Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 6
Föstudagur 22. maí 20096 Fréttir Sandkorn n Sögur frá útrásartímanum lifa enn góðu lífi. Frægt varð þegar Ólafur Ólafsson, kennd- ur við Samskip, baðaði sig í ljóma útrásarfrægðar með því að fá Elton John til að skemmta í fimmtugs- afmæli sínu. Nú er hermt að afmælis- gjafir útrás- arvíkings- ins hafi ekki verið neitt slor. Þannig hafi Ólafur fengið að gjöf frá fimm vinum sínum veiðileyfi á eitt ljón í myrkvið- um Afríku. Afmælisgjöfin á, samkvæmt flökkusögunni, að hafa kostað 5 milljónir króna eða milljón krónur á hvern gefanda. n Morgunblaðið hefur á und- anförnum misserum sérhæft sig í dýrafréttum sem gjarnan eru settar á útsíðu. Frægt varð þegar plast- álft með kríu á höfð- inu fékk líf á forsíðu blaðsins. Skömmu síðar kom upp rugl með andartegund. Ógleymanlegt er að miðill- inn sagði frá glaðlyndum og gæfum ísbirni í Skagafirði og birti af honum myndir. Reynd- ist sá vera uppstoppaður og því ekki óeðlilegt að vegfarendur klöppuðu honum. Og undr- in í dýraríkinu halda áfram að streyma fram því í gær sagði Mogginn frá baráttu nafnlauss veiðimanns við himbrima um bleikju þar sem fuglinn hafði betur. n Fríblaðið Fréttablaðið er búið að uppgötva að sitthvað er dularfullt við embættisfærsl- ur Gunnars Birgisson- ar í Kópa- vogi og hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Eins og DV hefur ítar- lega fjallað um á undanförnum misserum hefur dóttir bæjarstjórans þeg- ið mörg verkefni og milljóna- tugi hjá stofnunum föður síns. Fréttablaðið sagði frá þessu í fyrsta sinn í gær. Skúbb dagsins var þó ekki að finna í fréttinni heldur í spurningu dagsins þar sem Gunnar er spurður hvort hann sé ekki að misskilja þetta með „dótturfélögin“. Ekki er gefið upp hver húmoristinn að baki spurningunni er en Stein- unn Stefánsdóttir aðstoðarrit- stjóri þykir stundum búa yfir djúpum undirliggjandi húmor. n Á vefritinu Pressunni er sagt frá því að Gunnar Smári Eg- ilsson, fyrrverandi útgefandi Nyhedsavis- en, sé farinn að huga að útgáfu viku- rits. Gunnar Smári stýrði um árabil Helgar- póstinum og fleiri blöðum og hefur því mikla reynslu af slíku. Pressan nefndi sem sam- starfsaðila Gunnars Smára þá Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóra, og Sigurjón Magnús Egilsson útvarpsmann. Víst er að saman myndu þessir þrír mynda einkar áhugaverðan kokkteil. Orri Hauksson stefnir 365 miðlum fyrir brot á friðhelgi einkalífsins: „tilefnislaust og meiðandi“ Orri Hauksson, fyrrverandi aðstoð- armaður Davíðs Oddssonar og fyrr- verandi stjórnarformaður Skjás eins, hefur stefnt 365 miðlum fyrir um- mæli sem birtust í DV árið 2006 sem þá var í eigu 365 prentmiðla. Orri krefst þess að ummæli í yfir- fyrirsögn fréttarinnar „Á sama tíma er allt í tómu tjóni í einkalífi yfir- manna stöðvarinnar, þeirra [...] og Orra Haukssonar“ og ummæli í meg- inmáli, „[...] gengur yfirmönnum stöðvarinnar illa að fóta sig í einka- lífinu“, verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer Orri fram á sex hundruð þús- und krónur í miskabætur og 240 þús- und krónur til að standa straum af birtingu dómsins og forsendu hans í dagblöðum. Að mati Orra braut umfjöllunin gegn friðhelgi einkalífs hans og var greint frá viðkvæmum hjúskapar- og fjölskyldumálefnum hans og „þau borin á torg“. Þá hafi umfjöllunin verið birt í óþökk Orra og samhengi ummælanna verið tillitslaust, tilefn- islaust og meiðandi. Á þeim tíma sem ummælin birt- ust var Orri stjórnarformaður Skjás eins. Í greininni sem um ræðir var annars vegar fjallað um skilnað hans og Önnu Þorsteinsdóttur og hins vegar skilnað Magnúsar Ragnars- sonar, þáverandi framkvæmdastjóra Skjás eins, og Lauren Dorothy Haus- er, undir fyrirsögninni „Skilnaðarfar- aldur skekur Skjá einn“. Í greinargerð kemur fram að 365 miðlar hafa þegar boðið „... ríflegar bætur sem stefnandi hafði enga mál- efnalega ástæðu til að hafna en gerði samt“. Magnús stefndi 365 miðlum fyr- ir sömu ummæli auk fyrirsagnanna „Maggi glæpur“ og „Geðþekkur geð- sjúklingur“. Voru öll ummæli dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti í fyrra og fékk hann 840 þúsund krónur í bæt- ur. Í mál Hér er Orri með fyrrverandi eiginkonu sinni, önnu Þorsteins- dóttur, og fyrrverandi samstarfs- manni, magnúsi ragnarssyni. Árið 2008 greiddi Alþingi rúmar 138 milljónir króna vegna ferðakostnaðar þingmanna. Þar af voru 56,7 milljónir króna vegna ferðakostnaðar innanlands. Þingmenn sem búa utan Reykjavíkur eiga rétt á því að Alþingi greiði fyrir allan ferðakostnað til og frá heimili þeirra. Kristján Þór Júlíusson segist fljúga á milli Akureyrar og Reykjavíkur þegar hann þurfi þess og veit ekki hver kostnaðurinn við ferðalög hans er. 139 MILLJÓNIR Í FERÐAKOSTNAÐ Útlagður ferðakostnaður Alþingis á síðasta ári nam tæpum 139 milljón- um króna. Þar af var kostnaður vegna ferðalaga þingmanna innanlands alls 56,7 milljónir króna árið 2008 sem bætast ofan á fastar mánaðargreiðsl- ur þingmanna vegna ferðakostnað- ar. Alþingi ætlar að draga úr þessum kostnaði á árinu. Kostnaður við alþjóðasamstarf þingmannanefndanna var um 81,5 milljónir króna. Þar af voru ferð- ir, gisting og dagpeningar tæpar 60 milljónir króna. Alþingi lagði út 21,8 milljónir króna á síðasta ári vegna þátttökugjalda á ráðstefnur hér á landi. Karl Magnús Kristjánsson, að- stoðarskrifstofu- stjóri Alþingis, segir í svari við fyr- irspurn DV að á þessu ári hafi ver- ið gerðar ráðstaf- anir til þess að draga úr alþjóðlegu samstarfi Al- þingis í sparn- aðarskyni. Skrifstofa Alþingis skipuleggur ferð- ir, pantar flugferðir og gistingu fyrir þingmenn þegar þeir eru á ferðalagi erlendis. Í svari Karls segir ennfrem- ur að miðað sé við almenn flugfar- gjöld og að hagkvæmni sé gætt í hót- elpöntunum. Tugir milljóna í bílaleigubíla og flugmiða Ferðakostnaður Alþingis innanlands á síðasta ári nam sem fyrr segir 56,7 milljónum króna. Samkvæmt regl- um um ferðakostnað í kjördæmi, fær hver alþingismaður fastar greiðslur mánaðarlega upp á 61.400 krónur í fastan ferðakostnað. Sú greiðsla á að standa und- ir ferða- kostn- aði í næsta nágrenni heimilis eða starfs- stöðvar auk dvalarkostnaðar á ferðalögum í kjördæmi þingmanns- ins. Ofan á þessar föstu mánaðar- greiðslur bætist ferðakostnaðurinn upp á 56,7 milljónir króna á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þingi fara þessar milljónir í að greiða fyrir bílaleigubíla, flugfargjöld, akst- ur þingmanna og annan kostnað sem hlýst af ferðalögum þing- mannanna. Geta flogið daglega á milli Alþingi end- urgreiðir landsbyggð- arþing- mönnum kostnað við allar ferðir á milli heimilis á landsbyggðinni og Reykja- víkur. Samkvæmt þessum reglum getur þingmaður flogið daglega, ef því er að skipta, á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar á kostnað Al- þingis. Guðbjartur Hannesson, alþing- ismaður Samfylkingarinnar, býr á Akranesi. Hann segist keyra á milli daglega og Alþingi greiði fyrir akstur- inn. Aðspurður segist hann ekki vita hversu mikinn útlagðan kostnað Al- þingi greiði fyrir hann vegna þessa, hann haldi utan um akstursbók. Kristján Þór Júlíusson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita hversu hár ferðakostnað- ur hans innanlands er. Hann flýg- ur jafnan á milli Akureyrar, þar sem hann býr, og til Reykjavíkur vegna starfsins. Hann segist ekki vita ná- kvæmlega hversu oft hann fljúgi í mánuði á kostnað Alþingis og segir: „Ég flýg bara þegar ég þarf að fljúga.“ Þingmenn noti flugkort og skrifstofa Alþingis sjái um að panta flug fyrir þingmenn. valGeir örn raGnarssOn blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Ég flýg bara þegar ég þarf að fljúga.“ Ferðakostnaður innanlands 56.703.339 krónur Þátttökugjöld og ráðstefnur á Íslandi 21.800.000 krónur Ferðir, gisting og dagpeningar erlendis 60.000.000 krónur Ferðakostnaður samanlagt 138.503.339 krónur alþingi samkvæmt reglum um ferðakostnað í kjördæmi fær hver alþingismaður fastar greiðslur mánaðarlega upp á 61.400 krónur í fastan ferðakostnað. Kristján Þór Júlí- usson Flýgur að jafnaði oft í mánuði á milli akureyrar og reykjavíkur á kostnað alþingis. Guðbjartur Hannesson Keyrir á milli akraness og reykjavíkur á hverjum degi á kostnað alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.