Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 43
föstudagur 8. maí 2009 43Sport
umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is
SigurSælaStir
Kr-ingar hafa fagnað íslandsmeistaratitli oftar en nokkurt annað lið.
Oftast Íslandsmeistarar:
24 Kr
20 Valur
18 fram
18 ía
5 Víkingur
Sigra leikina
skagamenn hafa unnið flesta leiki í efstu deild, aðeins fleiri en Valur og Kr sem
hófu keppni rúmum 30 árum fyrr en þeir.
Flestir sigurleikir:
418 ía
416 Kr
413 Valur
358 fram
260 Keflavík
Skora og Skora
Kr-ingar hafa skorað flest mörk allra liða á íslandsmóti
Flest mörk:
1637 Kr
1568 Valur
1553 ía
1419 fram
1028 Keflavík
Öruggur á toppnum
Birkir Kristinsson heldur toppsætinu næstu
árin.
Leikjahæstu menn:
321 Birkir Kristinsson
294 gunnar oddsson
267 sigurður Björgvinsson
265 Kristján finnbogason
254 Heimir guðjónsson
enn á uppleið
tryggvi guðmundsson getur
komist í annað sæti á lista yfir
mestu markaskorara.
Mestu markaskorarar:
126 Ingi Björn albertsson
101 guðmundur steinsson
100 tryggvi guðmundsson
95 Hermann gunnarsson
94 matthías Hallgrímsson
Heimild: Íslensk knattspyrna 2008
ungur
Kristinn Jónsson – Breiðablik
Fæddur: 1990 – Leikir: 24 Mörk: 0
þó hann sé afar fullorðinslegur í útliti er vinstri bakvörðurinn, Krist-
inn jónsson, aðeins á nítjánda aldursári. frammistaða hans í fyrra
og á undirbúningstímabilinu fór ekki fram hjá neinum og var hann
verðlaunaður með landsliðssæti gegn færeyjum. Kristinn verður
öllum vængmönnum erfiður í sumar en hann er einnig frábær í sókn
þannig að bakverðir annarra liða þurfa að vara sig.
miðaldra
Þórarinn Brynjar Kristjánsson – Grindavík
Fæddur: 1980 – Leikir: 165 Mörk: 50
þórarinn Brynjar er fæddur til að skora mörk. Hann hefur setið
rólegur síðustu ár á bekknum hjá Keflavík en komið inn á og
bjargað þeim oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. nú hefur þór-
arinn fært sig yfir til grindavíkur og verður þar byrjunarliðsmað-
ur. nú fær hann tuttugu og tvo leiki til að raða inn mörkum, ekki
tuttugu og tvær mínútur í leik.
Sagan öll
Alls mega 24 leikmenn og einn þjálf-
ari sætta sig við að horfa á fyrsta leik
síns liðs af áhorfendasvæðinu vegna
fyrri synda sinna. Þetta eru þeir sem
eiga enn eftir að afplána refsing-
ar frá síðasta sumri. Alls eru fimm
leikmenn sem byrja á tveggja leikja
banni og eru þeir allir úr neðri deild-
um. Tuttugu eru svo í banni í fyrsta
leik, tvær konur og tveir leikmenn úr
efstu deild karla.
Tveggja leikja bann
Andri Heiðar Sigurþórsson, KFG;
Guðmundur Óli Steingrímsson,
Völsungur; Gunnar Freyr Róberts-
son, Berserkir; Jón Benjamín Sverr-
isson, KFG; Sveinbjörn Már Stein-
grímsson, Völsungur.
Eins leiks bann
Alfreð Elías Jóhannsson, Víkingur
Ó.; Ágústa Jóna Heiðdal, Grindavík;
Bjarni Þórisson, Hamrarnir; Boban
Jovic, Selfoss; David Michael Venn,
Huginn; Davíð Halldórsson, Ber-
serkir; Einar Bragi Bragason, Hug-
inn; Ellen Þóra Blöndal, Haukar;
Friðrik Ragnar Friðriksson, Magni;
Guðfinnur Þórir Ómarsson, ÍR;
Guðmundur Kristjánsson, Breiða-
blik; Halldór Steinar Kristjánsson,
Sindri; Ingólfur Þórarinsson, Sel-
foss; Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari,
Þór; Markús Darri Jónasson, Dalvík;
Ólafur Guðmundsson, Berserkir;
Ólafur Ingi Stígsson, Fylkir; Sigurjón
Jónsson, Hvöt; Stefán Helgi Einars-
son, Hamar; Uchechukwu Michael
Eze, Afríka.
tuttugu og fimm byrja í banni
Rekinn af velli
gömul brot fylgja mörgum
leikmönnum milli tímabila.
en með komu Kristjáns Haukssonar
er varnarlínan aftur orðin sterk undir
stjórn Auðuns Helgasonar. Framarar
verða jafnvel enn varnarsinnaðri í ár
en það má enginn vanmeta Framara.
Lykilmaður: auðunn Helgason
Fylgist með: jóni guðna fjólusyni
7. Fylkir
Ólafur Þórðar-
son byrjar ágæt-
lega í Árbænum og
kom ungu Fylkis-
liði í undanúrslit
Lengjubikarsins.
Fylkir er afar fámannað og hefur sama
liðið verið að byrja meira og minna í
hverjum leik. Það má ekkert út af
bregða hjá Fylkismönnum hvað varð-
ar meiðsli því breiddin er engin. Fyl-
kir spilar fast og fer ekkert á milli mála
hver þjálfar liðið. Það gæti farið í taug-
arnar á mörgum liðum í ár. Menn vita
hvað býður þeirra sem ekki berjast
eins og vanalega þegar Ólafur Þórð-
arson á í hlut en þetta tímabil verður
uppskeran rýr í Árbænum.
Lykilmaður: Valur fannar gíslason
Fylgist með: Ingimundi níels óskarssyni
8. Breiðablik
Breiðablik er gífur-
legt spurningamerki
fyrir tímabilið. Það
hefur misst alla sína
útlendinga, félagið
er í vondum málum
fjárhagslega og út af
því einmitt hvarf Marel Baldvinsson
á brott fyrr á árinu. Breiðablik státar
þó af heilu liði uppaldra leikmanna
sem grænliðar í Kópavogi geta verið
stoltir af. Það er Arnars Grétarssonar
að stýra þessum græna ungliðaher í
sumar og gæti Kópavogsandinn fleytt
liðinu hærra. Það er hins vegar of lítil
breidd í Breiðabliks-liðinu og margir
of ungir og óreyndir. Í framlínu liðs-
ins eru ungir strákar sem geta skorað
og hafa sýnt það í yngri flokkum. En
þetta er úrvalsdeildin.
Lykilmaður: arnar grétarsson
Fylgist með: alfreð finnbogasyni
9. Fjölnir
Spútniklið síðasta árs
mun þurfa að glíma við
annars tímabils heil-
kennið í ár. Í raun tók
það út smá rassskell í
fyrra því eftir ótrúlega
fyrri umferð vann það
ekki hvern leikinn á
fætur öðrum og þok-
aðist á tímabili nálægt fallinu. Koma
markahróksins Jónasar Grana Garð-
arssonar gerir mikið fyrir framlínuna
en liðið er ekki jafnsterkt og í fyrra og
breiddin enn minni. Heimavöllurinn
verður að vera sterkur í Grafarvog-
inum og Káramenn verða að öskra
sem aldrei fyrr. Ásmundur Arnarsson,
þjálfari liðsins, er eins og trúin, hann
flytur fjöll, og Fjölnismenn munu rétt
sleppa við fallið í ár.
Lykilmaður: gunnar már guðmundsson
Fylgist með: Illuga gunnarssyni
10. Þróttur
Þróttarar gerðu vel í
að halda sæti sínu í
fyrra og buðu meira
að segja upp á að
hætta tveimur um-
ferðum á undan
öðrum liðum þeg-
ar sætið var tryggt. Liðið hefur misst
Sigmund Kristjánsson sem er gífur-
leg blóðtaka og gæti verið það sem
skilur á milli falls og ekki falls þegar á
hólminn er komið. Gunnar Oddsson
þjálfari verður að stilla upp í þéttan
varnarleik með aðstoðarþjálfarann
Dennis Danry í fararbroddi og berja
sér leið áfram. Þróttur getur stillt upp
sæmilegu byrjunarliðið en breiddin,
eins og hjá mörgum öðrum, er lítil og
verða menn að haldast heilir í Laug-
ardalnum.
Lykilmaður: dennis danry
Fylgist með: skúla
jónssyni
11. Stjarnan
Stjörnumenn fóru
hamförum á undir-
búningstímabilinu
og spiluðu á köfl-
um fantafótbolta. Steinþór Freyr Þor-
steinsson, fyrrverandi Bliki, hefur ver-
ið magnaður og verður að halda því
áfram inn í mót. Það er hreinlega eins
gott fyrir Stjörnuna að hann og lið-
ið sjálft hafi ekki toppað of snemma.
Stjarnan hefur allt sem þarf til að
verða spútnikliðið í ár en í Garðabæn-
um er hefðin engin, hópurinn lítill og
lítið má út af bregða. Bjarni Jóhanns-
son er eldri en tvævetur í bransanum
en það mun þó líklega ekki duga í ár.
Lykilmaður: steinþór freyr þorsteins-
son
Fylgist með: Halldóri orra Björnssyni
12. ÍBV
Vestmannaey-
ingar eru mætt-
ir aftur á meðal
þeirra bestu eft-
ir að hafa rúllað
upp 1. deildinni í
fyrra. Þeir, eins og
Stjarnan, gætu vel komið á óvart en
ÍBV hefur fengið til sín þriðja Úganda-
manninn og Breta ofan á það. Komi
útlendingarnir vel út getur ÍBV vel
haldið sæti sínu í deildinni en til þess
verður það auðvitað að verja heima-
völlinn afar vel í sumar. Útivallagrýlan
er þó enn til og sér ekkert fyrir endann
á henni. Hún er það fyrsta sem Eyja-
menn þurfa að vinna bug á ætli lið-
ið að eiga möguleika á að halda sér í
deildinni.
Lykilmaður: andri ólafsson
Fylgist með: Viðari Erni Kjartanssyni
Keflvíkingum er spáð þriðja sæti hjá
DV en Fylkismönnum því sjöunda.
Keflvíkingar misstu af íslandsmeistaratitlin-
um á lokasprettinum síðasta sumar og hafa
misst nokkra sterka leikmenn.
MynD STEFán