Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 13
föstudagur 8. maí 2009 13Fréttir Ragnar Erling Hermannsson ragnar sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Leitin að strákunum. Nú á hann yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. mynd HEiða HElgadóttiR Afar líklegt er að ríkið verði ráðandi hluthafi yfir Sparisjóðn- um í Keflavík og sjö öðrum sparisjóðum sem beðið hafa um eiginfjárframlag vegna bágrar fjárhagslegrar stöðu sinnar. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðaneytinu verða sett afar ströng skilyrði fyrir því að eiginfjárframlagið verði veitt til sparisjóðanna, meðal annars að ríkið eignist stóra hluta í þeim. Sparisjóðirnir verða hins vegar áfram sjálfstæðar stofnanir að nafninu til. RÍKIÐ VERÐUR RÁÐANDI YFIR SPARISJÓÐUNUM 8 Afar líklegt er að íslenska ríkið verði ráðandi stofnfjárhluthafi í Sparisjóðnum í Keflavík og sjö öðrum sparisjóðum innan nokk- urra vikna. Sparisjóðirnir átta hafa óskað eftir eiginfjárframlagi frá ríkinu sem Hjördís Vilhjálms- dóttir, ráðgjafi Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra, segir afar líklegt að verði veitt en með afar ströngum skilyrðum þó, með- al annars að ríkið eignist stóra hluti í þeim. Sparisjóðirnir átta hafa beðið um eiginfjárframlagið frá ríkinu vegna bágrar stöðu þeirra og til þess að tryggja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar en þeir voru all- ir reknir með miklu tapi á síðasta ári. Sparisjóðurinn í Keflavík var til dæmis rekinn með rúmlega 17 milljarða króna tapi í fyrra, sam- kvæmt ársreikningi ársins 2008, og er eigið fé hans nú tæplega 5,5 milljarðar en var rúmlega 25 milljarðar samkvæmt ársreikn- ingi 2007. Eiginfjárframlagið sem beðið er um frá ríkinu er því jafn hátt og eigið fé sparisjóðsins í lok síðasta árs og ætti, samkvæmt því, að tryggja ríkinu um 50 prósent af stofnfjárhlutunum ef það verður veitt. Eiginfjárframlagið sem ósk- að er eftir er hins vegar reiknað út frá ársreikningi ársins 2007, en í neyðarlögunum frá því í haust var íslenska ríkinu veitt heimild til að veita sparisjóðunum slíkt framlag upp á allt að 20 prósent af eigin fé þeirra. Fjármálaráðuneytið lætur nú gera úttektir á Sparisjóðnum í Keflavík og hinum sparisjóðunum sjö til að meta hvort rekstur þeirra geti verið tryggður með eiginfjár- framlagi og aðkomu ríkisins að rekstrinum. Strangir skilmálar ríkisins Fjármálaráðuneytið hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort Sparisjóðnum í Keflavík, og hin- um sparisjóðunum sjö, verði veitt þau fjárframlög sem forsvars- menn þeirra báðu um, að sögn Hjördísar, en allt bendi til að svo verði. Niðurstaða um hvort sparisjóð- unum verði veitt fyrirgreiðsla mun liggja fyrir í síðasta lagi um næstu mánaðamót, að sögn Hjördísar, en hún er í samstarfshópi á vegum fjármála- og viðskiptaráðuneytis- ins sem vinnur nú að undirbún- ingi vegna eiginfjárframlaganna til sparisjóðanna og með hvaða skilmálum þau verða veitt. Hjördís segir alveg ljóst að eiginfjárfram- lögin verði ekki veitt án strangra skilmála og að ríkið muni gera kröfu um að eignast hlut í spari- sjóðunum í kjölfarið ef af því verð- ur. Óljóst er hins vegar hvaða áhrif þessi aðkoma ríkisins mun hafa á stofnfjáreign núverandi stofn- fjáreigenda í sparisjóðunum átta en reikna má með að hún rýrni allverulega. Hjördís segir að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvaða áhrif aðkoma ríkisins að spari- sjóðunum mun hafa fyrir núver- andi stofnfjáreigendur en að það sé eitt af því sem verið sé að ræða í samstarfshópnum. Stofnfjárhlut- ir núverandi stofnfjáreigenda í sparisjóðunum eru hins vegar ekki mikils virði um þessar mund- ir sökum bágrar stöðu þeirra og tapreksturs síðasta árs. Engin framtíð; engin aðstoð Hjördís segir að það sé alveg ljóst að ríkið muni ekki veita einstök- um sparisjóðum fyrirgreiðslu ef það þykir líklegt að sparisjóður- inn nái ekki að tryggja rekstrar- grundvöll sinn með slíkri aðstoð. „Ef við höldum að þrátt fyrir fram- lagið muni sparisjóðurinn deyja í sumar þá munum við ekki setja peninga inn í hann en ekkert bendir til annars en allir spari- sjóðirnir fái eiginfjárframlagið frá ríkinu,“ segir Hjördís. ólíklegt að sparisjóðirnir verði látnir gossa Heimildarmönnum DV ber sam- an um það að afar ólíklegt sé að ís- lenska ríkið grípi ekki inn í rekstur Sparisjóðsins í Keflavík og hinna sparisjóðanna sjö með einhverj- um hætti. Afar ólíklegt sé að þeir verði látnir verða gjaldþrota og hætta rekstri, en nær öruggt þykir að sparisjóðanna bíði þau örlög ef ríkið veitir þeim ekki eig- infjárframlögin. Þess vegna er afar líklegt að ríkið veiti sparisjóðunum fyrir- greiðsluna en aðeins að því gefnu að það verði ráðandi hluthafi í kjölfarið. Stóra spurningin er hins vegar með hvaða skilmálum þetta verður gert og mun það skýrast á næstunni að sögn Hjördísar. Af máli Hjördísar að dæma liggur því fátt annað fyrir en að ís- lenska ríkið verði ráðandi stofn- fjárhluthafi í sparisjóðunum átta á næstunni og hafi þar af leiðandi eigendavald yfir þeim, líkt og yfir stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum öðrum fjármálafyrir- tækjum, þó svo að alls ekki verði um beina yf- irtöku Fjár- málaeftirlits- ins að ræða líkt og í tilfelli þeirra. ingi F. VilHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is SpaRiSjóðiRniR SEm bEðið HaFa um FyRiRgREiðSlu: sparisjóðurinn í Keflavík BYr sparisjóður sparisjóður Bolungarvíkur sparisjóður svarfdæla sparisjóður Höfðhverfinga sparisjóður Þórshafnar sparisjóður Norðfjarðar sparisjóður Vestmannaeyja dökk framtíð ráðgjafi steingríms J. sigfússonar fjármálaráðherra segir að það sé ljóst að framtíð sparisjóðanna verði vart tryggð án inngrips ríkisins. á stutt eftir í núverandi mynd sparisjóðurinn í Keflavík á einungis nokkrar vikur eftir áður en hann verður „yfirtekinn“ af ríkinu ásamt sjö öðrum sparisjóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.