Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 13
er ástæða til að skoða þessi viðskipti aftur í tímann til að ganga úr skugga um hversu umfangsmikil þau voru,“ segir Flosi en samanburður hans á þeim gögnum um viðskiptin við Frjálsa miðlun sem lögð voru fram í bæjarráði í síðustu viku sýna fram á að minnihlutinn fékk rangar upp- lýsingar þegar spurst var fyrir um kostnað við gerð ársskýrslu Kópa- vogsbæjar fyrir nokkrum árum, þar munar um hálfri milljón króna. Aldrei náðist hins vegar að sanna að Gunnar hefði gerst sekur um spillingu vegna viðskipta Klæðn- ingar og Kópavogsbæjar þó að orðr- ómurinn hafi verið hávær og margir sem veltu því fyrir sér hvort Gunnar hyglaði eigin fyrirtæki. Ljósmyndarinn fékk minna en Frjáls miðlun Eins og er á hið sama við um við- skiptin við Frjálsa miðlun þó að vissulega sé það nýbreytni að hafa skjalfestar upplýsingar um Gunnar sem bendi til óeðlilegra viðskipta- hátta. Samkvæmt öruggum heim- ildum DV er eitt af því sem er óeðli- legt við viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun að fyrirtækið hafi fengið margfalt meira greitt fyrir ljósmyndir sem það lét undirverk- taka, ljósmyndarann Guðmund Ing- ólfsson, taka fyrir sig í nokkrum til- fellum en ljósmyndarinn sjálfur fékk greitt frá Frjálsri miðlun. Félag dótt- ur Gunnars virðist því hafa stungið mismuninum í vasann. Þetta er eitt af þeim atriðum sem endurskoð- endur bæjarins munu væntanlega skoða en það vekur spurningar af hverju ekki er gengið beint til samn- inga við ljósmyndara. DV hafði samband við Guð- mund Ingólfsson og spurði hann hvort greiðslurnar sem hann fékk frá Frjálsri miðlun hafi verið lægri en upphæðirnar sem félagið fékk frá bænum. Guðmundur vildi hins vegar ekki tjá sig um málið í samtali við blaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins var það auk þess algengt að Frjáls miðlun fengi greitt fyrir myndirnar sem fyrirtækið seldi til Kópavogs- bæjar í hvert skipti sem þær voru notaðar, til dæmis myndir sem tekn- ar voru úr ársskýrslum bæjarins. 2,5 milljónir fyrir ljósmyndir í IKEA-römmum Annað sem tortryggt hefur verið í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun er að fyrirtækið hefur á síð- ustu sex árum fengið tæpar 2,5 millj- ónir fyrir umhverfisviðurkenningar sem árlega eru veittar fimm aðilum. Viðurkenningarnar eru innrömmuð A-4-blöð í IKEA-römmum og þykja fáfengilegar. Samkvæmt heimildum DV ákvað skipulagsstjóri bæjarins, Birgir Sigurðsson, að dóttir Gunn- ars ætti alltaf að sjá um að gera um- hverfisviðurkenningarnar þrátt fyrir að ýmsir aðrir starsmenn bæjarsins væru á móti því. Fyrrverandi starfs- maður í stjórnsýslunni í Kópavogs- bæ segir að viðurkenningarnar séu „djók“. „Þetta voru bara myndir sem teknar voru og settar inn í ramma. Þetta er núll og nix,“ segir viðmæl- andinn og bætir því við að það sé alls ekki svo mikil vinna á bak við viðurkenningarnar. „Bæði gull og grjót“ En þrátt fyrir spillingarumræðuna um Gunnar og þá staðreynd að hann er einn umdeildasti stjórnmála- maður á Íslandi eru lýsingar fólks á honum auðvitað alls ekki einhlítar og er hann sagður vera „stórbrotinn karakter“ af einum heimildarmanni DV. „Ég heyrði einhvern segja um Gunnar: Hann er bæði gull og grjót. Ég held að það sé hægt að taka und- ir það,“ segir heimildarmaður sem þekkir Gunnar vel. „Hann getur bæði verið alveg svakalega harður, heiftúðugur, hefnigjarn og alveg of- boðslega frekur en svo getur hann líka haft mjög stórt hjarta ef hann sér eitthvað aumt. Hann er auðvit- Nýjar siðareglur Kópavogsbæjar samþyKKtar 12. maí síðastliðiNN n 5. gr. Misbeiting valds. „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur mega ekki beita réttindum eða aðstöðu sem fylgja embætti þeirra í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra í því skyni að geta notið óbeinna eða beinna persónulegra hagsbóta af því. Einnig skulu þeir gæta þess að nýta sér ekki óopinberar upplýsingar til að hagnast á þeim persónulega eða að hjálpa öðrum að gera það.“ n11. gr. Stöðuveitingar „Kjörnum bæjarfulltrúum ber að koma í veg fyrir að einstaklingum sé veitt starf eða stöðuhækkun hjá sveitarfélaginu á öðrum forsendum en hæfni til að rækja starfið og gæta þess, þegar þeir koma sjálfir að ákvörðun um val á starfsmönnum, að hæfasti umsækjandinn hljóti starfið.“ Föstudagur 22. maí 2009 13Fréttir KÓNGURINN Í KÓPAVOGI RIÐAR TIL FALLS Bæjarstjórinn í kröppum dansi Framsóknarflokk- urinn, samstarfsflokkur sjálfstæðisflokksins í meirihlut- anum í bæjarstjórn Kópavogs, gaf það út í vikunni að flokkurinn hygðist mögulega endurskoða samstarfið við sjálfstæðisflokkinn vegna viðskipta bæjarsins við Frjálsa miðlun í stjórnartíð gunnars Birgissonar. Framhald á næstu síðu Bæjarstjórinn í kröppum dansi Framsóknar- flokkurinn, samstarfsflokkur sjálf tæðisflokksins meirihluta um í bæjarstjórn Kópavogs, gaf það út í vikunni að flokkurinn hygði t ögulega endurskoða samstarfið i sjálfstæðisflokkinn vegna viðskipt bæjarsins við F jálsa miðlun í stjórnartíð gunnars Birgissonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.