lék með BÍ á Ísafirði, var markmaður hjá KA, lék með Leiftri á Dalvík í ár en hefur ver- ið markmaður hjá Þór frá 2005. Fjölskylda Eiginkona Árna Krist- ins er Margrét Sonja Við- arsdóttir, f. 17.5. 1974, viðskiptafræðingur hjá Samherja. Dóttir Árna Kristins og Margrétar Sonju er óskírð Árnadóttir, f. 18.1. 2009. Foreldrar Árna Kristins eru Skafti Jóhannsson, f. 2.5. 1960, húsasmiður í Mosfellsbæ, og Ragn- heiður Árnadóttir, f. 26.6. 1961, leikskólakennari á Laugum. 60 ára á Sunnudag Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri Lárus fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1970, nam kvik- myndafræði, sálfræði og heimspeki í Stokkhólmsháskóla 1973-75 og lauk prófi í leikstjórn og kvikmyndagerð í Dramatiska Institutet í Stokkhólmi með verðlaunakvikmyndinni Búr- fuglinum 1978. Lárus var blaðamaður á Vísi, vann við klippingar á Sjónvarpinu, var kennari í Reykjavík 1970-73 og starf- aði við kvikmyndagerði í Svíþjóð með námi. Eftir heimkomuna 1979 leik- stýrði hann sjónvarpsleikritunum Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúð- víksson og Dagur vonar eftir Birgi Sig- urðsson og leikstýrði sjö sviðsverkum fyrir leikhús, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Iðnó. Lárus starfaði í Svíþjóð á árun- um 1983-94 þar sem hann gerði m.a. myndirnar Annar dansinn 1983, sem var talin sjötta besta mynd árs- ins í International Film-guide 1984, Frosna hlébarðann, 1985, gerði sjón- varpsmyndina Auga hestsins, 1986, sem fékk fyrstu verðlaun á kvik- myndahátíð í Kanada, stuttmyndina Kona ein og kvikmyndina Ryð sem frumsýnd var á Íslandi 1991, og sjón- varpsmyndina Þráarinnar bláa blóm sem fékk The Golden Chest fyrir leik- stjórn. Eftir heimkomuna 1994 gerði hann fjölda sjónvarpsmynda, sjón- varpsleikrit og heimildarþætti. Hann kenndi kvikmyndaleik og kvik- myndastjórnun á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi, var helsti dramatúrg rík- issjónvarpsins og ráðgjafi við sjón- varpsleikritagerð hér á landi á árun- um 2000-2006. Fjölskylda Dætur Lárusar eru Halla Björg Lár- usdóttir, f. 19.6. 1972, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir í Bandaríkjunum; Edda Lárusdóttir, f. 12.9. 1994, nemi. Systir Lárusar er Helga Guðrún, f. 4.12. 1964, myndlistarkona í Reykja- vík. Foreldrar Lárusar eru Óskar Lár- usson, f. 23.11. 1919, d. 23.11. 2000, leigubílstjóri í Reykjavík, og kona hans, Þórhalla Guðnadóttir, f. 25.2. 1925, húsmóðir. Lárus verður að heiman á afmæl- isdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.