Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 46
föstudagur 27. febrúar 200946 Sport ToTTenham reynir að verja TiTilinn Á sunnudaginn mætast Manchest- er united og tottenham í úrslitum enska deildarbikarsins. draumur Manchester united um að vinna alla fimm titlana í boði á árinu er enn í fullum gangi og geta þeir tekið annað skref í átt að fimmunni á sunnudaginn. tottenham er ríkjandi deildarbikar- meistari en það lagði Chelsea, 2-1, í framlengdum úrslitaleik í fyrra. Varnarjaxlinn Jonathan Woodgate skoraði þar sigurmarkið. Harry redknapp hafði betur í bikarleik gegn united í fyrra þegar hann stýrði Portsmouth en þurfti að lúta í gras fyrir skotan- um þegar liðin mættust í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Man. united vann þenn- an titil árið 2005 þegar það valtaði yfir Wigan í úrslitaleiknum, 4-0. uMsJón: tóMas þór þórðarson, tomas@dv.is Klukkan hálf tvö á laugardaginn verð- ur flautað til leiks í úrslitaleik Eim- skipsbikar kvenna og klukkan 16.00 sama dag leika karlarnir um þennan eftirsótta bikar. Í kvennaflokki mætast tvö ólík lið. Stjarnan, sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð og er ásamt því ríkjandi deildarbikar- og bikarmeistari, mætir liði FH sem vann síðast titil í kvennaflokki árið 1981. Í karlaleiknum spá allir sama liðinu sigri. Val. Bikarmeistararnir geta varið titil sinn og fá til þess afar þægilegan leik á pappírunum. Hlíðarendapiltar mæta Gróttu sem leikur deild neðar en er þó efst í 1. deildinni og stefnir hraðbyri í deild þeirra bestu. „Dúkur- inn er draumurinn,“ sagði maður hér um árið og aldrei á neitt að vera gefið þegar í bikarúrslitaleik er komið. Sigurhefðin ekki sambærileg Valsmenn geta með sigri á laugardag- inn orðið sigursælasta lið bikarkeppni karla frá upphafi. Þeir eru nú jafnir Víkingum með sex titla á kjaft en geta nælt í þann sjöunda með sigri. Þrátt fyrir öll þau mögnuðu lið sem sést hafa á Hlíðarenda hefur engu þeirra liða tekist að vinna bikarinn tvö ár í röð. Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálf- ara Vals, gefst því kjörið tækifæri til að rita nafn sitt rækilega í sögubækur Valsmanna. Það er langt í að eitthvað kvenna- lið nái Fram í fjölda bikartitla en Safa- mýrarliðið státar af tólf slíkum. Næst- oftast hefur Stjarnan unnið eða alls fimm sinnum. Eins og með Val hefur engu liði Stjörnunnar tekist að vinna bikarinn tvö ár í röð. Liðin sem þessi tvö stórveldi mæta, Grótta og FH, eiga ekkert sambærilegt við þau. FH á að baki einn bikartitil í kvennaflokki árið 1981 en Grótta hef- ur aldrei unnið titil í karlaflokki. Ólíkar leiðir í úrslit Vilji menn búa sér til trú á minni lið- in um helgina er ekki gott að líta á leið liðanna í úrslitaleikinn. Á með- an Valsmenn byrjuðu strax á því að taka tvöfalda silfurmeistara N1- deildarinnar í 32 liða úrslitum mætti Grótta ellismellunum í Aftureldingu 3. Bæði lið fengu svo auðvelda leiki í 16 liða úrslitum en á meðan Grótta vann Stjörnuna 2 í 8 liða úrslitum valtaði Valur yfir fjendur sína í Fram með níu mörkum í Safamýrinni. Vals- menn unnu svo FH næst auðveldlega í undanúrslitum á meðan Grótta fékk hörkuleik gegn samdeildingum sín- um úr Selfossi. Sama er að segja um leiðir kvenn- anna. Stjarnan mætti öðru og þriðja besta liði landsins, Haukum og Val, á leið sinni í úrslitin og vann báða leiki sannfærandi. Á sama tíma lagði FH vissulega Fram í Safamýrinni en mætti í undanúrslitum KA/Þór og vann þann leik með fimmtán marka mun. Ragnhildur Rósa og Rúmenarnir FH hefur spilað afleitlega í deildinni að undanförnu og er það vissulega víti til varnaðar fyrir Stjörnustúlkur. Svo virðist sem hugur FH-inga sé löngu kominn í höllina og ætla þær að selja sig dýrt gegn Garðbæingum þegar á hólminn er komið. Þegar litið er til mikilvægustu manna liðsins er Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir hjá FH sú sem fólk þarf að fylgjast með. Hún er lang- markahæst FH-inga í deildinni og leiðtogi inni á velli enda fyrirliði. Stjörnuliðið er auðvitað ótrúlega vel mannað en verði Rúmenarn- ir í góðum gír er erfitt að sjá FH eiga séns, hvað þá nokkur önnur lið. Hér er auðvitað talað um stórskyttuna Al- inu Petrache og guðmóður hennar í markinu, Florentinu Stanciu. Alina fór langt með að vinna bikarúrslitin upp á sitt einsdæmi í fyrra og þá getur Florentina auðveldlega klárað hvaða leik sem er. Svolítið þreyttur á Davíð „Það vissu allir að þessi Davíðs- og Golíatumræða yrði í kringum leik- inn en það er kannski komið svolítið gott af henni. En þetta er bara gaman. Á laugardaginn fara fram úrslitaleikir í Eimskipsbikar karla og kvenna. Hjá konunum mæta bikar- og deildarbikarmeistarar Stjörnunnar liði FH og eiga eins og Valur, sem mætir Gróttu í karlaflokki, möguleika á að hirða bikarinn tvö ár í röð. Valsmenn geta með sigri orðið sigursælasta lið bikarkeppninnar frá upphafi og orðið fyrsta Valsliðið til þess að vinna tvö ár í röð. DV ræddi við þjálfara liðanna í vikunni. Tvöföld baráTTa davíðs og golíaTs Þetta er auðvitað úrslitaleikur og við ætlum okkur sigur,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, um rimmuna gegn Gróttu í bikaúrslitun- um. „Það er alltaf pressa að vera í úr- TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Fyrirliðarnir atli rúnar steinþórsson, gróttu, og ólafur Haukur gíslason, Val. MyND BRAgi ÞÓR JÓSepSSON Tvö ár í röð? tekur Kristín Clausen bik- arinn heim í garðabæ eða fer ragnhildur rósa með hann í Hafnarfjörðinn? MyND BRAgi ÞÓR JÓSepSSON Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari gróttu þarf að nýta alla sína reynslu ætli hann sér sigur gegn Val. MyND BRAgi ÞÓR JÓSepSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.