Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Blaðsíða 36
Föstudagur 22. maí 200936 Ferðir innanlands Víkingahópurinn Rimmugýgur kemur heimsókn og slær upp búðum við Sögusetrið. Þar gefst gestum tækifæri á að sjá vinnubrögð að hætti fornmannanna í handverki, klæðnaði, leik og bardögum. Dagskráin byrjar kl. 13.00 og stendur til kl. 19.00. Bardagar verða kl. 14, 16 og 18. Við hvetjum alla þá sem eiga búninga heima að taka þá upp og mæta í skrúðanum. Allir velkomnir! Víkingarnir koma! Laugardaginn 30. maí 2009 Sögusetrið Hvolsvelli | The Saga Centre www.njala.is | njala@njala.is Sími: 487-8781, 895-9160 Ég myndi segja að það væri frábært fyrir alla fjölskyld-una að koma hingað. Við erum með gott og aðgengi- legt tjaldsvæði og einstaklega fallegt umhverfi og sérstaka náttúru,“ seg- ir Helga Árnadóttir, aðstoðamaður þjóðgarðsvarðar í Ásbyrgi. „Jökulsá á Fjöllum, jarðskjálftar og eldsumbrot hafa myndað hið einstaka landslag í Jökulsárgljúfrum þar sem finna má þekkt náttúrufyrirbæri eins og Ás- byrgi, Hljóðakletta, Hólmatungur og Dettifoss. Ásbyrgi er meðal annars talið hafa grafist út í miklu hamfara- hlaupi. Eftir stendur skeifulaga byrgi sem nokkurs konar minjar um hin miklu flóð í Jökulsánni sem við get- um varla gert okkur grein fyrir hversu öflug voru,“ útskýrir Helga. Land- svæðið tilheyrir Vatnajökulsþjóð- garði og er talið vera eitt af fallegustu svæðunum á Íslandi. Á sumrin lifnar Ásbyrgi við og er skemmtileg og fræðandi dagskrá í boði yfir háannatímann frá 22. júní til 17. ágúst. „Þetta er heilmikil dagskrá þar sem boðið er upp á fræðsluferðir um svæðið á hverjum einasta degi,“ segir Helga og dagskráin er fjölbreytt og hönnuð fyrir alla fjölskylduna. „Þetta eru um klukkutíma ókeypis ferðir sem farnar eru á tveimur stöð- um, í Ásbyrgi og í Vesturdal og það eru landverðir sem sjá um fræðslu- ferðirnar,“ útskýrir Helga. Í Vestur- dal er einnig tjaldsvæðið, en ekki sú þjónusta sem í boði er í Ásbyrgi. Sérstök dagskrá er einnig fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára þar sem náttúran er rannsökuð og far- ið er í allskyns leiki. Einnig er boðið upp á sérstakar uppákomur í sumar, eins og miðnæturgöngu á sumarsól- stöðum og jóga á Jónsmessu. Helga segir tilvalið fyrir ferðalanga að stoppa við í Ásbyrgi. „Það er langt að fara, sérstaklega frá Reykjavík þannig að ég mæli með því að fólk dvelji um tíma.“ Fyrir utan einstaka náttúru er veðr- ið í Ásbyrgi engu líkt þegar sólin skín. Þetta getur Helga tekið undir. „Það er algjör sæla að vera hérna í góðu veðri,“ segir Helga brosandi. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá Ásbyrgis á vatnajokulsthjodgardur.is. algjör sæla í Ásbyrgi Boðið er upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í Ásbyrgi í sumar fyrir ferðalanga. Mikið um að vera Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Ásbyrgi í sumar. Ásbyrgi Einn af fallegustu stöðum Íslands. Fræðsluferð Boðið verður upp á ókeypis fræðslu- ferðir um Ásbyrgi fyrir alla fjölskylduna í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.