Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 17
föstudagur 8. maí 2009 17Fréttir Kreppan breytir þjóðfélaginu Í Bandaríkjunum er leitast við að hjálpa fólki sem er með greiðslubyrði vel yfir 30 prósentum af ráðstöfunar- tekjum. Aðstoðin er fólgin í að koma greiðslubyrðinni vel niður fyrir þriðj- ung ráðstöfunarteknanna. Stefán seg- ir að gögn frá Bandaríkjunum bendi til þess að um eða innan við 6 prósent fjölskyldna fari raunverulega í gjald- þrot og missi heimili sín. Stefán kom í erindi sínu stuttlega inn á fólksflótta vegna kreppunnar. Þjóðin hafi upplifað slík skeið áður, meðal annars upp úr 1968. Hann spá- ir því að í versta falli flýi 2 til 4 prósent íbúanna af landi brott eða sem nem- ur sex til 12 þúsund manns. „Á árun- um 1993 til 1998 töpuðum við einu og hálfu prósenti úr landi en fengum talsvert af innflytjendum í staðinn.“ Kreppan er stór og söguleg og breytir íslenska þjóðfélaginu varan- lega, að mati Stefáns. En það sé okkur hollt að bera ástandið saman við það sem er að gerast annars staðar. Eins og línuritin bera með sér er samdrátt- urinn meiri en á Íslandi í fjölda landa og atvinnuleysið mun meira. „Ítalía er að sigla inn í opinberar skuldir sem geta haft mjög alvarlegar afleið- ingar þar í landi. Það má nefna gríð- arlegan samdrátt í Eystrasaltslönd- unum og á Írlandi. Atvinnuleysið er afar mikið til dæmis á Spáni. „Stærð- argráðurnar eru þannig að við eigum að ráða við þetta. Verst er þegar mik- il skuldabyrði, atvinnuleysi og lækk- andi tekjur fara saman á heimilunum. Úrræðin þarf að sníða að vanda þessa fólks. Flöt niðurfærsla skulda geng- ur ekki. Ég er ekki viss um að erlend- ar þjóðir vilji lána okkur ef við mæt- um með slíkar aðgerðir upp á vasann. Við eigum að hætta að eyða tímanum í þetta en einbeita okkur að þessum fjölskyldum sem eru í raunveruleg- um vanda. Vaxtabætur er úrræði sem hittir beint í mark í þessum efnum,“ segir Stefán Ólafsson. Vaxtabótakerfið Hagkvæmt er að hækka vaxtabætur umtalsvert en þær ná þráðbeint til þeirra sem eru verst settir að mati stefáns Ólafssonar. Viðhorfsbreytingar Könnun Þjóðmálastofnunar Hí í vetur leiðir í ljós að almenning- ur hallar sér æ meir að skandinavískri fyrirmynd um velferð en þeirri bandarísku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.