Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 22
föstudagur 27. febrúar 200922 Fókus Ég var að fá senda diska frá Þýskandi, þar sem ég tók upp plötuna, og er að vinna í því núna að púsla saman hvernig ég vil hafa hana,“ segir Vík- ingur Heiðar Ólafsson, einn efnileg- asti píanóleikari landsins, en hann vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út 17. maí næstkomandi. „Öll eftirvinnslan er eftir en ég hef góðan tíma núna hérna fram undan. Það sem þarf að gera er að fara yfir upptökurnar, editera, vinna að graf- ískri umgjörð og texta ásamt mark- aðssetningunni. Ég fæ að ráða mikið sjálfur með hverjum ég vinn og það er frábært að fá að vera með í öllu ferlinu. Þar sem þetta er fyrsta sóló- plata mín finnst mér það mikilvægt að reyna að draga fram allt það sem ég vil í henni,“ segir Víkingur. Vandasamt verk „Það er gjörólíkt að spila á tónleikum og að taka upp plötu,“ segir Víkingur. Hann segir að það séu tvö ólík list- form og oft erfitt að skila hinu per- sónulega andrúmslofti sem myndast við píanóflutning á plötuna sjálfa. „Ég veit um marga sem hafa tekið upp diska og fengið þá í hendurnar og varla þekkt sjálfa sig. Líka vegna þess að þeir hafa ekki haft mikið um vinnsluna að segja.“ Hann segir að þegar þú spilar „live“ heyrir þú ekki mikið í sjálf- um þér en þegar verkið er komið á plötu og þú þarft að hlusta á sjálfan þig aftur finnist þér það hljóma allt öðruvísi. „Það er eins og að horfa í raunveruleikaspegil og maður sér sjálfan sig í öðru ljósi. Það er ógn- vekjandi en jafnframt nauðsynlegt til að læra á sjálfan sig og þróast,“ segir hann. Það er það sem vegur hvað mest hjá honum í vinnslunni á plötunni að finna út þessi mörk þar sem hann er ánægður og þar sem hann getur dregið fram þessi áhrif. „Stundum er maður að hlusta á eina útgáfu af laginu og svo aðra og þá er maður kominn með til dæmis nýjar tillögur í kollinn. Maður þarf líka að læra að stoppa.“ Stöðug endurskoðun Víkingur er á mjög góðum stað á ferli sínum og vinnur hörðum höndum að því að gera betur og hefur gam- an af. „Maður er stöðugt að breytast og meira að segja frá því ég tók upp diskinn í október og þangað til í dag finnst ég mér vera gjörbreyttur. Það þarf ekki nema nokkra mánuði og mér finnst ég allt annar maður í dag og þá. Á þeim tímapunkti sem plat- an kemur út finnst mér ég örugglega vera kominn á enn einn staðinn. Plötur sem maður gefur út eru bara litlir gluggar á ferli manns.“ Hann segir að til að ganga vel sé mikilvægt að vera dómbær á sjálfan sig og einblína á hvað má betur fara því það er svo mikil forsenda fyrir því að maður þroskist. „Ég treysti því að diskurinn sé skemmtilegur en ekki bara það sem er að gerast í hausnum á mér,“ segir hann. Hugurinn á flugi Platan er, eins og áður kom fram, hans fyrsta sólóplata en hann lauk nýverið sex ára námi í hinum virta Juilliard-listaskóla í New York. Á plötunni spilar hann verk sem hon- um eru kær. „Ég ákvað að taka tvö tónskáld sem standa mér næst en það eru Beethoven og Brahms og tók verk sem hafa ekki verið mikið tekin upp og gefin út. Þetta er eigin- lega rómantísk plata.“ Platan mun koma út á sama tíma og hann flytur sína fyrstu tónleika í Háskólabíói sem verða hluti af Listahátíð Reykjavíkur í vor. „Þessi plata er hugsuð fyrir mig sem nokk- urs konar nafnspjald þar sem ég get kynnt mig. Ég er kominn með hug- ann að næstu plötu þar sem ég er með spennandi efni í höndunum. Okkar íslenski söngmenningararf- ur er grípandi og heillandi og hef- ur sérstöðu á alþjóðlegum kvarða þannig að mig langar að vinna hann ennþá meira.“ Trúboði í menntaskóla Víkingur er nú búsettur í Oxford. „Eft- ir námið mitt í New York langaði mig að búa annaðhvort í Berlín eða Lond- on en eftir að Halla Oddný, kærastan mín, komst inn í Oxford fannst mér gullið tækifæri að vera með samastað þar auk þess sem við höfum verið nánast í fjarbúð síðan við byrjuðum saman fyrir tveimur árum.“ Síðustu misseri hafa verið anna- söm og nýtur hann nú friðarins. „Ég var að koma frá Íslandi nú síðast þar sem ég frumflutti með Sinfón- íunni nýjan íslenskan píanókons- ert eftir Daníel Bjarnason. Það voru algjörlega ófyrirséðir tónleikar og komu virkilega vel út. Móttökurnar voru ótrúlegar og það varð að eins konar rokkkonsert og eitthvað sem eg átti alls ekki von á. Þriðji þáttur- inn er fjögurra mínútna sprengikafli og heyrði ég meðal annars af því að hann var spilaður í partíi helgina eft- ir tónleikana,“ segir hann. Seinni vik- una fór hann í menntaskóla á höf- uðborgarsvæðinu til þess að spila og spjalla við nemendur. „Við vor- um hálfgerðir trúboðar fyrir klassíka músík og fengum frábærar móttökur. Klassísk músík stendur þeim nær en þau halda. Í raun lítill vinkill sem get- ur opnað svo mikið fyrir krökkunum um leið og þau átta sig á að hún hefur sömu gildi og tilfinningar og til dæm- is popptónlist, en það er auðvitað út frá öðrum aðferðum.“ Að auki kenndi hann svo á meist- aranámskeiði fyrir lengra komna nemendur og fyrir framan áheyr- endur. Flygillinn af sviðinu „Það eru margir tónleikar eftir- minnilegir í mínum huga. Þeir stærstu og eftirminnilegustu voru þegar ég spilaði Rachmaninoff píanókonsert númer 3 með Sinfón- íunni í september árið 2007. Einnig þegar ég spilaði vers sem mig hafði langað að spila síðan ég var tíu ára og var alltaf fjarlægur draumur. Það var skrýtið að upplifa að vera kom- inn á svið loksins að spila það,“ segir hann, spurður um eftirminnilegustu tónleika hans. „Annars er allt eftir- minnilegt sem maður gerir í fyrsta „Maður er að gera þetta til þess að halda haus í öllu þessu kjaftæði sem er í gangi þessa dagana,“ seg- ir tónlistarmaðurinn Jón Kr. Ólafs- son. Hann heldur í kvöld tónleika í húsnæði Félags íslenskra hljóm- listarmanna í Rauðagerði 27. Tón- leikarnir eru til styrktar tónlistar- safninu Melódíur minninganna sem Jón rekur á Bíldudal. „Tónleikarnir bera nafnið Harpan ómar,“ segir Jón og útskýr- ir: „Ég ákvað að kalla þá þetta eftir gömlum dægurlagatexta sem þau Alfreð Clausen og Ingibjörg Þor- gergsdóttir sungu á sínum tíma. Ég mun syngja örlítið sjálfur en annars verð ég með fullt af færu tónlistarfólki með mér.“ Jón nefn- ir meðal annars Léttsveit Kvenna- kórs Reykjavíkur, Ragga Bjarna, Geir Ólafsson, Jóhönnu Linnet, André Bachmann og fleiri. „Ég hef búið á Bíldudal alla mína hunds- og kattartíð,“ seg- ir Jón en í fyrra kom út bók sem heitir eftir safni hans, Melódíur minninganna. Jón hefur verið í tónlist um áraraðir en mest seg- ist hann hafa lært af vini sínum Hauki Morthens. „Safnið heitir eftir síðustu plötu Hauks. Við vor- um miklir vinir og ég lærði mikið af honum. Ég hefði sennilega ekki lært meira þótt ég hefði hrúgast í gegnum nokkra háskóla. Það var mitt stóra lán.“ Tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan 21.00 en miðaverð er 2.000 krónur. asgeir@dv.is Harpan ómar Píanódagar í Salnum Ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti heldur einleikstónleika í Salnum í kvöld klukkan 20. Mun hann spila verk eftir Robert Schu- mann, Enrique Granados, Franz Liszt og Sergej Rachmaninov. Tón- leikar Codispotis marka upphaf Píanódaga í Salnum. Á morgun og á laugardaginn mun Codispoti leiðbeina ungum píanóleikurum á meistaranámskeiði í Salnum. Nám- skeiðið stendur yfir frá klukkan 9.30 til 17, er opið öllum og án endur- gjalds. Miðaverð á tónleika Codis- potis er 2.000 krónur. leiðSögn fyrir börn Þjóðminjasafnið mun á sunnu- daginn bjóða upp á barnaleið- sögn um hina nýju sýningu End- urfundi. Á sýningunni fá krakkar að fræðast um ýmsa muni sem fundist hafa við fornleifarann- sóknir á Íslandi. Einnig fá börnin að kynnast grunnhugmyndum fornleifafræðinnar og setja sig í spor Íslendinga á öldum áður. Leiðsögnin er ætluð börnum frá aldrinum sex til 10 ára. Helga Einarsdóttir safnfræðslufulltrúi mun annast barnaleiðsögnina og tekur hún um hálftíma. aríur í hádeginu Hádegistónleikaröð menningar- og listamiðstöðvar Hafnarborgar heldur áfram fimmtudaginn 5. mars. Í þetta sinn er það Sigrún Hjálmtýs- dóttir, einna þekktust sem Diddú, sem flytur aríur eftir Bellini, Donizetti og Dvorak við undirspil Antoníu Hevesi píanóleikara og bera tónleikarnir heitið Fórnarlömb ástarinnar. Tónleikarnir eru opnir öllum og er aðgangur ókeypis. Tónleikarnir hefjast á slaginu 12 og standa yfir í hálftíma svo fólki geti komið í hádegismatartíma sínum og notið ljúfra tóna. Jón Kr. Ólafsson heldur tónleika ásamt fleirum í FÍH-salnum: Jón Kr. Ólafsson Heldur tónleika ásamt fjölmörgum öðrum í fÍH-salnum í kvöld. Víkingur Heiðar Ólafsson er einn af efnilegustu píanóleikurum okkar Íslendinga og eflaust einn af þeim bestu. Hann lauk nýver- ið námi frá Juilliard, einum virtasta listaskóla í heimi. Í dag býr hann í Oxford þar sem hann vinnur að sinni fyrstu sólóplötu en hún er væntanleg um miðjan maí. Elti ásti til Oxford Búsettur í Oxford elti kærustuna sem er í námi. u m h e l g i n a KammerSveit á liStaSafni aSí Á sunnudaginn lýkur sýningu Þuríðar Sigurðardóttur, Á milli laga, í Listasafni ASÍ og af því tilefni mun Kammersveit Suð- urlands ásamt kór halda tónleika í safninu á morgun klukkan 16. Kórinn er undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Mikil aðsókn hefur verið á sýningu Þuríðar en um síðustu helgi var húsfyllir á listasafninu á svokölluðu listamannaspjalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.