Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 62
föstudagur 22. maí 200962 Helgarblað „Við Íslendingar stöndum í miðju sál- fræðistríði og þurfum á jákvæðni og jafnvægi að halda,“ segir Benedikt Lafleur talnasérfræðingur og bætir við að jafnvægið felist í því að finna hugarástand á milli ofurbjartsýni og bölsýni. „Við verðum að vera hæfilega bjartsýn svo við náum áttum á nýjan leik eftir glannalegu framtakssem- ina. Það getur verið hættulegt að fara á vinstri hliðina, falla í þunglyndi og sjá ekkert annað en svartnættið fram undan, líkt og margir gera. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér en framtíðin er undir okkur sjálfum komin.“ Benedikt segir kreppuna af- leiðingu gjörða okkar og að við hefð- um ekki þurft að vera í þessari stöðu. Við höfum einfaldlega uppskorið eins og við sáðum. Nú þurfi og nú sé tækifæri til að hugsa allt samfélagið upp á nýtt. „Við erum á tímamótum og munum búa til nýtt samfélag því fyrri hugmyndafræði okkar fór alveg í þrot. Við þurfum að hugsa þetta allt upp á nýtt og standa saman í þeirri uppbyggingu sem fram undan er.“ Íslendingar eru útrásarþjóð Þrátt fyrir að útrásin eigi stóran þátt í stöðu okkar segir Benedikt að við megum ekki snúa baki við allri útrás. Við Íslendingar séum útrásarþjóð sem verði að halda áfram að taka áhættu og vera áræðin. „Við þurfum að tengjast umheiminum æ meira því við megum ekki einangrast. Per- sónulega tel ég að okkur verði best komið fyrir innan ESB. Stefnan í fjár- festingum verður að vera í aðrar átt- ir en hún hefur verið upp á síðkastið því góð fjárfesting skilar sér alltaf inn í samfélagið. Allt brask sem vegur að sakleysi þjóðarinnar fáum við hins vegar í hausinn aftur. Að mínu mati erum við ennþá eitt auðugasta ríki í heimi því landið er hreint og saklaust og við verðum að varðveita þetta sak- leysi,“ segir hann og bætir við að sak- leysið felist í hreinu landi, hugviti, menntun og menningu. „Ríkisstjórn- in á að styðja við bakið á sprotafyrir- tækjum því þannig tökum við minni áhættu frekar en að setja allt fjár- magnið á bak við fá stór fyrirtæki. Framtíðin er í þessum litlu fyrirtækj- um sem þurfa lítið til að hefja rekstur en geta skilað þjóðarbúinu miklu ef vel gengur. Möguleikarnir eru ótelj- andi, fólk verður bara að finna von- ina aftur. Þarna úti er mikið af afar hæfu fólki sem er viljugt til samstarfs, margir hafa líka misst allt sitt og hafa því engu að tapa og eru tilbúnir að reyna nýja hluti. Ríkisstjórnin þarf að styðja þetta fólk. Bankamenn og yf- irvöld átta sig ekki á því að það þarf ekki háa styrki til að koma hlutunum í gang því oft þarf ekki nema eina til tvær milljónir til að koma af stað öfl- ugri starfsemi.“ Nýtt samfélag fram undan Spurður um þær tölur sem liggja í kortunum segir hann bjartari tíma fram undan. „Árið 2008 var uppgjör peninganna en í ár er uppgjör hug- myndafræðinnar. Á næsta ári mun- um við sjá afsprengi þessa uppgjörs sem verður nýtt samfélag. Allt það ár, 2010, felur í sér miklar breyting- ar sem krefjast gríðarlegrar vinnu, við þurfum að hafa fyrir hlutunum en þessar breytingar festa sig í sessi 2011 og skila sér í sjálfstæði þjóðar- innar 2012. Það ár verðum við kom- in upp úr mestu hremmingunum og árið 2015 verðum við sannarlega rík þjóð,“ segir Benedikt og bætir við að í hinu nýja samfélagi muni önnur og húmanískari gildi taka við af mark- aðsgildunum sem undanfarið hafi ráðið ferðinni. Benedikt líst vel á nú- verandi forsætisráðherra og segist hrifinn af mörgu sem ríkisstjórnin sé að gera. „Ég tel að Jóhanna standi sig mjög vel og ríkisstjórnin einnig í heild sinni en það sem er ábóta- vant er að þau mættu ræða meira við önnur öfl. Sem dæmi mættu sam- skiptin milli Framsóknarflokksins og Samfylkingar vera betri. Það er al- gjör óþarfi fyrir þessa flokka að vera að agnúast út í hvor annan. Þetta eru svo líkir flokkar. En varðandi Sjálf- stæðisflokkinn verður hann að taka betur til heima hjá sér.“ Sálfræðilega sterkt að afskrifa skuldir Benedikt sér fram á betri tíma og hann segir að sumarið muni hjálpa til við að lyfta brúninni á fólki. „Nýja samfélagið er eitthvað sem við höf- um þegar átt, við þurfum bara að koma auga á það og rækta hin raun- verulegu auðævi sem eiga eftir að skila okkur hamingju og velferð. Við fórum út af réttu brautinni en ef við erum nógu mörg sem erum jákvæð finnum við hana aftur og byggjum upp bjartsýni. Við verðum að hætta að agnúast út í hvert annað og leita í sameiningu nýrra og róttækra leiða úr skuldasúpunni. Sálfræðilega gæti þannig verið sterkt að afskrifa skuld- ir en auka til muna bindiskyldu bankanna í kjölfarið. Til að efla vaxt- armöguleika fyrirtækjanna að nýju mætti auka til muna fjármagn í ný- sköpunarsjóðum en leggja sérstak- an kreppuskatt í um það bil þrjú ár á alla þá sem hafa þokkalegar tekj- ur en hátekjuskatt á þá sem mest mega sín, því það er nú töluvert til af þeim ennþá. Ég vil vara menn við því að fyllast bölsýni, þykjast sjá fram á annað hrun og halda því fram að all- ir séu sofandi því ef við einbeitum okkur að því neikvæða getum við farið alveg á hliðina og misst allt úr höndunum. Við ættum frekar að ein- beita okkur að því að finna jafnvægi og jarðtengingu okkar aftur.“ Hægt er að nálgast upplýsingar um talnaspeki á lafleur.is og á Face- book-síðunni Talnaspeki-Lafleur auk þess sem Benedikt bendir á síðuna sahajayoga.is. Indíana Ása Hreinsdóttir Þurfum á jákvæðni að halda Talnaspekingurinn Benedikt Lafleur segir á rið 2008 hafa verið uppgjör peninganna og árið í ár u ppgjör hugmynda- fræðinnar. Benedikt segir næstu ár fel a í sér gríðarlegar og erfiðar breytingar á samfélagi okka r. Þessar breytingar munu svo skila sér í nýju og ríku samf élagi árið 2015. Benedikt Lafleur 2009 er ár uppgjörs hugmyndafræðinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.